Handbolti

Stelpurnar fengu að fara niður í bæ í morgun

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta fékk frjálsan tíma eftir morgunverð og fund í morgun og skelltu sér flestar niður í bæ til að skoða sig um og kannski versla aðeins enda verðlagið hagstætt hér í Vrsac.

Handbolti

Búin að fara í mikinn rússíbana með liðinu

Það þekkja allir Obbu sem hafa komið nálægt kvennalandsliðinu í handbolta. Liðsstjóri íslensku stelpnanna hefur í nógu að snúast á Evrópumeistaramótinu í Serbíu, þar á meðal að hjálpa stelpunum að komast í gegnum erfiðar stundir.

Handbolti

Nú geta krakkarnir æft sig sjálfir

Á morgun kemur út diskurinn „Frá byrjanda til landsliðsmanns", en það eru handboltakapparnir og vinirnir Bjarni Fritzson og Sturla Ásgeirsson sem standa á bak við þetta fyrsta íslenska kennslumyndband í handbolta.

Handbolti

Karen: Þurfum að mæta með íslenska hjartað á móti Rússum

"Það var eitthvað sem sagði mér að við ættum ekki að vinna þennan leik. Við gerðum allof mikið af aulamistökum en ef við lítum á það góða við þennan leik þá var þetta frábær framför á sólarhring," sagði Karen Knútsdóttir eftir tapið á móti Rúmeníu á EM kvenna í hansdolta í Serbíu í kvöld. Íslenska liðið tapaði leiknum 19-22 og þarf að vinna Rússa í lokaleiknum til þess að komast í milliriðilinn.

Handbolti

Berlin valtaði yfir Hamburg

Lærisveinar Dags Sigurðssonar hjá Füchse Berlin komust upp í þriðja sætið í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld er þeir unnu öruggan heimasigur, 37-27, á Hamburg.

Handbolti

Svartfjallaland ekki í miklum vandræðum með Rússland

Svartfjallaland er með fullt hús á toppi okkar riðils eftir þriggja marka sigur á Rússlandi, 30-27, í fyrri leik dagsins í Vrsac á EM kvenna í handbolta í Serbíu. Svartfjallaland hefur þar með unnið tvo fyrstu leiki sína sannfærandi en liðið vann Ísland 26-16 í gær.

Handbolti

Geta enn gert betur en karlalandsliðið

Íslenska kvennalandsliðið tapaði í gær fyrir Svartfjallalandi í fyrsta leik sínum á EM í Serbíu. Liðið tapaði einnig öllum þremur leikjum sínum á EM fyrir tveimur árum og á því enn eftir að vinna leik í úrslitakeppni Evrópumótsins.

Handbolti

Þær rúmensku eru þungar og líkamlega sterkar

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Rúmeníu í kvöld í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Serbíu. Liðið tapaði með tíu mörkum á móti Svartfjallalandi í gær og þarf því nauðsynlega að fá eitthvað út úr leik kvöldsins.

Handbolti

Landsliðið fékk myndir frá Vísi og Fréttablaðinu

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta þarf nú að beita öllum ráðum til þess að rífa sig upp eftir slæmt tap á móti Svartfjallalandi í fyrsta leik á Evrópumótinu í Serbíu. Stelpurnar mæta Rúmeníu í kvöld og ein leið þjálfaranna að endurkomunni er að setja saman stemmningsmyndband.

Handbolti

Karen: Vorum eins og spagetti

Karen Knútsdóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu þurfa að sýna miklu betri leik á móti Rúmeníu í kvöld en þær gerðu á móti Svartfjallalandi í gærkvöldi. Íslenska liðið verður helst að fá eitthvað út úr leiknum í kvöld ætli liðið sér að komast áfram upp úr riðlinum.

Handbolti

Ágúst: Við erum ekkert hætt

Það fór ekki vel í íslensku stelpurnar að vera barðar eins og harðfiskur í leiknum á móti Svartfjallalandi í gær. Leikmenn Svartfjallalands voru í hefndarhug og létu heldur betur finna fyrir sér og það hjálpaði ekki íslenska liðinu að hvít-rússnesku dómararnir tóku ekki hart á framgöngu Svartfellinga.

Handbolti

Kúabjöllur Norðmanna bannvara á EM í Serbíu

Evrópumeistaralið Noregs, sem Þórir Hergeirsson þjálfar, hóf titilvörnina á Evrópumeistaramóti kvenna í handbolta í Serbíu í gær með 28-26 sigri gegn gestjöfunum frá Serbíu. Norðmenn voru með fimm marka forskot í hálfleik en heimaliðið náði að jafna metin þegar átta mínútur voru eftir af leiknum. Katrine Lunde Haraldsen markvörðu norska liðsins bjargaði málunum fyrir Noreg á lokamínútum leiksins.

Handbolti

HSÍ vill að Ísland eignist besta markvörð í heimi

Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, hefur hafið átak er varðar markmannsþjálfun hérlendis. Gísli Rúnar Guðmundsson, Bergsveinn Bergsveinsson, Guðmundur Hrafnkelsson og Roland Eradze mynda fjögurra manna markmannsþjálfarateymi sem vinna munu með markvörðum yngri landsliða.

Handbolti

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Svartfjallaland 16-26

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta fékk skell í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Serbíu þegar liðið tapaði með tíu marka mun fyrir sterku liði Svartfjallalands, 16-26, liðinu sem vann silfur á Ólympíuleikunum í London í ágúst og er til alls líklegt á EM.

Handbolti

Hrafnhildur alltaf atkvæðamikil á móti Svartfellingum

Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, hefur átt flotta leiki á móti Svartfjallalandi undanfarin ár. Þjóðirnar hafa mæst þrisvar sinnum á síðustu tveimur árum og Hrafnhildur er búin að vera markahæst eða næstmarkahæst í þeim öllum.

Handbolti

Rakel Dögg: Þurfum að vera með brjálaða vörn

Rakel Dögg Bragadóttir er komin aftur inn í íslenska kvennalandsliðið í handbolta eftir tæplega árs fjarveru vegna meiðsla. Hún segir íslenska liðið koma vel undirbúið til leiks á EM í Serbíu en fyrsti leikurinn er á móti Svartfjallalandi í kvöld.

Handbolti