Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Aron Guðmundsson skrifar 19. maí 2025 10:31 Shaquille Rombley þurfti að fara af velli og á sjúkrahús í fjórða leik Stjörnunnar og Tindastóls í úrslitaeinvígi Bónus deildarinnar í gær. Vísir/Skjáskot Þjálfari Stjörnunnar gerir ekki ráð fyrir því að Shaquille Rombley, leikmaður liðsins, verði með í oddaleik úrslitaeinvígis Bónus deildarinnar í körfubolta en sá var fluttur af velli á sjúkrahús í gær og undirgengst frekari rannsóknir í dag. Rombley þurfti þurfti að fara af velli í öðrum leikhluta í leik Stjörnunnar og Tindastóls í úrslitum Bónus-deildarinnar sem lauk með sigri Stjörnunnar sem með því knúði fram oddaleik. Rombley var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fengið læknisaðstoð í Ásgarði. Í hálfleik voru áhorfendur beðnir um að gefa sjúkraflutningamönnum pláss til að athafna sig og áhorfendur sendir út um útgang á bakhlið Ásgarðs. Rombley hafði átt í öndunarerfiðleikum yfir daginn en við skoðun í gær komu í ljós einhver vandkvæði í tengslum við nýru hans og gengst hann undir frekari rannsóknir í dag. „Ég fór og hitti hann í gær eftir leikinn,“ segir Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar í samtali við Vísi. „Það er einhvers konar vesen með nýrun hjá honum og hann er bara í rannsóknum í dag. Það voru einhver gildi sem voru ekki nógu góð í tengslum við nýrum. Ég svo sem er ekki læknir og get ekki upplýst þetta eitthvað meira en það.“ Rombley hafi verið brattur þrátt fyrir allt. „Hann var góður, jákvæður þrátt fyrir það sem á undan hafði gengið.“ Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari StjörnunnarVísir/Hulda Margrét Stutt er á milli leikja í úrslitaeinvíginu og oddaleikurinn um Íslandsmeistaratitilinn fer fram í Síkinu á miðvikudaginn. Ertu að gera ráð fyrir honum í oddaleiknum? „Eins og staðan er núna gera ég ekki ráð fyrir honum. Ef hann verður með þá er það bara bónus.“ Aðrir þurfa að stíga upp líkt og var raunin í leik fjögur í gær þar sem að Stjörnumenn náðu að vinna sig aftur inn í leikinn án Rombley og sigla heim sigri eftir að hafa verið undir lengi vel. „Það er karakter í þessu liði, Bjarni og Viktor áttu góða innkomu og sömuleiðis Hlynur. Þetta eru bara menn sem þurfa að stíga upp og fylla hans skarð.“ Oddaleikur framundan, fjórða árið í röð sem það er raunin í úrslitaeinvígi efstu deildar karla. „Bara gleði og gaman. Það er ekkert annað, gaman að taka þátt í þessu. Þetta verður bara leikur fimm, leðjuslagur.“ Baldur er búinn að fara yfir leik gærkvöldsins. „Ég fór yfir leikinn þegar að ég kom heim og sofnaði um tvö leitið. Ég er ánægður með það hvað menn héldu fókus og voru ekki að fara yfir um þrátt fyrir að Stólarnir hafi átt góðan kafla. Vel gert hjá þeim að halda sér inn í hlutunum.“ Oddaleikur Tindastóls og Stjörnunnar í úrslitaeinvígi Bónus deildar karla í körfubolta fer fram í Síkinu á Sauðárkróki á miðvikudaginn kemur. Leikurinn hefst klukkan átta og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Bónus-deild karla Stjarnan Tindastóll Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Stjarnan sýndi gífurlegan karakter þegar þeir sneru við erfiðri stöðu í hálfleik og náðu í sigur í leik fjögur um Íslandsmeistaratitilinn. Leikar enduðu 91-86 þar sem Stólarnir leiddur lungan úr leiknum en Stjarnan sneri við taflinu og tryggði oddaleikinn í næstu viku. 18. maí 2025 18:15 Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls gat verið svekktur með úrslit leiksins þegar lið hans laut í gras fyrir Stjörnunni í leik nr. 4 um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn endaði 91-86 fyrir Stjörnuna og Benni þarf að gíra liðið sitt upp fyrir oddaleik. 18. maí 2025 22:32 „Við máttum ekki gefast upp“ Jase Febres var einn af þeim sem leiddu áhlaupið sem skiluðu sigri Stjörnunnar í leik númer fjögur í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Hann skoraði 24 stig, hvert öðru mikilvægara, en þau komu öll í seinni hálfleik til að skila sigri Stjörnunnar 91-86 gegn Tindastól. 18. maí 2025 21:28 Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Shaquille Rombley leikmaður Stjörnunnar þurfti að fara af velli í leik Stjörnunnar og Tindastóls í úrslitum Bónus-deildarinnar. Rombley var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fengið læknisaðstoð í Ásgarði. 18. maí 2025 20:11 Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Fjórði úrslitaleikur Stjörnunnar og Tindastóls er í gangi í Ásgarði þessa stundina. Hlynur Bæringsson fékk óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleiknum sem gerði hörðustu stuðningsmenn Tindastóls sótilla. 18. maí 2025 20:26 „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Hilmar Smári Henningsson var ósáttur með sína frammistöðu í seinni hálfleik í síðasta leik og segir Stjörnuna hafa átt skilið tap gegn Tindastóli í úrslitaeinvígi Bónus deildar karla. Hann settist niður með Stefáni Árna Pálssyni og ræddi fjórða leik liðanna sem er framundan í kvöld. 18. maí 2025 10:52 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Sjá meira
Rombley þurfti þurfti að fara af velli í öðrum leikhluta í leik Stjörnunnar og Tindastóls í úrslitum Bónus-deildarinnar sem lauk með sigri Stjörnunnar sem með því knúði fram oddaleik. Rombley var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fengið læknisaðstoð í Ásgarði. Í hálfleik voru áhorfendur beðnir um að gefa sjúkraflutningamönnum pláss til að athafna sig og áhorfendur sendir út um útgang á bakhlið Ásgarðs. Rombley hafði átt í öndunarerfiðleikum yfir daginn en við skoðun í gær komu í ljós einhver vandkvæði í tengslum við nýru hans og gengst hann undir frekari rannsóknir í dag. „Ég fór og hitti hann í gær eftir leikinn,“ segir Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar í samtali við Vísi. „Það er einhvers konar vesen með nýrun hjá honum og hann er bara í rannsóknum í dag. Það voru einhver gildi sem voru ekki nógu góð í tengslum við nýrum. Ég svo sem er ekki læknir og get ekki upplýst þetta eitthvað meira en það.“ Rombley hafi verið brattur þrátt fyrir allt. „Hann var góður, jákvæður þrátt fyrir það sem á undan hafði gengið.“ Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari StjörnunnarVísir/Hulda Margrét Stutt er á milli leikja í úrslitaeinvíginu og oddaleikurinn um Íslandsmeistaratitilinn fer fram í Síkinu á miðvikudaginn. Ertu að gera ráð fyrir honum í oddaleiknum? „Eins og staðan er núna gera ég ekki ráð fyrir honum. Ef hann verður með þá er það bara bónus.“ Aðrir þurfa að stíga upp líkt og var raunin í leik fjögur í gær þar sem að Stjörnumenn náðu að vinna sig aftur inn í leikinn án Rombley og sigla heim sigri eftir að hafa verið undir lengi vel. „Það er karakter í þessu liði, Bjarni og Viktor áttu góða innkomu og sömuleiðis Hlynur. Þetta eru bara menn sem þurfa að stíga upp og fylla hans skarð.“ Oddaleikur framundan, fjórða árið í röð sem það er raunin í úrslitaeinvígi efstu deildar karla. „Bara gleði og gaman. Það er ekkert annað, gaman að taka þátt í þessu. Þetta verður bara leikur fimm, leðjuslagur.“ Baldur er búinn að fara yfir leik gærkvöldsins. „Ég fór yfir leikinn þegar að ég kom heim og sofnaði um tvö leitið. Ég er ánægður með það hvað menn héldu fókus og voru ekki að fara yfir um þrátt fyrir að Stólarnir hafi átt góðan kafla. Vel gert hjá þeim að halda sér inn í hlutunum.“ Oddaleikur Tindastóls og Stjörnunnar í úrslitaeinvígi Bónus deildar karla í körfubolta fer fram í Síkinu á Sauðárkróki á miðvikudaginn kemur. Leikurinn hefst klukkan átta og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Bónus-deild karla Stjarnan Tindastóll Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Stjarnan sýndi gífurlegan karakter þegar þeir sneru við erfiðri stöðu í hálfleik og náðu í sigur í leik fjögur um Íslandsmeistaratitilinn. Leikar enduðu 91-86 þar sem Stólarnir leiddur lungan úr leiknum en Stjarnan sneri við taflinu og tryggði oddaleikinn í næstu viku. 18. maí 2025 18:15 Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls gat verið svekktur með úrslit leiksins þegar lið hans laut í gras fyrir Stjörnunni í leik nr. 4 um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn endaði 91-86 fyrir Stjörnuna og Benni þarf að gíra liðið sitt upp fyrir oddaleik. 18. maí 2025 22:32 „Við máttum ekki gefast upp“ Jase Febres var einn af þeim sem leiddu áhlaupið sem skiluðu sigri Stjörnunnar í leik númer fjögur í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Hann skoraði 24 stig, hvert öðru mikilvægara, en þau komu öll í seinni hálfleik til að skila sigri Stjörnunnar 91-86 gegn Tindastól. 18. maí 2025 21:28 Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Shaquille Rombley leikmaður Stjörnunnar þurfti að fara af velli í leik Stjörnunnar og Tindastóls í úrslitum Bónus-deildarinnar. Rombley var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fengið læknisaðstoð í Ásgarði. 18. maí 2025 20:11 Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Fjórði úrslitaleikur Stjörnunnar og Tindastóls er í gangi í Ásgarði þessa stundina. Hlynur Bæringsson fékk óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleiknum sem gerði hörðustu stuðningsmenn Tindastóls sótilla. 18. maí 2025 20:26 „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Hilmar Smári Henningsson var ósáttur með sína frammistöðu í seinni hálfleik í síðasta leik og segir Stjörnuna hafa átt skilið tap gegn Tindastóli í úrslitaeinvígi Bónus deildar karla. Hann settist niður með Stefáni Árna Pálssyni og ræddi fjórða leik liðanna sem er framundan í kvöld. 18. maí 2025 10:52 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Stjarnan sýndi gífurlegan karakter þegar þeir sneru við erfiðri stöðu í hálfleik og náðu í sigur í leik fjögur um Íslandsmeistaratitilinn. Leikar enduðu 91-86 þar sem Stólarnir leiddur lungan úr leiknum en Stjarnan sneri við taflinu og tryggði oddaleikinn í næstu viku. 18. maí 2025 18:15
Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls gat verið svekktur með úrslit leiksins þegar lið hans laut í gras fyrir Stjörnunni í leik nr. 4 um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn endaði 91-86 fyrir Stjörnuna og Benni þarf að gíra liðið sitt upp fyrir oddaleik. 18. maí 2025 22:32
„Við máttum ekki gefast upp“ Jase Febres var einn af þeim sem leiddu áhlaupið sem skiluðu sigri Stjörnunnar í leik númer fjögur í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Hann skoraði 24 stig, hvert öðru mikilvægara, en þau komu öll í seinni hálfleik til að skila sigri Stjörnunnar 91-86 gegn Tindastól. 18. maí 2025 21:28
Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Shaquille Rombley leikmaður Stjörnunnar þurfti að fara af velli í leik Stjörnunnar og Tindastóls í úrslitum Bónus-deildarinnar. Rombley var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fengið læknisaðstoð í Ásgarði. 18. maí 2025 20:11
Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Fjórði úrslitaleikur Stjörnunnar og Tindastóls er í gangi í Ásgarði þessa stundina. Hlynur Bæringsson fékk óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleiknum sem gerði hörðustu stuðningsmenn Tindastóls sótilla. 18. maí 2025 20:26
„Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Hilmar Smári Henningsson var ósáttur með sína frammistöðu í seinni hálfleik í síðasta leik og segir Stjörnuna hafa átt skilið tap gegn Tindastóli í úrslitaeinvígi Bónus deildar karla. Hann settist niður með Stefáni Árna Pálssyni og ræddi fjórða leik liðanna sem er framundan í kvöld. 18. maí 2025 10:52