„Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sindri Sverrisson skrifar 19. maí 2025 11:32 Hilmar Smári Henningsson var Just Wingin' it maður leiksins í gærkvöld. Stöð 2 Sport „Ég er búinn að eignast áttatíu nýja vini hér í Garðabæ,“ sagði Hilmar Smári Henningsson, landsliðsmaður og lykilmaður Stjörnunnar í körfubolta, eftir sigurinn sem færði liðinu oddaleik gegn Tindastóli á Sauðárkróki næsta miðvikudag. Hilmar Smári var valinn Just Wingin‘ it maður leiksins eftir sigurinn í Garðabæ í gær. Stemningin í troðfullri Umhyggjuhöllinni var ótrúleg eins og Hilmar talaði sérstaklega um en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hilmar Smári maður leiksins „Varðandi stuðningsmennina. Þetta er fallegasta samband sem hægt er að mynda, þegar við nærumst á orkunni hver frá öðrum. Við nærumst af orkunni þeirra og þeir nærast af orkunni frá okkur. Það er svo ógeðslega fallegt þegar þetta myndast og djöfull hefur þetta myndast í úrslitakeppninni hérna á Íslandi,“ sagði Hilmar Smári. Samband leikmanna og stuðningsmanna Stjörnunnar er afar sterkt og Stefán Árni Pálsson, stjórnandi Körfuboltakvölds, spurði Hilmar út í þá hefð að allir hittist á Dúllubar Stjörnumanna eftir sigurleiki: „Þetta eru gaurar sem við þekkjum nú þegar. Okkar menn og þeir standa sig ekkert eðlilega vel, og eiga allt skilið. En ég get lofað þér því að það er ekki verið að ýta okkur í að hitta þá eftir leik. Þetta er það skemmtilegasta sem við gerum, að gefa smá til baka. Þeir hafa verið geggjaðir alla úrslitakeppnina og ég er búinn að eignast áttatíu nýja vini hér í Garðabæ. Ég er bara orðinn Garðbæingur í dag,“ sagði Hilmar Smári sem er uppalinn hjá Haukum. „Í stóru myndinni skiptir bara máli að hann sé heilbrigður“ Gleðin var þó ekki eintóm í gær því alvarlegt atvik varð undir lok fyrri hálfleiks þegar Shaquille Rombley fann fyrir brjóstverkjum og var fluttur með sjúkrabíl úr höllinni. Hilmar var spurður hvernig hefði verið að glíma við slíkar aðstæður, í leik þar sem tap hefði þýtt að Stjarnan hefði misst af Íslandsmeistaratitlinum. „Við fengum ekkert að hugsa um það. Það er bara einn maður út og næsti maður inn. Það fór ekki í hausinn á mér í eina sekúndu hvað væri að fara að gerast núna. Ég vissi bara að næsti maður ÞYRFTI að stíga upp, og Bjarni gerði það. Við heyrðum að Shaq væri í góðum höndum núna, væri orðinn góður og við vonum bara að hann verði með okkur á miðvikudaginn. En í stóru myndinni skiptir bara máli að hann sé heilbrigður,“ sagði Hilmar en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum að ofan. Bónus-deild karla Stjarnan Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Fjórði úrslitaleikur Stjörnunnar og Tindastóls er í gangi í Ásgarði þessa stundina. Hlynur Bæringsson fékk óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleiknum sem gerði hörðustu stuðningsmenn Tindastóls sótilla. 18. maí 2025 20:26 Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls gat verið svekktur með úrslit leiksins þegar lið hans laut í gras fyrir Stjörnunni í leik nr. 4 um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn endaði 91-86 fyrir Stjörnuna og Benni þarf að gíra liðið sitt upp fyrir oddaleik. 18. maí 2025 22:32 „Við máttum ekki gefast upp“ Jase Febres var einn af þeim sem leiddu áhlaupið sem skiluðu sigri Stjörnunnar í leik númer fjögur í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Hann skoraði 24 stig, hvert öðru mikilvægara, en þau komu öll í seinni hálfleik til að skila sigri Stjörnunnar 91-86 gegn Tindastól. 18. maí 2025 21:28 Mest lesið „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira
