Handbolti

Hrafnhildur alltaf atkvæðamikil á móti Svartfellingum

Óskar Ófeigur Jónsson í Vrsac skrifar
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir.
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir. Mynd/Stefán
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, hefur átt flotta leiki á móti Svartfjallalandi undanfarin ár. Þjóðirnar hafa mæst þrisvar sinnum á síðustu tveimur árum og Hrafnhildur er búin að vera markahæst eða næstmarkahæst í þeim öllum.

Ísland hefur keppni á EM í Serbíu klukkan 17.05 þegar stelpurnar okkar mæta Svartfjallalandi en seinna í kvöld spilar Rússland við Rúmeníu í sama riðli.

Hrafnhildur hefur alls skorað 21 mark í þessum þremur leikjum eða 7 mörk að meðaltali í leik. Hún var markahæst í tveimur þessara leikja og skoraði þá átta mörk.

Hrafnhildur skoraði fimm mörk í sigrinum á HM í Brasilíu í fyrra en Karen Knútsdóttir var þá markahæst með sex mörk.

Leikir Hrafnhildar Skúladóttur á móti Svartfjallalandi:

Ísland-Svartfjallaland 22-21 sigur (HM, 3.12.2011) 5 mörk

Ísland-Svartfjallaland 23-26 tap (EM, 9.12.2010) 8 mörk

Ísland-Svartfjallaland 23-32 tap (Æf, 25.9.2010) 8 mörk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×