Innlent

Kuldamet slegin víða

Kuldamet voru slegin víða á Norðausturlandi í nótt. Mestur var kuldinn við Mývatn þar sem frostið mældist 30 gráður klukkan sex í morgun. Frostið fór niður í 27 gráður í Möðrudal á Fjöllum og 24 gráður á Grímsstöðum. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu hefur slíkur kuldi ekki áður mælst í nóvembermánuði á þessum slóðum. Íbúar við Mývatn kvarta ekki í kuldanum; segja frostþoku liggja yfir og náttúruna skarta sínu fegursta. Kuldametið sem sett var í janúar frostaveturinn mikla árið 1918 er þó enn óslegið. Þá fór frostið niður í 38 stig í Möðrudal og á Grímsstöðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×