Fyrsta stjórnarskrá ESB 19. júní 2004 00:01 Leiðtogar Evrópusambandsríkja náðu í gærkvöld samkomulagi um fyrstu stjórnarskrá sambandsins. Ekki tókst að tilnefna næsta forseta framkvæmdastjórnarinnar, sem á að taka við af Romano Prodi, en nú síðdegis sagðist Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, reiðubúinn að taka starfið að sér, yrði til hans leitað. Eftir endalausar samningaviðræður og málamiðlanir, höfðu leiðtogar Evrópusambandsríkja ástæðu til að fagna í gærkvöld, þegar þeir náðu langþráðu samkomulagi um fyrstu stjórnarskrá sambandsins. Á meðal helstu breytinga er að tekinn er upp svokallaður tvöfaldur meirihluti í atkvæðagreiðslum, þannig að minnst fimmtán ríki þurfa að samþykkja ný lög, auk þess sem íbúafjöldi í ríkjunum 15 verður að vera 65% af hinum 450 milljónum sambandsins. Þá verður hægt að synja lögum ef fjögur ríki með 35% heildaríbúafjölda eru því samþykk. Þetta þýðir að stærstu ríkin geta auðveldlega tekið sig saman og synjað lögum, ef fjögur þeirra eru sammála. Jaques Chirac, forseti Frakklands, segir það þessu samkomulagi að þakka að Evrópa verði skilvirkari og bregðist betur við þörfum íbúanna. Auk þess verði álfan áhrifameiri í heiminum. Þótt stjórnarskráin sé nú samþykkt af þeirra hálfu, bíða næg verkefni leiðtoganna. Fyrst þarf að finna arftaka Romano Prodis, forseta framkvæmdastjórnarinnar, en því var frestað í gær og er málið í algerri pattstöðu. Síðan á eftir að koma í ljós hvort íbúar aðildarríkjanna samþykki hina nýju stjórnarskrá, sem borin verður undir þjóðaratkvæði í flestum aðildarríkjum. Tony Blair telur að Bretar hafi náð fram helstu markmiðum sínum og hvetur landa sína þegar í stað til að samþykkja stjórnarskrána. „Það er ekkert málefni í umræðunni þar sem Bretland hefur verið einangrað á móti öðrum Evrópulöndum. Það sem skiptir máli fyrir þessa ólíku sýn á Evrópu, þegar við eigum þessa bandamenn, er að halda áfram að leika hlutverk okkar,“ sagði Blair á blaðamannafundi í dag. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Leiðtogar Evrópusambandsríkja náðu í gærkvöld samkomulagi um fyrstu stjórnarskrá sambandsins. Ekki tókst að tilnefna næsta forseta framkvæmdastjórnarinnar, sem á að taka við af Romano Prodi, en nú síðdegis sagðist Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, reiðubúinn að taka starfið að sér, yrði til hans leitað. Eftir endalausar samningaviðræður og málamiðlanir, höfðu leiðtogar Evrópusambandsríkja ástæðu til að fagna í gærkvöld, þegar þeir náðu langþráðu samkomulagi um fyrstu stjórnarskrá sambandsins. Á meðal helstu breytinga er að tekinn er upp svokallaður tvöfaldur meirihluti í atkvæðagreiðslum, þannig að minnst fimmtán ríki þurfa að samþykkja ný lög, auk þess sem íbúafjöldi í ríkjunum 15 verður að vera 65% af hinum 450 milljónum sambandsins. Þá verður hægt að synja lögum ef fjögur ríki með 35% heildaríbúafjölda eru því samþykk. Þetta þýðir að stærstu ríkin geta auðveldlega tekið sig saman og synjað lögum, ef fjögur þeirra eru sammála. Jaques Chirac, forseti Frakklands, segir það þessu samkomulagi að þakka að Evrópa verði skilvirkari og bregðist betur við þörfum íbúanna. Auk þess verði álfan áhrifameiri í heiminum. Þótt stjórnarskráin sé nú samþykkt af þeirra hálfu, bíða næg verkefni leiðtoganna. Fyrst þarf að finna arftaka Romano Prodis, forseta framkvæmdastjórnarinnar, en því var frestað í gær og er málið í algerri pattstöðu. Síðan á eftir að koma í ljós hvort íbúar aðildarríkjanna samþykki hina nýju stjórnarskrá, sem borin verður undir þjóðaratkvæði í flestum aðildarríkjum. Tony Blair telur að Bretar hafi náð fram helstu markmiðum sínum og hvetur landa sína þegar í stað til að samþykkja stjórnarskrána. „Það er ekkert málefni í umræðunni þar sem Bretland hefur verið einangrað á móti öðrum Evrópulöndum. Það sem skiptir máli fyrir þessa ólíku sýn á Evrópu, þegar við eigum þessa bandamenn, er að halda áfram að leika hlutverk okkar,“ sagði Blair á blaðamannafundi í dag.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent