Handbolti

Rúmensku stelpurnar halda með Íslandi á móti Rússlandi

Óskar Ófeigur Jónsson í Vrsac skrifar
Guðný Jenný Ásmundsdóttir varði vel í síðari hálfleiknum gegn Rúmenum í gær.
Guðný Jenný Ásmundsdóttir varði vel í síðari hálfleiknum gegn Rúmenum í gær. Stefán
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta gæti fengið mikinn stuðning í leiknum á móti Rússlandi á morgun því það væri best fyrir Rúmena ef að Ísland kæmist áfram í milliriðil á kostnað Rússa.

Rúmenía gerði jafntefli við Rússland en vann Ísland. Liðin sem komast áfram taka með sér stig úr innbyrðisleikjum og því fengi Rúmenía stigi meira ef Ísland myndi vinna Rússland og tryggja sig inn í milliriðil.

Rúmensku áhorfendurnir hafa verið háværir í leikjum rúmenska liðsins til þessa og höfðu greinileg áhrif á lokakaflanum í gær þegar Ísland tapaði 19-22 fyrir Rúmeníu. Rúmenar unnu síðustu þrettán mínútur leiksins 6-2.

Rúmensku stelpurnar voru meðviðtaðar um stöðuna í riðlinum og kvöttu íslenska liðið áfram í viðtölum eftir leikinn í gær. Þau skilaboð berast örugglega til stuðningsmanna þeirra.

Rúmenía spilar á eftir Íslandi á morgun en flestir rúmensku stuðningsmennirnir verða eflaust mættir í höllina í seinni hálfleik. Þeir gæti því haft áhirf á úrslitin með því að hvetja íslensku stelpurnar áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×