Handbolti

Karen: Vorum eins og spagetti

Óskar Ófeigur Jónsson í Vrsac skrifar
Mynd/Stefán
Karen Knútsdóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu þurfa að sýna miklu betri leik á móti Rúmeníu í kvöld en þær gerðu á móti Svartfjallalandi í gærkvöldi. Íslenska liðið verður helst að fá eitthvað út úr leiknum í kvöld ætli liðið sér að komast áfram upp úr riðlinum.

„Við þurfum að mæta og ætla okkur að vinna. Það vantar að taka til í hausnum á okkur og að sýna hvað í okkur býr. Við þurfum að koma meiri ákveðni í þetta. Við erum oft að láta negla okkur og vorum hreinlega stundum eins og spagetti. Við verðum með geðveikina og með meiri ákveðni og hraða. Við þurfum að ná að fylgja eftir þessum fína varnarleik og ná nokkrum auðveldum mörkum," sagði Karen.

„Ég veit voða lítið um Rúmeníu og ég held að ég hafi bara spilað einu sinni á móti þeim fyrir fimm árum þegar maður var að byrja í þessu. Þær eru með hörkulið og við eigum bara eftir að rífa okkur upp úr þessari skitu, fara á vídeófundi og undirbúa okkur fyrir leikinn á móti þeim. Við þurfum að kortleggja andstæðinginn vel," sagði Karen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×