Bragi kjörinn í barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. júní 2018 16:19 Bragi Guðbrandsson. vísir/vilhelm Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, var í dag kjörinn í nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins til næstu fjögurra ára. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins en atkvæðagreiðslan fór fram á fundi aðildarríkja Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem haldinn var í New York í dag. Bragi fékk 155 atkvæði af 195. Átján frambjóðendur sóttust eftir níu sætum í nefndinni. Bragi, ásamt fulltrúa Samóa, fékk næstflest atkvæði allra en fulltrúi Marokkó hlaut 160 atkvæði. Bragi hefur verið í leyfi frá starfi sínu sem forstjóri Barnaverndarstofu frá því í febrúar en þar sem hann hefur nú náð kjöri í barnaréttarnefndina mun hann láta af starfi forstjóra. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, fagnar úrslitum atkvæðagreiðslunnar. „Ég er ánægður með þessa niðurstöðu. Ísland hefur nú fengið rödd á þessum mikilvæga vettvangi þar sem talað er fyrir réttindum barna og bættri stöðu þeirra á grundvelli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Áratuga reynsla og þekking Braga Guðbrandssonar á málefnum barna og þátttaka hans í alþjóðlegu samstarfi á þessu sviði mun án efa nýtast vel í störfum barnaréttarnefndarinnar,“ er haft eftir Ásmundi á vef Stjórnarráðsins.Kvartað til ráðuneytisins vegna starfa Braga Nokkur styr stóð um framboð Braga í nefndina eftir að Stundin fjallaði um að Bragi hefði sem forstjóri Barnaverndarstofu hlutast til í máli sem var til meðferðar hjá barnaverndarnefnd á höfuðborgarsvæðinu. Í umfjölluninni kom fram að Ásmundur Einar hefði haft ítarlegar upplýsingar um afskipti Braga og þrýsting sem hann var sakaður um að hafa beitt barnaverndarstarfsmann. Þá var ráðherra sagður ekki hafa tekið tillit til þessa þegar Bragi var tilnefndur sem fulltrúi Íslands í barnaréttarnefndina af ríkisstjórninni. Þá bárust velferðarráðuneytinu kvartanir frá barnaverndarnefndum í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi vegna Barnaverndarstofu og sérstaklega vegna starfa Braga. Eitt þeirra mála sem kvartað yfir var málið sem fjallað var um í Stundinni. Fór velferðarráðuneytið í athugun á þessum kvörtunum og var niðurstaða ráðuneytisins sú að Bragi hefði ekki gerst brotlegur í starfi heldur farið út fyrir starfssvið sitt. Í byrjun maí var síðan greint frá því að Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari, myndi stýra óháðri úttekt á málsmeðferð og efnislegri athugun velferðarráðuneytisins á kvörtunum barnaverndarnefndanna í garð Barnaverndarstofu og Braga. Var það niðurstaða úttektarinnar að velferðarráðuneytið hefði brotið á Braga við athugun sína þar sem málsmeðferðin hefði ekki samræmst grundvallarreglum stjórnsýsluréttar. Tengdar fréttir „Ekkert tilefni til að vantreysta mér“ Bragi Guðbrandsson segist eiga fullt erindi til starfa sem fulltrúi Íslands hjá Barnaréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Hann njóti mikils trausts á erlendum vettvangi. 2. maí 2018 12:28 Ber traust til Braga þrátt fyrir að hann hafi farið út fyrir valdsvið sitt Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra, segist bera fullt traust til Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. 30. apríl 2018 22:53 Velferðarráðuneytið brást ekki nógu vel við Niðurstaða óháðrar úttektar kynnt. 8. júní 2018 10:57 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Sjá meira
Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, var í dag kjörinn í nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins til næstu fjögurra ára. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins en atkvæðagreiðslan fór fram á fundi aðildarríkja Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem haldinn var í New York í dag. Bragi fékk 155 atkvæði af 195. Átján frambjóðendur sóttust eftir níu sætum í nefndinni. Bragi, ásamt fulltrúa Samóa, fékk næstflest atkvæði allra en fulltrúi Marokkó hlaut 160 atkvæði. Bragi hefur verið í leyfi frá starfi sínu sem forstjóri Barnaverndarstofu frá því í febrúar en þar sem hann hefur nú náð kjöri í barnaréttarnefndina mun hann láta af starfi forstjóra. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, fagnar úrslitum atkvæðagreiðslunnar. „Ég er ánægður með þessa niðurstöðu. Ísland hefur nú fengið rödd á þessum mikilvæga vettvangi þar sem talað er fyrir réttindum barna og bættri stöðu þeirra á grundvelli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Áratuga reynsla og þekking Braga Guðbrandssonar á málefnum barna og þátttaka hans í alþjóðlegu samstarfi á þessu sviði mun án efa nýtast vel í störfum barnaréttarnefndarinnar,“ er haft eftir Ásmundi á vef Stjórnarráðsins.Kvartað til ráðuneytisins vegna starfa Braga Nokkur styr stóð um framboð Braga í nefndina eftir að Stundin fjallaði um að Bragi hefði sem forstjóri Barnaverndarstofu hlutast til í máli sem var til meðferðar hjá barnaverndarnefnd á höfuðborgarsvæðinu. Í umfjölluninni kom fram að Ásmundur Einar hefði haft ítarlegar upplýsingar um afskipti Braga og þrýsting sem hann var sakaður um að hafa beitt barnaverndarstarfsmann. Þá var ráðherra sagður ekki hafa tekið tillit til þessa þegar Bragi var tilnefndur sem fulltrúi Íslands í barnaréttarnefndina af ríkisstjórninni. Þá bárust velferðarráðuneytinu kvartanir frá barnaverndarnefndum í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi vegna Barnaverndarstofu og sérstaklega vegna starfa Braga. Eitt þeirra mála sem kvartað yfir var málið sem fjallað var um í Stundinni. Fór velferðarráðuneytið í athugun á þessum kvörtunum og var niðurstaða ráðuneytisins sú að Bragi hefði ekki gerst brotlegur í starfi heldur farið út fyrir starfssvið sitt. Í byrjun maí var síðan greint frá því að Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari, myndi stýra óháðri úttekt á málsmeðferð og efnislegri athugun velferðarráðuneytisins á kvörtunum barnaverndarnefndanna í garð Barnaverndarstofu og Braga. Var það niðurstaða úttektarinnar að velferðarráðuneytið hefði brotið á Braga við athugun sína þar sem málsmeðferðin hefði ekki samræmst grundvallarreglum stjórnsýsluréttar.
Tengdar fréttir „Ekkert tilefni til að vantreysta mér“ Bragi Guðbrandsson segist eiga fullt erindi til starfa sem fulltrúi Íslands hjá Barnaréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Hann njóti mikils trausts á erlendum vettvangi. 2. maí 2018 12:28 Ber traust til Braga þrátt fyrir að hann hafi farið út fyrir valdsvið sitt Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra, segist bera fullt traust til Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. 30. apríl 2018 22:53 Velferðarráðuneytið brást ekki nógu vel við Niðurstaða óháðrar úttektar kynnt. 8. júní 2018 10:57 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Sjá meira
„Ekkert tilefni til að vantreysta mér“ Bragi Guðbrandsson segist eiga fullt erindi til starfa sem fulltrúi Íslands hjá Barnaréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Hann njóti mikils trausts á erlendum vettvangi. 2. maí 2018 12:28
Ber traust til Braga þrátt fyrir að hann hafi farið út fyrir valdsvið sitt Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra, segist bera fullt traust til Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. 30. apríl 2018 22:53