Handbolti

Ólafur með flottan leik fyrir Flensburg

Ólafur Gústafsson og félagar í Flensburg vippuðu sér í þriðja sætið í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld er liðið vann öruggan sigur, 35-29, á Melsungen.

Ólafur fékk að byrja leikinn og skoraði tvö mörk snemma leiks. Hann lét það duga í fyrri hálfleik.

Ólafur bætti þrem mörkum við í fyrri hálfleik og var næstmarkahæsti leikmaður Flensburg í leiknum með fimm mörk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×