Innlent

Lítilsvirða mótframbjóðendur

Ingibergur Sigurðsson, kosningastjóri Ástþórs Magnússonar, telur að Leiklistarsamband Íslands lítilsvirði mótframbjóðendur Ólafs Ragnars Grímssonar með því að bjóða þeim ekki á leiklistarverðlaunin Grímuna í Borgarleikhúsinu í kvöld. Ólafur Ragnar afhendir þar heiðursverðlaun hátíðarinnar. Að mati Ingibergs eiga yfirlýsingar Leiklistarsambandsins, um að það taki ekki þátt í pólitískri umræðu, ekki við rök að styðjast, þar sem einum forsetaframbjóðanda sé hampað umfram aðra. Hann bendir á að í kosningabaráttunni 1996 hafi öllum frambjóðendum verið boðið að vera viðstaddir í listviðburðum sem þessum.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×