Ber traust til Braga þrátt fyrir að hann hafi farið út fyrir valdsvið sitt Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. apríl 2018 22:53 Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra, segist bera fullt traust til Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra, segist bera fullt traust til Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. Það hafi verið niðurstaða rannsóknar ráðuneytisins að hann hafi ekki gerst brotlegur í starfi en að Bragi hafi farið út fyrir valdsvið sitt.Ásmundur var gestur í Kastljósinu í kvöld. Þar var hann spurður hvort hann, persónulega, beri traust til Braga og hvort hann sé traustsins verðugur sem frambjóðandi fyrir hönd Íslands og Norðurlandanna til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Í svari Ásmundar fjallaði hann í löngu máli um áralanga reynslu Braga af málaflokknum: „Staðreyndin er sú að Bragi hefur áralanga reynslu í þessum málaflokki. Hann hefur verið forstjóri Barnaverndarstofu í yfir tuttugu ár, hann hefur starfað mikið í alþjóðastarfi, meðal annars á vegum Evrópuráðsþingsins, verið þar formaður meðal annars Lanzarote-nefndarinnar sem hefur eftirlit og er ráðgefandi til aðildarríkja þegar kemur að kynferðisbrotamálum. Hann hefur komið að opnun barnahúsa í yfir sextíu borgum í Evrópu. Ég held að heilt yfir sé Bragi mjög öflugur kandídat til að fara í þetta embætti.“Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, kemur fyrir velferðarnefnd Alþingis á miðvikudag. Hann óskaði sjálfur eftir því að fá að koma fyrir nefndina.Bragi GuðbrandssonTilmælin í takt við minnisblaðið Í minnisblaði frá 6. febrúar var ráðherra hvattur til að til að senda forstjóra Barnaverndarstofu tilmæli um að fara ekki aftur út fyrir starfssvið sitt. Aðspurður segir Ásmundur að tilmæli hans til Braga, að rannsókn lokinni, hefðu efnislega verið í takt við minnisblaðið. „Það er auðvitað þannig að ráðherra staðfestir tilmæli sem eru send út. Minnisblöðin sem þarna voru og lágu að baki í báðum þessum málum voru þess eðlis að þau eru tillögur til ráðherra, eins og minnisblöð gjarnar eru, og í framhaldinu eru send út bréf eða tilmæli eða þvíumlíkt.“Segir að það séu tvær hliðar á málinu Ásmundur vildi ekki ræða einstaka efnisþætti málsins en sagði að sér fyndist gríðarlega mikilvægt að gera sér grein fyrir því að; „Það er ekkert svart eða hvítt í þessu, það er það sem ég tel að sé mjög mikilvægt. Það er mjög auðvelt að sitja hvort sem er í stuttum spjallþáttum eins og þessum eða að setja fram á prenti mjög einhliða mál í þessum barnaverndarmálum almennt, þetta er eitt dæmi um það. Þess vegna er svo mikilvægt að menn kynni sér málið út frá öllum hliðum og öllum upplýsingum sem þar liggja að baki og niðurstöðum ráðuneytisins sem þarna búa að baki. Hann hafi ekki gerst brotlegur í störfum, ég vil allavega trúa því að þær séu réttar.“ Ríkisstjórn Íslands útnefndi Braga sem fulltrúa Íslands til setu í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Í yfirlýsingu sem Bragi sendi til fjölmiðla óskaði hann eftir því að Umboðsmaður Alþingis færi yfir embættisfærslur sem kvartað hafi verið yfir. Bragi segist ætla að axla ábyrgð ef niðurstaða málsins verður í samræmi við það. Ráðherra hefur óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði óháð úttekt á störfum Braga guðbrandssonar. Tengdar fréttir Ásmundur Einar segist ekki hafa leynt gögnum í málinu Ásmundur Einar Daðason jafnréttis- og félagsmálaráðherra stendur við svar sitt að að hvorki Bragi né Barnaverndarstofa hafi gerst brotleg í starfi. 27. apríl 2018 21:35 „Afsakið ráðherra, þetta er bara einföld spurning“ Félagsmálaráðherra hefur óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði óháð úttekt á störfum Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. 30. apríl 2018 20:02 Segir umræðu um að hann hafi brugðist þolendum kynferðisbrota óraunverulega Bragi Guðbrandsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla leita eftir fundi með umboðsmanni Alþingis og að mál hans verði tekin til meðferðar. 29. apríl 2018 18:08 Vill óháða rannsókn á málsmeðferð Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, telur að það sé réttast að kalla eftir óháðri rannsókn á málinu. 29. apríl 2018 14:17 Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra, segist bera fullt traust til Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. Það hafi verið niðurstaða rannsóknar ráðuneytisins að hann hafi ekki gerst brotlegur í starfi en að Bragi hafi farið út fyrir valdsvið sitt.