Handbolti

Stelpurnar fengu að fara niður í bæ í morgun

Óskar Ófeigur Jónsson í Vrsac skrifar
Rakel Dögg Bragadóttir.
Rakel Dögg Bragadóttir. Stefán
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta fékk frjálsan tíma eftir morgunverð og fund í morgun og skelltu sér flestar niður í bæ til að skoða sig um og kannski versla aðeins enda verðlagið hagstætt hér í Vrsac.

Liðið æfir ekki fyrr en seinna í dag en stelpurnar þurfa líka að hvíla sig og safna kröftum fyrir átök morgundagsins. Ágúst þjálfari eyðir tímanum í að skoða Rússana betur og mæta með gott leikskipulag á æfinguna í dag.

Íslenska liðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum en spilaði miklu betri leik á móti Rúmeníu í gær heldur en á móti Svartfjallalandi á þriðjudaginn. Sigur á Rússum á morgun færir liðin farseðilinn í milliriðil og er þar um hreinan úrslitaleik að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×