Innlent

Ólíklegt að samningar náist

"Það er ekki alveg að sjá að menn nái saman," segir Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari um kjaradeilu kennara og sveitarfélaga. Verkfallsstjórn kennara hefur verið kölluð til starfa. Stíf fundarhöld Samningsnefnda kennara og sveitarfélaganna halda áfram. Nefndirnar voru komnar í hús ríkissáttasemjara klukkan átta í gærmorgun. Þær sátu fund til miðnættis deginum áður. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að kennarar hafi sett fram tilboð til launanefndarinnar. Hækkun launatengdra gjalda hafi verið um 30 prósent og launanefndin hafi ekki fallist á það. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari segir ekkert á borðinu sem ástæða sé til að rekja nánar: "Það er verið að velta upp hugmyndum en ekki er rétt að taka mið í neinu þar í bili. Hér er verið að vinna og mönnum miðar ekki allt of hratt." Félag leikskólakennara hefur sent félagsmönnum sínum orðsendingu í tilefni af yfirvofandi verkfalli grunnskólakennara. Þar er hvatt til að kennarahópar sýni hver öðrum stuðning í kjarabaráttu, samkvæmt vef Kennarasambandsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×