Hilmar Smári var valinn Just Wingin‘ it maður leiksins eftir sigurinn í Garðabæ í gær. Stemningin í troðfullri Umhyggjuhöllinni var ótrúleg eins og Hilmar talaði sérstaklega um en viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hilmar Smári maður leiksins „Varðandi stuðningsmennina. Þetta er fallegasta samband sem hægt er að mynda, þegar við nærumst á orkunni hver frá öðrum. Við nærumst af orkunni þeirra og þeir nærast af orkunni frá okkur. Það er svo ógeðslega fallegt þegar þetta myndast og djöfull hefur þetta myndast í úrslitakeppninni hérna á Íslandi,“ sagði Hilmar Smári. Samband leikmanna og stuðningsmanna Stjörnunnar er afar sterkt og Stefán Árni Pálsson, stjórnandi Körfuboltakvölds, spurði Hilmar út í þá hefð að allir hittist á Dúllubar Stjörnumanna eftir sigurleiki: „Þetta eru gaurar sem við þekkjum nú þegar. Okkar menn og þeir standa sig ekkert eðlilega vel, og eiga allt skilið. En ég get lofað þér því að það er ekki verið að ýta okkur í að hitta þá eftir leik. Þetta er það skemmtilegasta sem við gerum, að gefa smá til baka. Þeir hafa verið geggjaðir alla úrslitakeppnina og ég er búinn að eignast áttatíu nýja vini hér í Garðabæ. Ég er bara orðinn Garðbæingur í dag,“ sagði Hilmar Smári sem er uppalinn hjá Haukum. „Í stóru myndinni skiptir bara máli að hann sé heilbrigður“ Gleðin var þó ekki eintóm í gær því alvarlegt atvik varð undir lok fyrri hálfleiks þegar Shaquille Rombley fann fyrir brjóstverkjum og var fluttur með sjúkrabíl úr höllinni. Hilmar var spurður hvernig hefði verið að glíma við slíkar aðstæður, í leik þar sem tap hefði þýtt að Stjarnan hefði misst af Íslandsmeistaratitlinum. „Við fengum ekkert að hugsa um það. Það er bara einn maður út og næsti maður inn. Það fór ekki í hausinn á mér í eina sekúndu hvað væri að fara að gerast núna. Ég vissi bara að næsti maður ÞYRFTI að stíga upp, og Bjarni gerði það. Við heyrðum að Shaq væri í góðum höndum núna, væri orðinn góður og við vonum bara að hann verði með okkur á miðvikudaginn. En í stóru myndinni skiptir bara máli að hann sé heilbrigður,“ sagði Hilmar en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum að ofan.
Bónus-deild karla Stjarnan Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Fjórði úrslitaleikur Stjörnunnar og Tindastóls er í gangi í Ásgarði þessa stundina. Hlynur Bæringsson fékk óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleiknum sem gerði hörðustu stuðningsmenn Tindastóls sótilla. 18. maí 2025 20:26 Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls gat verið svekktur með úrslit leiksins þegar lið hans laut í gras fyrir Stjörnunni í leik nr. 4 um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn endaði 91-86 fyrir Stjörnuna og Benni þarf að gíra liðið sitt upp fyrir oddaleik. 18. maí 2025 22:32 „Við máttum ekki gefast upp“ Jase Febres var einn af þeim sem leiddu áhlaupið sem skiluðu sigri Stjörnunnar í leik númer fjögur í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Hann skoraði 24 stig, hvert öðru mikilvægara, en þau komu öll í seinni hálfleik til að skila sigri Stjörnunnar 91-86 gegn Tindastól. 18. maí 2025 21:28 Mest lesið „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira
Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Fjórði úrslitaleikur Stjörnunnar og Tindastóls er í gangi í Ásgarði þessa stundina. Hlynur Bæringsson fékk óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleiknum sem gerði hörðustu stuðningsmenn Tindastóls sótilla. 18. maí 2025 20:26
Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls gat verið svekktur með úrslit leiksins þegar lið hans laut í gras fyrir Stjörnunni í leik nr. 4 um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn endaði 91-86 fyrir Stjörnuna og Benni þarf að gíra liðið sitt upp fyrir oddaleik. 18. maí 2025 22:32
„Við máttum ekki gefast upp“ Jase Febres var einn af þeim sem leiddu áhlaupið sem skiluðu sigri Stjörnunnar í leik númer fjögur í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Hann skoraði 24 stig, hvert öðru mikilvægara, en þau komu öll í seinni hálfleik til að skila sigri Stjörnunnar 91-86 gegn Tindastól. 18. maí 2025 21:28
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti