Handbolti

Ágúst: Anna er karakter og verður öflug á móti Rúmeníu

Óskar Ófeigur Jónsson í Vrsac skrifar
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir Mynd/Stefán
Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, þurfti að horfa upp á marga leikmenn liðsins spila undir getu í tíu marka tapi fyrir Svartfjallalandi í fyrsta leik liðsins á EM í Serbíu.

Tveir lykilmenn voru líka ekki eins áberandi og vanalega. Dagný Skúladóttir byrjaði á bekknum og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fannst sig ekki og spilaði mun minna en margir höfðu búist við.

„Dagný var bara meidd og Ásta Birna hefur staðið sig ágætlega. Það var ekkert að Önnu. Hún var því miður ekki í takt við leikinn. Arna stóð sig ágætlega og var að skapa sér færi þó að hún hafi klikað eitthvað. Þær hafa verið að spila nokkuð jafnt, Anna og Arna, en voru ekki að skila næginlega miklu sérstaklega ekki Anna," sagði Ágúst um spilatíma stelpnanna í fyrsta leik liðsins.

Ásta Birna Gunnarsdóttir spilaði allan fyrri hálfleikinn í vinstra horninu og Arna Sif Pálsdóttir fékk margar mínútur á línunni. Íslenska liðið mætir Rúmeníu í kvöld og Ágúst er sannfærður um að Anna Úrsúla komi sterk til baka eftir vonbrigðin í gær.

„Ég vonast eftir því að hún, eins og allt liðið, komi upp á morgun (í kvöld). Hún er karakter og ég tel að hún verði öflug á morgun (í kvöld)," sagði Ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×