Innlent

Þurfa að viðhalda kosningarétti

Íslendingar búsettir erlendis halda kosningarétti sínum í átta ár, en eftir það þarf að viðhalda honum með því að skrá sig sérstaklega á kjörskrá og gildir skráningin í fjögur ár. Miðað er við að fólk skrái á kjörskrá í desember. Þeir Íslendingar sem búið hafa erlendis í meira en átta ár og hafa ekki skráð sig sérstaklega á kjörskrá eru því ekki atkvæðabærir í forsetakosningunum á næstu helgi. Heimildir Fréttablaðsins herma að eitthvað hafi borið á því að fólk hafi ekki skráð sig í desember síðastliðnum því það hafi ekki búist við kosningum. Samkvæmt upplýsingum sem fengust frá dómsmálaráðuneytinu eru reglur um þessi mál mun rýmri en víðast hvar í nágrannalöndunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×