Handbolti

Stelpurnar mæta líka háværum rúmenskum stuðningsmönnum

Óskar Ófeigur Jónsson í Vrsac skrifar
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir.
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir. Mynd/Stefán
Seinni leikur okkar riðils á EM í handbolta kvenna í Serbíu í gær var á milli Rússlands og Rúmeníu sem endaði með 21-21 jafntefli eftir frábæra endurkomu rússneska liðsins. Það var gríðarleg stemmning í höllinni enda fjölmenntu Rúmenar á leikinn.

Vrsac er í austurhluta Serbíu og aðeins rétt hjá landamærunum við Rúmeníu. Það er því stutt að fara fyrir stuðningsmenn rúmenska liðsins og liðið fékk því frábæran stuðning í gær. Íslensku stelpurnar mæta því ekki bara rúmenska liðinu í kvöld heldur einnig háværum stuðningsmönnum liðsins.

„Ég vil þakka öllu þessu fólki sem kom og studdi við bakið á okkur. Okkur leið eins og við værum að spila á heimavelli," sagði Talida Tolnai, markvörður Rúmeníu en hún átti frábæran dag og var valin best í sínu liði.

Það var reyndar ótrúlega að rúmensku stelpurnar skildu ekki vinna leikinn því þær voru með 12-7 forystu í hálfleik, komust í 15-9 og voru 18-13 yfir þegar fjórtán mínútur voru eftir. Rússland skoraði þá fjögur mörk í röð og vann á endanum lokakafla leiksins 8-3 og tryggði sér jafntefli.

„Ég vona að við höfum lukkuna með okkur hér eftir og að við spilum ekki í framhaldinu eins og við gerðum síðustru þrjár mínúturnar í kvöld," sagði Gheorghe Tadici þjálfari rúmenska liðsins á blaðamannafundi eftir leikinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×