Handbolti

Leikmaður Svartfjallalands: Bætum fyrir tapið í Brasilíu

Óskar Ófeigur Jónsson í Vrsac skrifar
Jovanka Radicevic, hægri hornamaður Svartfjallalands.
Jovanka Radicevic, hægri hornamaður Svartfjallalands. Mynd/AFP
Jovanka Radicevic, hægri hornamaður Svartfjallalands, var í viðtali á heimasíðu EM fyrir leikinn á móti Íslandi í kvöld. Hún býst við því að öll liðin í riðlinum óttist Svartfellinga.

„Ég held að við munum sýna okkar karakter, ástríðu og baráttuanda hér í Serbíu alveg eins og við gerðum á Ólympíuleikunum í London. Ég er líka örugg á því að öll liðin í riðlinum óttist okkur því við höfum fyrir löngu sannað hvað við getum," sagði Jovanka Radicevic.

„Þetta lið getur gert góða hluti þótt að við höfum ekki lengur leikmenn eins og Bojönu Popovic eða Maju Savic," sagði Radicevic.

„Öll liðin í riðlinum eru sterk og krefjast fullrar einbeitingar frá okkur. Eini mælikvarðinn á styrk liðanna er inn á vellinum. Ísland vann okkur í Brasilíu en ég er viss um að við bætum fyrir tapið í Brasilíu," sagði Radicevic.

Jovanka Radicevic var markahæst í sigri Svartfjallalands á Íslandi á EM 2010 en skoraði aðeins 2 mörk í tapleiknum í Brasilíu í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×