Handbolti

Landsliðið fékk myndir frá Vísi og Fréttablaðinu

Óskar Ófeigur Jónsson í Vrsac skrifar
Mynd/Stefán
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta þarf nú að beita öllum ráðum til þess að rífa sig upp eftir slæmt tap á móti Svartfjallalandi í fyrsta leik á Evrópumótinu í Serbíu. Stelpurnar mæta Rúmeníu í kvöld og ein leið þjálfaranna að endurkomunni er að setja saman stemmningsmyndband.

Hilmar Guðlaugsson, þjálfari kvennaliðs HK og annar af aðstoðarmönnum Ágústs Jóhannssonar hjá landsliðinu fékk það verkefni að útbúa stemmningsmyndband fyrir leikinn á móti Rúmenum í kvöld.

Hilmar leitaði meðal annars til Stefáns Karlssonar, ljósmyndara Vísis og Fréttablaðsins á mótinu og fékk hjá honum flottar myndir til þess að nota í myndbandinu.

Það á eftir að koma í ljós hvort umrætt myndband leki einhvern tímann út fyrir íslenska hópinn en mikilvægast er þó að það komi stelpunum í gírinn en liðið þarf mun meiri ákveðni, áræðni og grimmd ætli stelpurnar sér að fá eitthvað út úr leiknum í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×