Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. mars 2020 03:45 Frá undirritun kjarasamnings Eflingar við Reykjavíkurborg. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Jóhann K. Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli sem hófst 17. febrúar síðastliðinn var aflýst eftir undirritun en verkfallið hefur staðið í rúmar þrjár vikur. Óhætt er að segja að verkfallsaðgerðir hafi haft mikil áhrif í samfélaginu, til að mynda í leikskólum, sorphirðu og þjónustumiðstöðvum borgarinnar. Verkfallsaðgerðir hófust í byrjun febrúar með skæruverkföllum en félagsmenn hafa verið án kjarasamnings í tæpt ár eða frá 31. mars 2019.Sjá einnig: Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Viðræður samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hafa tekið langan tíma. Fundað var um helgina en síðustu nótt, eftir langa fundarsetu, var fundi frestað á þriðja tímanum. Aðilar tóku svo upp viðræður klukkan eitt í gær og nú í nótt náðu samningsaðilar saman. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sagði í samtali við fréttastofu strax eftir undirritun að samningurinn væri viðurkenning á að tími væri komin á launaleiðréttingu kvennastétta. Hún sagðist afar sátt við að samningurinn væri í höfn og stolt af því að kröfum Eflingar hafi verið mætt. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, sagði í samtali við fréttastofu að ferlið hafi verið afar langt og erfitt en að aðilum hafi tekist að mætast á miðri leið.Áfram ótímabundið verkfall félagsmanna innan Sambands íslenskra sveitarfélaga Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar innan Sambands íslenskra sveitarfélaga hófst í gær. Það verkfall hefur áhrif á rúmlega 270 félagsmenn sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi. Sólveig Anna segir að samningurinn við Reykjavíkurborg hljóti að hafa áhrif inn í viðræður við sveitarfélögin. Kjarasamningurinn sem Efling undirritaði við Reykjavíkurborg er óháður samningi við Samband íslenskra sveitarfélaga og í sjálfstæðu viðræðuferli. Í frétt Eflingar segir þó að fólk sé meðvitað um að baráttan sem háð hafi verið við Reykjavíkurborg að undanförnu sé jafnframt barátta félagsmanna stéttarfélagsins innan Sambands íslenskra sveitarfélaga. Reiknað er með að samninganefndir Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga mæti til fundar hjá Ríkissáttasemjara eftir hádegi í dag. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30 Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Launahækkanir, styttri vinnuvika, yfirvinnutímar auk námskeiða og fræðslu eru meðal þess sem Efling og Reykjavíkurborg náðu saman um í nótt. 10. mars 2020 05:54 Verkfall Eflingar í nokkrum sveitarfélögum hefst á hádegi Verkfall rúmlega 270 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi hefst klukkan 12 á hádegi. 9. mars 2020 09:21 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Sjá meira
Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli sem hófst 17. febrúar síðastliðinn var aflýst eftir undirritun en verkfallið hefur staðið í rúmar þrjár vikur. Óhætt er að segja að verkfallsaðgerðir hafi haft mikil áhrif í samfélaginu, til að mynda í leikskólum, sorphirðu og þjónustumiðstöðvum borgarinnar. Verkfallsaðgerðir hófust í byrjun febrúar með skæruverkföllum en félagsmenn hafa verið án kjarasamnings í tæpt ár eða frá 31. mars 2019.Sjá einnig: Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Viðræður samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hafa tekið langan tíma. Fundað var um helgina en síðustu nótt, eftir langa fundarsetu, var fundi frestað á þriðja tímanum. Aðilar tóku svo upp viðræður klukkan eitt í gær og nú í nótt náðu samningsaðilar saman. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sagði í samtali við fréttastofu strax eftir undirritun að samningurinn væri viðurkenning á að tími væri komin á launaleiðréttingu kvennastétta. Hún sagðist afar sátt við að samningurinn væri í höfn og stolt af því að kröfum Eflingar hafi verið mætt. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar, sagði í samtali við fréttastofu að ferlið hafi verið afar langt og erfitt en að aðilum hafi tekist að mætast á miðri leið.Áfram ótímabundið verkfall félagsmanna innan Sambands íslenskra sveitarfélaga Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar innan Sambands íslenskra sveitarfélaga hófst í gær. Það verkfall hefur áhrif á rúmlega 270 félagsmenn sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi. Sólveig Anna segir að samningurinn við Reykjavíkurborg hljóti að hafa áhrif inn í viðræður við sveitarfélögin. Kjarasamningurinn sem Efling undirritaði við Reykjavíkurborg er óháður samningi við Samband íslenskra sveitarfélaga og í sjálfstæðu viðræðuferli. Í frétt Eflingar segir þó að fólk sé meðvitað um að baráttan sem háð hafi verið við Reykjavíkurborg að undanförnu sé jafnframt barátta félagsmanna stéttarfélagsins innan Sambands íslenskra sveitarfélaga. Reiknað er með að samninganefndir Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga mæti til fundar hjá Ríkissáttasemjara eftir hádegi í dag.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30 Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Launahækkanir, styttri vinnuvika, yfirvinnutímar auk námskeiða og fræðslu eru meðal þess sem Efling og Reykjavíkurborg náðu saman um í nótt. 10. mars 2020 05:54 Verkfall Eflingar í nokkrum sveitarfélögum hefst á hádegi Verkfall rúmlega 270 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi hefst klukkan 12 á hádegi. 9. mars 2020 09:21 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Sjá meira
Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30
Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Launahækkanir, styttri vinnuvika, yfirvinnutímar auk námskeiða og fræðslu eru meðal þess sem Efling og Reykjavíkurborg náðu saman um í nótt. 10. mars 2020 05:54
Verkfall Eflingar í nokkrum sveitarfélögum hefst á hádegi Verkfall rúmlega 270 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi hefst klukkan 12 á hádegi. 9. mars 2020 09:21