Handbolti

Allar komu við sögu nema Jóna og Dröfn - Jenný og Þórey spiluðu mest

Óskar Ófeigur Jónsson í Vrsac skrifar
Mynd/Stefán
Jóna Margrét Ragnarsdóttir og varamarkvörðurinn Dröfn Haraldsdóttir eru báðar að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti en þær fengu ekki að fara inn á í tapinu á móti Svartfjallalandi í fyrsta leik íslenska liðsins á EM í Serbíu í gær.

Hildur Þorgeirsdóttir, er þriðji stórmótanýliðinn en hún spilaði hinsvegar sínar fyrstu mínútur í tapinu á móti Svartfjallalandi í gær. Hildur kom inn á í tæpar níu mínútur og skoraði eitt laglegt mark.

Jenný Ásmundsdóttir stóð í markinu allar 60 mínúturnar en hornamaðurinn Þórey Rósa Stefánsdóttir spilaði mest af útileikmönnunum eða í 48 mínútur og 25 sekúndur samkvæmt tölfræði mótshaldara. Stella Sigurðardóttir spilaði í rétt rúmar 42 mínútur og Rut Jónsdóttur vantaði eina sekúndu upp á það að spila í 41 mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×