Innlent

Steytt á skólamálum

Meirihlutasamstarf Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks á Dalvík er sprungið. Valdimar Bragason, bæjarstjóri og framsóknarmaður, segir að ásteytingarefnið hafi verið deilur um framtíð Húsabakkaskóla í Svarfaðardal og skólamál almennt. "Okkar hugmyndir voru að setja þetta í frekari umræðu, án þess að taka ákvörðun um framhaldið. Mér finnst að það hefði mátt gerast, en öðrum fannst það ekki," segir Valdimar. Hann hafi því ekki átt von á að samstarfinu myndi ljúka vegna þessa. Hann sagði að framsóknarmenn væru ekki í viðræðum við þriðja aflið í bæjarstjórn, I-lista Sameiningar. "Það er líklegast að einhverjir aðrir myndi meirihluta." Svanhildur Árnadóttir, oddviti sjálfstæðismanna, segist ekki vera byrjuð að ræða við neinn. Hún bíði þó eftir viðbrögðum frá Óskari Gunnarssyni, oddvita Sameiningar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×