Handbolti

Rússar björguðu stigi gegn Rúmenum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Keppnishöllin í Vrsac.
Keppnishöllin í Vrsac. Mynd/Stefán
Rússar og Rúmenar skildu jafnir í síðari leik D-riðils á Evrópumóti kvennalandsliða í handbolta. Liðin eru í riðli með Íslendingum og Svartfellingum.

Flestir reiknuðu með sigri Rússa sem eru margfaldir heimsmeistarar en þeir voru lengi í gang. Rúmenar höfðu yfir í hálfleik 12-7 og höfðu góða stöðu þegar skammt lifði leiks.

Rússar jöfnuðu hins vegar metin í blálokin og tryggðu sér dýrmætt stig.

Staðan í riðlinum

Svartfjallaland 2

Rúmenía 1

Rússland 1

Ísland 0


Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Svartfjallaland 16-26

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta fékk skell í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Serbíu þegar liðið tapaði með tíu marka mun fyrir sterku liði Svartfjallalands, 16-26, liðinu sem vann silfur á Ólympíuleikunum í London í ágúst og er til alls líklegt á EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×