Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Smári Jökull Jónsson skrifar 19. maí 2025 07:33 Eugene Omalla sést hér ásamt liðsfélögum sínum eftir að gullið var í höfn í París síðasta sumar. Vísir/Getty Hollenski hlauparinn Eugene Omalla hefur beðið liðsfélaga sína afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið sem hann vann ásamt hlaupasveit sinni á uppboði. Eugene Omalla var hluti af boðhlaupssveit Hollands sem vann gull í 4x400 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í París síðasta sumar. Holland vann þá gull eftir ótrúlegan endasprett Femke Bol sem stakk sér fram úr keppinautunum á lokametrum hlaupsins. Fyrir helgi bárust hins vegar fréttir af því að verðlaunapeningur Omalla frá París væri falur til kaups á uppboðssíðu. Verðlaunapeningurinn er nú seldur og það fyrir tæpar tíu milljónir króna. Ákvörðun Omalla hlaut töluverða gagnrýni enda þótti hún gera lítið úr afreki hollenska liðsins. Hann hefur nú útskýrt sína hlið málsins og beðið liðsfélaga sína afsökunar. „Ég skil neikvæðu viðbrögðin og þess vegna vil ég eyða öllum misskilningi. Þetta snýst ekki um græðgi eða skort á virðingu fyrir virði verðlaunapeningsins. Þetta snýst ekki um að ég sé í fjárhagsvandræðum eða að ég vilji græða smá pening. Þetta er persónulegt, að tryggja framtíð fjölskyldu minnar og vellíðan og styðja þá sem þurfa mest á því að halda,“ sagði Omalla í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. Gullpeningar úr silfri Hann segir að peningarnir verði settir í sjóð sem foreldrar hans hafi stofnað og nýttur verði í góðgerðamál. „Þau fórnuðu öllu svo draumar mínir gætu orðið að veruleika. Eftir á að hyggja sé ég að ég hefði átt að segja frá þessu fyrr. Til liðsfélaga minna, þjálfara og allra þeirra sem urðu sárir. Ég er leiður yfir því að þetta var túlkað þannig. Ákvörðun mín var tekin með ást, ábyrgð og þakklæti í huga. Ég vona að þið skiljið það.“ Gullpeningarnir frá París eru reyndar að mestu leyti úr silfri. 98,8% peningsins er úr silfri, þeir eru 529 grömm að þyngd og þar af eru aðeins sex grömm úr gulli. Á hverjum verðlaunapening er járn sem tekið var úr Eifelturninum. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Tölurnar á bak við hundrað landsleiki Ægis Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Sjá meira
Eugene Omalla var hluti af boðhlaupssveit Hollands sem vann gull í 4x400 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í París síðasta sumar. Holland vann þá gull eftir ótrúlegan endasprett Femke Bol sem stakk sér fram úr keppinautunum á lokametrum hlaupsins. Fyrir helgi bárust hins vegar fréttir af því að verðlaunapeningur Omalla frá París væri falur til kaups á uppboðssíðu. Verðlaunapeningurinn er nú seldur og það fyrir tæpar tíu milljónir króna. Ákvörðun Omalla hlaut töluverða gagnrýni enda þótti hún gera lítið úr afreki hollenska liðsins. Hann hefur nú útskýrt sína hlið málsins og beðið liðsfélaga sína afsökunar. „Ég skil neikvæðu viðbrögðin og þess vegna vil ég eyða öllum misskilningi. Þetta snýst ekki um græðgi eða skort á virðingu fyrir virði verðlaunapeningsins. Þetta snýst ekki um að ég sé í fjárhagsvandræðum eða að ég vilji græða smá pening. Þetta er persónulegt, að tryggja framtíð fjölskyldu minnar og vellíðan og styðja þá sem þurfa mest á því að halda,“ sagði Omalla í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. Gullpeningar úr silfri Hann segir að peningarnir verði settir í sjóð sem foreldrar hans hafi stofnað og nýttur verði í góðgerðamál. „Þau fórnuðu öllu svo draumar mínir gætu orðið að veruleika. Eftir á að hyggja sé ég að ég hefði átt að segja frá þessu fyrr. Til liðsfélaga minna, þjálfara og allra þeirra sem urðu sárir. Ég er leiður yfir því að þetta var túlkað þannig. Ákvörðun mín var tekin með ást, ábyrgð og þakklæti í huga. Ég vona að þið skiljið það.“ Gullpeningarnir frá París eru reyndar að mestu leyti úr silfri. 98,8% peningsins er úr silfri, þeir eru 529 grömm að þyngd og þar af eru aðeins sex grömm úr gulli. Á hverjum verðlaunapening er járn sem tekið var úr Eifelturninum.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Tölurnar á bak við hundrað landsleiki Ægis Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Sjá meira