Bitist um Valsheimilið 15. september 2004 00:01 KB banki hefur samið við Knattspyrnufélagið Val um að gæta barna starfsmanna í kennaraverkfalli. Börnin verða á námskeiði í Valsheimilinu sem kennarar höfðu áður samið við félagið um að yrði verkfallsmiðstöð. Þeir eru nágrannar þessa dagana í Borgartúninu, Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins sem situr á löngum fundum í Karphúsinu, og Svali Björgvinsson, starfsmannastjóri KB banka. Þeir slógust um hylli knattspyrnufélagsins Vals til afnota af húsnæði þess í hugsanlegu kennaraverkfalli. Eiríkur segir að framkvæmdastjóri Vals hafi verið búinn að handsala samning við kennara sem ætluðu að leigja Valshemilið. Formaður félagsins hafi hinsvegar rift því samkomulagi á síðustu stundu. Eiríkur segir að ef hann væri Valsmaður myndi hann spyrja sjálfan sig hvort hann vildi vera í félagi þar sem menn í forsvari væru þess eðlis að ekki sé hægt að treysta orðum þeirra. Íslandsbanki og Sjóvá-Almennar hafa nú sagt að starfsemi heilsuskóla í kennaraverkfalli verði eingöngu á vegum foreldrafélags fyrirtækjanna og hafa róað með því Kennarasambandið. Svali Björgvinsson, starfsmannastjóri KB banka dregur hins vegar enga fjöður yfir það að bankinn ætli að standa fyrir barnagæslu í Valsheimilinu. Hann hefði samt frekar viljað að börnin væru að læra lestur og skrift í skólanum. Svala þykir það miður að orkan í deilunni sé farin að snúast um það hvað fyrirtæki geri við börn starfsmanna á meðan hugsanlegu verkfalli stendur. Honum þykir þetta ekki það stórt mál að það verðskuldi reiði kennara. Eiríkur Jónsson segir að þótt slík starfsemi sé kannski ekki verkfallsbrot samkvæmt lögum þá sé hún siðlaus og íhlutun í deiluna. Hann spyr sig hvort stjórnendur fyrirtækja sem geri svona séu að gæta hagsmuna barnanna eða standa vörð um láglaunastefnu. Hann skorar á bankann að taka upp barnagæslu í öllum skólafríum. „Við ætlum að reyna að fá frið til að snúa okkur að samningaborðinu og vonumst eftir því að fyrirtæki sjái að sér og séu ekki að ögra með þessum hætti,“ segir Eiríkur. Myndin er af Eiríki Jónssyni. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
KB banki hefur samið við Knattspyrnufélagið Val um að gæta barna starfsmanna í kennaraverkfalli. Börnin verða á námskeiði í Valsheimilinu sem kennarar höfðu áður samið við félagið um að yrði verkfallsmiðstöð. Þeir eru nágrannar þessa dagana í Borgartúninu, Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins sem situr á löngum fundum í Karphúsinu, og Svali Björgvinsson, starfsmannastjóri KB banka. Þeir slógust um hylli knattspyrnufélagsins Vals til afnota af húsnæði þess í hugsanlegu kennaraverkfalli. Eiríkur segir að framkvæmdastjóri Vals hafi verið búinn að handsala samning við kennara sem ætluðu að leigja Valshemilið. Formaður félagsins hafi hinsvegar rift því samkomulagi á síðustu stundu. Eiríkur segir að ef hann væri Valsmaður myndi hann spyrja sjálfan sig hvort hann vildi vera í félagi þar sem menn í forsvari væru þess eðlis að ekki sé hægt að treysta orðum þeirra. Íslandsbanki og Sjóvá-Almennar hafa nú sagt að starfsemi heilsuskóla í kennaraverkfalli verði eingöngu á vegum foreldrafélags fyrirtækjanna og hafa róað með því Kennarasambandið. Svali Björgvinsson, starfsmannastjóri KB banka dregur hins vegar enga fjöður yfir það að bankinn ætli að standa fyrir barnagæslu í Valsheimilinu. Hann hefði samt frekar viljað að börnin væru að læra lestur og skrift í skólanum. Svala þykir það miður að orkan í deilunni sé farin að snúast um það hvað fyrirtæki geri við börn starfsmanna á meðan hugsanlegu verkfalli stendur. Honum þykir þetta ekki það stórt mál að það verðskuldi reiði kennara. Eiríkur Jónsson segir að þótt slík starfsemi sé kannski ekki verkfallsbrot samkvæmt lögum þá sé hún siðlaus og íhlutun í deiluna. Hann spyr sig hvort stjórnendur fyrirtækja sem geri svona séu að gæta hagsmuna barnanna eða standa vörð um láglaunastefnu. Hann skorar á bankann að taka upp barnagæslu í öllum skólafríum. „Við ætlum að reyna að fá frið til að snúa okkur að samningaborðinu og vonumst eftir því að fyrirtæki sjái að sér og séu ekki að ögra með þessum hætti,“ segir Eiríkur. Myndin er af Eiríki Jónssyni.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira