Velferðarráðuneytið brást ekki nógu vel við Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 8. júní 2018 10:57 Bragi Guðbrandsson Vísir/Vilhelm Velferðarráðuneytið gerði ekki fullnægjandi ráðstafanir með vísan til til yfirstjórnunar- og eftirlitsheimilda sinna til að upplýsa það hvor og þá hvaða grundvöllur væri fyrir þeim ávirðingum sem bornar voru á Barnaverndarstofu og starfsmenn hennar og þá einkum forstjóra hennar. Þetta er niðurstaða óháðrar úttektar á málsmeðferð og efnislegri athugun velferðarráðuneytisins í kjölfar kvartana barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu vegna Barnaverndarstofu og forstjóra hennar. Í úttektinni kemur fram að þær ávirðingar sem settar voru fram og beindust að störfum forstjórans hafi verið þess eðlis að ráðuneytinu bar að afla frekari upplýsinga um þær til þess að það gæti tekið afstöðu til þess hvort tilefni væri að hefja frekari athugun á störfum forstjórans hjá Barnaverndarstofu og þá eftir atvikum hvort leggja ætti málið í formlegan farveg samkvæmt lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, eða taka ákvörðun um að aðhafast ekki frekar. Í úttektinni er tekið fram að það sé talið hæpið að ráðuneytið hafi í ljósi þeirra takmörkuðu gagna sem það hafði aflað við meðferð málsins verið í aðstöðu til að fullyrða að forstjórinn hafi farið „út fyrir verksvið sitt“ með því að beina málinu ekki til embættis sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu þegar ljóst varð að um ágreining vegna umgengni væri að ræða. Niðurstaðan var kynnt á blaðamannafundi klukkan 11 í Þjóðminjasafninu en úttektina má lesa hér. Upphaf málsins má rekja til umfjöllunar Stundarinnar um að Bragi Guðbrandsson hafi sem forstjóri Barnaverndarstofu hlutast til í máli sem var til meðferðar hjá barnaverndarnefnd á höfuðborgarsvæðinu. Í umfjölluninni kemur fram að ráðherra hafi haft ítarlegar upplýsingar um afskipti Braga og þrýsting sem hann er sakaður um að hafa beitt barnaverndarstarfsmann. Þá er ráðherra sagður ekki hafa tekið tillit til þess þegar Bragi var útnefndur fulltrúi Íslands hjá Barnaréttarnefnd sameinuðu þjóðanna.Kjartan Bjarni Björgvinsson á blaðamannafundi þar sem skýrslan um einkavæðingu Búnaðarbankans var kynnt á sínum tíma.VÍSIR/VILHELMKjartan Bjarni Björgvinsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, stýrði úttektinni ásamt Kristínu Benediktsdóttur, dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Úttektin var gerð að tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hafði óskað eftir því að farið yrði í úttektina. Kjartan Bjarni hefur reynslu af óháðum úttektum. Þeir Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, skipuðu Rannsóknarnefnd á vegum Alþingis sem falið var að skoða einkavæðingu Búnaðarbankans á sínum tíma.Fréttin hefur verið uppfærð. Tengdar fréttir Kjartan Bjarni stýrir óháðri úttekt á barnaverndarmálum Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann myndi fagna manna mest óháðri úttekt á störfum hans, sem nú er ljóst að verður niðurstaðan. 2. maí 2018 13:26 Segir umræðu um að hann hafi brugðist þolendum kynferðisbrota óraunverulega Bragi Guðbrandsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla leita eftir fundi með umboðsmanni Alþingis og að mál hans verði tekin til meðferðar. 