Léttlestarkerfi ekki raunhæft 17. desember 2004 00:01 Léttlestarkerfi er ekki raunhæfur kostur á höfuðborgarsvæðinu við óbreyttar aðstæður, segir Árni Þór Sigurðsson, formaður samgöngunefndar Reykjavíkurborgar. Sjálfstæðismenn telja eðlilegra að efla stórlega vannýtt strætisvagnakerfi þar sem sætanýtingin sé aðeins um 10 prósent. VSÓ-ráðgjöf vann skýrslu fyrir Reykjavíkurborg um kosti og galla þess að koma á léttlestarkerfi á höfuðborgarsvæðinu og var hún kynnt fyrir samgöngunefnd borgarinnar fyrr í vikunni. Meginniðurstaðan var sú að stofnkostnaður við slíkt almenningssamgangnakerfi yrði um 25 milljarðar króna og að árlegur kostnaður léttlestanna yrði sex og hálfur milljarður króna. Til samanburðar nemur kostnaður við nýtt leiðakerfi Strætós um 2,7 milljörðum króna en árlegur kostnaður núverandi strætisvagnakerfis er metinn á rösklega tvo milljarða. Kjartan Magnússon, fulltrúi minnihluta Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að skýrsla sýni að hugmyndir Reykjavíkurlistans um léttlestirnar séu fullkomlega óraunhæfar og óábyrgar. Árni Þór Sigurðsson, formaður samgöngunefndar borgarinnar, bendir á að samgöngunefnd hafi verið einhuga í því að láta athuga möguleikann á léttlestarkerfinu og því séu viðbrögð minnihlutans við niðurstöðum ráðgjafaskýrslunnar kyndug. Hins vegar er kostnaðurinn meiri en gert var ráð fyrir í uppphafi og leiðin því varla fær við óbreyttar aðstæður að sögn Árna. Sjálfstæðismenn hafa bent á að nær væri að styrkja strætisvagnakerfið í borginni, sem sé sé stórlega vannýtt, þar sem sætanýting sé aðeins í kringum 10 prósent. Kjartan Magnússon segir að fyrir vextina af fjárfestingu vegna sporvagnakerfis væri unnt að standa straum af tvöföldun fjölda strætisvagna í borginni. Formaður samgöngunefndar segir að ekki verði hjá því komist að styrkja almenningssamgöngur. Þær séu 4-5% allra ferða á höfuðborgarsvæðinu og mikilvægt sé að auka hlutdeild þeirra, fyrst og fremst vegna þess að ekki er rými til að taka við auknum umferðarþunga einkabíla. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Léttlestarkerfi er ekki raunhæfur kostur á höfuðborgarsvæðinu við óbreyttar aðstæður, segir Árni Þór Sigurðsson, formaður samgöngunefndar Reykjavíkurborgar. Sjálfstæðismenn telja eðlilegra að efla stórlega vannýtt strætisvagnakerfi þar sem sætanýtingin sé aðeins um 10 prósent. VSÓ-ráðgjöf vann skýrslu fyrir Reykjavíkurborg um kosti og galla þess að koma á léttlestarkerfi á höfuðborgarsvæðinu og var hún kynnt fyrir samgöngunefnd borgarinnar fyrr í vikunni. Meginniðurstaðan var sú að stofnkostnaður við slíkt almenningssamgangnakerfi yrði um 25 milljarðar króna og að árlegur kostnaður léttlestanna yrði sex og hálfur milljarður króna. Til samanburðar nemur kostnaður við nýtt leiðakerfi Strætós um 2,7 milljörðum króna en árlegur kostnaður núverandi strætisvagnakerfis er metinn á rösklega tvo milljarða. Kjartan Magnússon, fulltrúi minnihluta Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að skýrsla sýni að hugmyndir Reykjavíkurlistans um léttlestirnar séu fullkomlega óraunhæfar og óábyrgar. Árni Þór Sigurðsson, formaður samgöngunefndar borgarinnar, bendir á að samgöngunefnd hafi verið einhuga í því að láta athuga möguleikann á léttlestarkerfinu og því séu viðbrögð minnihlutans við niðurstöðum ráðgjafaskýrslunnar kyndug. Hins vegar er kostnaðurinn meiri en gert var ráð fyrir í uppphafi og leiðin því varla fær við óbreyttar aðstæður að sögn Árna. Sjálfstæðismenn hafa bent á að nær væri að styrkja strætisvagnakerfið í borginni, sem sé sé stórlega vannýtt, þar sem sætanýting sé aðeins í kringum 10 prósent. Kjartan Magnússon segir að fyrir vextina af fjárfestingu vegna sporvagnakerfis væri unnt að standa straum af tvöföldun fjölda strætisvagna í borginni. Formaður samgöngunefndar segir að ekki verði hjá því komist að styrkja almenningssamgöngur. Þær séu 4-5% allra ferða á höfuðborgarsvæðinu og mikilvægt sé að auka hlutdeild þeirra, fyrst og fremst vegna þess að ekki er rými til að taka við auknum umferðarþunga einkabíla.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent