Lífið

Ís­land fékk stig frá þessum löndum

Ísland fékk 33 stig á úrslitakvöldi Eurovision í Basel. Öll 33 þeirra komu frá almenningi. Flest þeirra komu frá Danmörku eða tíu talsins sem þýðir að næstflest dönsk atkvæði fóru til Íslands.

Lífið

Austur­ríki sigur­vegari Euro­vision 2025

Austurríki er sigurvegari Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2025. Söngvarinn JJ sigraði í Basel með laginu „Wasted Love“ fyrir hönd Austurríkis sem hefur nú unnið keppnina þrisvar sinnum.

Lífið

Bjarni Ara í ís­lensku dóm­nefndinni

Í gærkvöldi fór fram svokallað dómararennsli fyrir úrlitakvöld Eurovision í kvöld en þá fylgjast dómnefndir allra 37 landanna með og gefa sinn úrskurð og úthluta þannig helmingi stiga keppninnar. Bjarni Arason söngvari sem keppti til úrslita í söngvakeppninni í ár er meðal dómara í íslensku dómnefndinni.

Lífið

Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn

Dröfn Ragnarsdóttir kynntist unnusta sínum þegar þau störfuðu hjá sama flugfélaginu í Bretlandi árið 2013. Þau unnu bæði sinn síðasta vinnudag 31. maí 2023 og hafa frá þeim tíma siglt um heiminn. Ferðalagið hófst í Brighton en núna eru þau í Panama og bíða þess að geta siglt yfir Kyrrahafið.

Lífið

Bar­áttan um jólagestina hafin

Þótt maímánuður sé rétt hálfnaður er baráttan í miðasölu fyrir jólatónleika árið 2025 þegar hafin. Í auglýsingahléum Ríkisútvarpsins á undankeppnum Eurovision á þriðjudags- og fimmtudagskvöld birtust auglýsingar fyrir jólatónleika bæði Baggalúts og Vitringanna þriggja, því til staðfestingar.

Lífið

Þór­hildur greinir frá kyninu

Þórhildur Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Brú Strategy og hlaðvarpsstjórnandi og Hjalti Harðarson, yfirmaður markaðsmála hjá Landsbankanum, eiga von á stelpu.

Lífið

Koníakstofa á þakinu og stór­brotið út­sýni

Við Brekkugerði í Reykjavík stendur glæsilegt einbýlishús á tveimur hæðum, teiknað af Kjartani Sveinssyni. Húsið var byggt árið 1964 en hefur verið mikið endurnýjað á síðustu árum. Ásett verð er 240 milljónir króna.

Lífið

Vin­sælir í Basel en hversu hátt ná þeir?

Væb-bræðurnir eru gríðarlega vinsælir í Basel meðal allra sem að Eurovision koma. Þó þeim sé spáð neðarlega á lokakvöldinu á laugardaginn er ekki þar með sagt að þeir endi kvöldið neðarlega.

Lífið

Herra Hnetu­smjör í aðal­hlut­verki hjá Lauf­eyju

Tónlistarkonan og stórstjarnan Laufey Lín Jónsdóttir tilkynnti í gær að hún mun gefa út sína þriðju plötu, A Matter of Time, þann 22. ágúst næstkomandi. Platan kemur út á vínyl og í tengslum við útgáfuna birti hún myndband á TikTok þar sem hún dansar og syngur við lag Herra Hnetusmjörs, Elli Egils, á meðan hún áritar tugþúsundir eintaka.

Lífið

Ein­hleypir þokkasveinar

Með hækkandi sól og lengri dögum færist léttleiki í lífið, og hjörtun slá örar. Sumarið getur verið fullkomið tækifæri til að kynnast nýju fólki, daðra og mögulega finna ástina. Í samstarfi við álitsgjafa hefur Lífið á Vísi sett saman lista yfir glæsilega einhleypa þokkasveina sem gætu vel stolið hjarta þínu í sumar.

Lífið

Svona verður röð laganna á laugar­daginn

Nú liggur fyrir í hvaða röð framlög landanna sem hafa tryggt sér sæti í úrslitum Eurovision á laugardaginn stíga á svið. Væb-bræður ásamt fríðu föruneyti Íslands verða tíunda atriðið á svið, beint á eftir JJ frá Austurríki sem er spáð afar góðu gengi í keppninni, og á undan sönghópnum Tautumeitas frá Lettlandi.

Lífið

Sjóð­heitar skvísur í ís­lenskri hönnun

Það var sannkölluð sumarstemning í miðborg Reykjavíkur síðastliðið miðvikudagskvöld þegar fatahönnuðurinn Hildur Yeoman fagnaði nýrri sumarlínu með stórglæsilegu teiti í blíðskaparveðri. 

Lífið

Fjöl­skylda truflaði flutning Ís­raela

Hópur áhorfenda truflaði flutning ísraelsku söngkonunnar Yuval Raphael á æfingu fyrir seinni undanúrslitakeppni Eurovision sem fram fór fyrr í dag. Sex manna hópur, þar á meðal ein fjölskylda, er sagður hafa flautað á meðan æfingunni stóð og borið uppi stóra fána. 

Lífið