29. apríl 2018 18:08 Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54 Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Velferðarráðuneytið gerði ekki fullnægjandi ráðstafanir með vísan til til yfirstjórnunar- og eftirlitsheimilda sinna til að upplýsa það hvor og þá hvaða grundvöllur væri fyrir þeim ávirðingum sem bornar voru á Barnaverndarstofu og starfsmenn hennar og þá einkum forstjóra hennar. Þetta er niðurstaða óháðrar úttektar á málsmeðferð og efnislegri athugun velferðarráðuneytisins í kjölfar kvartana barnaverndarnefnda á höfuðborgarsvæðinu vegna Barnaverndarstofu og forstjóra hennar. Í úttektinni kemur fram að þær ávirðingar sem settar voru fram og beindust að störfum forstjórans hafi verið þess eðlis að ráðuneytinu bar að afla frekari upplýsinga um þær til þess að það gæti tekið afstöðu til þess hvort tilefni væri að hefja frekari athugun á störfum forstjórans hjá Barnaverndarstofu og þá eftir atvikum hvort leggja ætti málið í formlegan farveg samkvæmt lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, eða taka ákvörðun um að aðhafast ekki frekar. Í úttektinni er tekið fram að það sé talið hæpið að ráðuneytið hafi í ljósi þeirra takmörkuðu gagna sem það hafði aflað við meðferð málsins verið í aðstöðu til að fullyrða að forstjórinn hafi farið „út fyrir verksvið sitt“ með því að beina málinu ekki til embættis sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu þegar ljóst varð að um ágreining vegna umgengni væri að ræða. Niðurstaðan var kynnt á blaðamannafundi klukkan 11 í Þjóðminjasafninu en úttektina má lesa hér. Upphaf málsins má rekja til umfjöllunar Stundarinnar um að Bragi Guðbrandsson hafi sem forstjóri Barnaverndarstofu hlutast til í máli sem var til meðferðar hjá barnaverndarnefnd á höfuðborgarsvæðinu. Í umfjölluninni kemur fram að ráðherra hafi haft ítarlegar upplýsingar um afskipti Braga og þrýsting sem hann er sakaður um að hafa beitt barnaverndarstarfsmann. Þá er ráðherra sagður ekki hafa tekið tillit til þess þegar Bragi var útnefndur fulltrúi Íslands hjá Barnaréttarnefnd sameinuðu þjóðanna.Kjartan Bjarni Björgvinsson á blaðamannafundi þar sem skýrslan um einkavæðingu Búnaðarbankans var kynnt á sínum tíma.VÍSIR/VILHELMKjartan Bjarni Björgvinsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, stýrði úttektinni ásamt Kristínu Benediktsdóttur, dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Úttektin var gerð að tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hafði óskað eftir því að farið yrði í úttektina. Kjartan Bjarni hefur reynslu af óháðum úttektum. Þeir Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, skipuðu Rannsóknarnefnd á vegum Alþingis sem falið var að skoða einkavæðingu Búnaðarbankans á sínum tíma.Fréttin hefur verið uppfærð.
Tengdar fréttir Kjartan Bjarni stýrir óháðri úttekt á barnaverndarmálum Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann myndi fagna manna mest óháðri úttekt á störfum hans, sem nú er ljóst að verður niðurstaðan. 2. maí 2018 13:26 Segir umræðu um að hann hafi brugðist þolendum kynferðisbrota óraunverulega Bragi Guðbrandsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla leita eftir fundi með umboðsmanni Alþingis og að mál hans verði tekin til meðferðar. 29. apríl 2018 18:08 Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54 Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Kjartan Bjarni stýrir óháðri úttekt á barnaverndarmálum Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hann myndi fagna manna mest óháðri úttekt á störfum hans, sem nú er ljóst að verður niðurstaðan. 2. maí 2018 13:26
Segir umræðu um að hann hafi brugðist þolendum kynferðisbrota óraunverulega Bragi Guðbrandsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla leita eftir fundi með umboðsmanni Alþingis og að mál hans verði tekin til meðferðar. 29. apríl 2018 18:08
Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54
Segir Braga ekki hafa gengið sinna erinda „Af faglegum ástæðum hef ég haft samskipti við hann á árum áður, þegar ég starfaði við barnavernd, en það eru sennilega yfir þrjátíu ár síðan ég hafði slík samskipti við hann.“ 28. apríl 2018 17:52