Ásmundur var gestur í Kastljósinu í kvöld. Þar var hann spurður hvort hann, persónulega, beri traust til Braga og hvort hann sé traustsins verðugur sem frambjóðandi fyrir hönd Íslands og Norðurlandanna til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Í svari Ásmundar fjallaði hann í löngu máli um áralanga reynslu Braga af málaflokknum: „Staðreyndin er sú að Bragi hefur áralanga reynslu í þessum málaflokki. Hann hefur verið forstjóri Barnaverndarstofu í yfir tuttugu ár, hann hefur starfað mikið í alþjóðastarfi, meðal annars á vegum Evrópuráðsþingsins, verið þar formaður meðal annars Lanzarote-nefndarinnar sem hefur eftirlit og er ráðgefandi til aðildarríkja þegar kemur að kynferðisbrotamálum. Hann hefur komið að opnun barnahúsa í yfir sextíu borgum í Evrópu. Ég held að heilt yfir sé Bragi mjög öflugur kandídat til að fara í þetta embætti.“Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, kemur fyrir velferðarnefnd Alþingis á miðvikudag. Hann óskaði sjálfur eftir því að fá að koma fyrir nefndina.Bragi GuðbrandssonTilmælin í takt við minnisblaðið Í minnisblaði frá 6. febrúar var ráðherra hvattur til að til að senda forstjóra Barnaverndarstofu tilmæli um að fara ekki aftur út fyrir starfssvið sitt. Aðspurður segir Ásmundur að tilmæli hans til Braga, að rannsókn lokinni, hefðu efnislega verið í takt við minnisblaðið. „Það er auðvitað þannig að ráðherra staðfestir tilmæli sem eru send út. Minnisblöðin sem þarna voru og lágu að baki í báðum þessum málum voru þess eðlis að þau eru tillögur til ráðherra, eins og minnisblöð gjarnar eru, og í framhaldinu eru send út bréf eða tilmæli eða þvíumlíkt.“Segir að það séu tvær hliðar á málinu Ásmundur vildi ekki ræða einstaka efnisþætti málsins en sagði að sér fyndist gríðarlega mikilvægt að gera sér grein fyrir því að; „Það er ekkert svart eða hvítt í þessu, það er það sem ég tel að sé mjög mikilvægt. Það er mjög auðvelt að sitja hvort sem er í stuttum spjallþáttum eins og þessum eða að setja fram á prenti mjög einhliða mál í þessum barnaverndarmálum almennt, þetta er eitt dæmi um það. Þess vegna er svo mikilvægt að menn kynni sér málið út frá öllum hliðum og öllum upplýsingum sem þar liggja að baki og niðurstöðum ráðuneytisins sem þarna búa að baki. Hann hafi ekki gerst brotlegur í störfum, ég vil allavega trúa því að þær séu réttar.“ Ríkisstjórn Íslands útnefndi Braga sem fulltrúa Íslands til setu í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna. Í yfirlýsingu sem Bragi sendi til fjölmiðla óskaði hann eftir því að Umboðsmaður Alþingis færi yfir embættisfærslur sem kvartað hafi verið yfir. Bragi segist ætla að axla ábyrgð ef niðurstaða málsins verður í samræmi við það. Ráðherra hefur óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði óháð úttekt á störfum Braga guðbrandssonar.
Tengdar fréttir Ásmundur Einar segist ekki hafa leynt gögnum í málinu Ásmundur Einar Daðason jafnréttis- og félagsmálaráðherra stendur við svar sitt að að hvorki Bragi né Barnaverndarstofa hafi gerst brotleg í starfi. 27. apríl 2018 21:35 „Afsakið ráðherra, þetta er bara einföld spurning“ Félagsmálaráðherra hefur óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði óháð úttekt á störfum Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. 30. apríl 2018 20:02 Segir umræðu um að hann hafi brugðist þolendum kynferðisbrota óraunverulega Bragi Guðbrandsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla leita eftir fundi með umboðsmanni Alþingis og að mál hans verði tekin til meðferðar. 29. apríl 2018 18:08 Vill óháða rannsókn á málsmeðferð Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, telur að það sé réttast að kalla eftir óháðri rannsókn á málinu. 29. apríl 2018 14:17 Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Sjá meira
Ásmundur Einar segist ekki hafa leynt gögnum í málinu Ásmundur Einar Daðason jafnréttis- og félagsmálaráðherra stendur við svar sitt að að hvorki Bragi né Barnaverndarstofa hafi gerst brotleg í starfi. 27. apríl 2018 21:35
„Afsakið ráðherra, þetta er bara einföld spurning“ Félagsmálaráðherra hefur óskað eftir því við forsætisráðherra að gerð verði óháð úttekt á störfum Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. 30. apríl 2018 20:02
Segir umræðu um að hann hafi brugðist þolendum kynferðisbrota óraunverulega Bragi Guðbrandsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segist ætla leita eftir fundi með umboðsmanni Alþingis og að mál hans verði tekin til meðferðar. 29. apríl 2018 18:08
Vill óháða rannsókn á málsmeðferð Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, telur að það sé réttast að kalla eftir óháðri rannsókn á málinu. 29. apríl 2018 14:17
Bragi telur sig geta kollvarpað þeirri mynd sem dregin er upp af málinu Bragi Guðbrandsson hefur óskað eftir því að fá að koma fyrir velferðarnefnd Alþingis sem allra fyrst. 28. apríl 2018 12:54