Handbolti

Berlin valtaði yfir Hamburg

Dagur Sigurðsson.
Dagur Sigurðsson.
Lærisveinar Dags Sigurðssonar hjá Füchse Berlin komust upp í þriðja sætið í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld er þeir unnu öruggan heimasigur, 37-27, á Hamburg.

Fyrirfram var búist við jöfnum og spennandi leik tveggja sterkra liða en af því varð ekki. Refirnir frá Berlin tóku völdin strax í sínar hendur og leiddu með átta mörkum í hálfleik, 19-11.

Leikmenn Berlinar héldu áfram að lemja á Hamburgurum í seinni hálfleik og lönduðu verðskulduðum stórsigri.

Norðmaðurinn Borge Lund átti sinn besta leik í vetur og var markahæstur hjá Berlin með sjö mörk. Torsten Laen og Konstantin Ingropulo skoruðu báðir sex mörk.

Mimi Kraus var atkvæðamestur í liði Hamburg með sex mörk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×