Leitað logandi ljósi að leiðtoga 20. júní 2004 00:01 Leiðtogar Evrópusambandsríkja leita nú logandi ljósi að frambjóðanda, sem gæti tekið við af Romano Prodi í forsæti framkvæmdastjórnar ESB. Tveir Norðurlandabúar eru taldir koma til greina í embættið. Á sama tíma og leiðtogar Evrópusambandsríkja fögnuðu samkomulagi um fyrstu stjórnarskrá sambandsins, kraumaði undir niðri ósætti um hið mikilvæga mál hver leysi Romano Prodi af sem forseti framkvæmdastjórnarinnar til næstu fimm ára. Staðan er gífurlega mikilvæg og er ljóst að framundan eru mikil hrossakaup um hver hreppi hnossið. Á leiðtogafundinum í Brussel voru reyndar tveir frambjóðendur um hituna en þeir gáfust báðir upp vegna andstöðu ýmissa ríkja. Bretar buðu fram Chris Patten, utanríkisstjóra ESB, en Frakkar töldu skilyrði að fyrir valinu yrði einhver frá „hinum rótgrónari“ ESB ríkjum sem væri auk þess aðili að evrunni og Schengen. Þetta mæltist illa fyrir hjá hinum tíu ríkjum sem standa þar fyrir utan, en Patten ákvað samt að draga sig í hlé. Frakkar og Þjóðverjar studdu sameiginlega Guy Verhofstadt, forsætisráðherra Belgíu, en sú var tíðin að Frakkar og Þjóðverjar - hin svokallaða fransk-þýska evrópueimreið - réðu máli sem þessu. Tony Blair segir að þetta sé liðin tíð og þjóðirnar verði að venjast því að þarna sé 25 þjóða ríkjasamband, en ekki aðeins sex, og enn síður aðeins tveggja ríkja samband. Þar með var Verhofstadt líka úr leik. Og þá hefst leitin að nýju. Í gær sagði Javier Solana, yfirmaður utanríkismála ESB, að hann myndi varla hafna því, ef til hans yrði leitað. Franska blaðið Le Monde telur þrjá menn helst koma til greina: Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar og Jean-Luc Dehaene, fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu, sem eru vafalaust af Bretum taldir of hallir undir Evrópusamrunann. Sá þriðji er Portúgalinn Antonio Vitorino, dómsmálastjóri ESB. Hann er hinsvegar sósíalisti sem standa höllum fæti í sambandinu um þessar mundir. Þá er horft norður og koma þar tveir til greina: Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, en hans vandi er að Danir eru ekki aðilar að evrunni, og svo Paavo Lipponen, fyrrverandi forsætisráðherra Finna, sem reyndar er enn einn jafnaðarmaðurinn. Hvað sem verður er ljóst að símalínur glóa á milli leiðtoga Evrópusambandsríkjanna næstu daga, enda kominn tími til að finna hinn rétta og skála að nýju í Brussel. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Sjá meira
Leiðtogar Evrópusambandsríkja leita nú logandi ljósi að frambjóðanda, sem gæti tekið við af Romano Prodi í forsæti framkvæmdastjórnar ESB. Tveir Norðurlandabúar eru taldir koma til greina í embættið. Á sama tíma og leiðtogar Evrópusambandsríkja fögnuðu samkomulagi um fyrstu stjórnarskrá sambandsins, kraumaði undir niðri ósætti um hið mikilvæga mál hver leysi Romano Prodi af sem forseti framkvæmdastjórnarinnar til næstu fimm ára. Staðan er gífurlega mikilvæg og er ljóst að framundan eru mikil hrossakaup um hver hreppi hnossið. Á leiðtogafundinum í Brussel voru reyndar tveir frambjóðendur um hituna en þeir gáfust báðir upp vegna andstöðu ýmissa ríkja. Bretar buðu fram Chris Patten, utanríkisstjóra ESB, en Frakkar töldu skilyrði að fyrir valinu yrði einhver frá „hinum rótgrónari“ ESB ríkjum sem væri auk þess aðili að evrunni og Schengen. Þetta mæltist illa fyrir hjá hinum tíu ríkjum sem standa þar fyrir utan, en Patten ákvað samt að draga sig í hlé. Frakkar og Þjóðverjar studdu sameiginlega Guy Verhofstadt, forsætisráðherra Belgíu, en sú var tíðin að Frakkar og Þjóðverjar - hin svokallaða fransk-þýska evrópueimreið - réðu máli sem þessu. Tony Blair segir að þetta sé liðin tíð og þjóðirnar verði að venjast því að þarna sé 25 þjóða ríkjasamband, en ekki aðeins sex, og enn síður aðeins tveggja ríkja samband. Þar með var Verhofstadt líka úr leik. Og þá hefst leitin að nýju. Í gær sagði Javier Solana, yfirmaður utanríkismála ESB, að hann myndi varla hafna því, ef til hans yrði leitað. Franska blaðið Le Monde telur þrjá menn helst koma til greina: Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar og Jean-Luc Dehaene, fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu, sem eru vafalaust af Bretum taldir of hallir undir Evrópusamrunann. Sá þriðji er Portúgalinn Antonio Vitorino, dómsmálastjóri ESB. Hann er hinsvegar sósíalisti sem standa höllum fæti í sambandinu um þessar mundir. Þá er horft norður og koma þar tveir til greina: Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, en hans vandi er að Danir eru ekki aðilar að evrunni, og svo Paavo Lipponen, fyrrverandi forsætisráðherra Finna, sem reyndar er enn einn jafnaðarmaðurinn. Hvað sem verður er ljóst að símalínur glóa á milli leiðtoga Evrópusambandsríkjanna næstu daga, enda kominn tími til að finna hinn rétta og skála að nýju í Brussel.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Sjá meira