Innlent

For­sendur séu brostnar vegna játningar ráð­herra

Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru hörðum orðum um Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra og samgönguáætlun hans á þingfundi í dag. Hann sagðist í gær aðeins hafa lesið útdrátt skýrslu sem hann vísaði til við kynningu á samgönguáætlun. Því efast þingmenn um að áætlunin byggi á faglegu mati, líkt og kom fram í máli forsætisráðherra í gær.

Innlent

Boðar tuttugu að­gerðir í mál­efnum fjöl­miðla

Logi Einarsson, menningar,- nýsköpunar og háskólaráðherra, kynnti tillögur að aðgerðum í málefnum fjölmiðla á ríkisstjórnarfundi í morgun. Stefnt er að því að tillögurnar fari í almenna kynningu í þessum mánuði en um er að ræða um tuttugu tillögur sem ætlað er styrkja stöðu íslenskra fjölmiðla. Breyttir tímar kalli á nýja nálgun.

Innlent

Ein­fald­lega til­viljun að Ár­sæll sé fyrstur í röðinni

Mennta- og barnamálaráðherra segir tilviljun hafa ráðið því að skólastjóri Borgarholtsskóla hafi verið fyrstur í röð framhaldsskólastjóra að fá þau tíðindi að starf hans yrði auglýst. Hann hafnar því með öllu að ákvörðunin tengist Ingu Sæland eða gagnrýni skólastjórans. Hann þrái þvert á móti gagnrýni og hugmyndir.

Innlent

Önnur mesta rýrnun Hof­sjökuls frá upp­hafi mælinga

Í nóvember mældist önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga. Rúmmál jökulsins hefur á 38 árum rýrnað úr um 200 rúmkílómetrum í um 165 rúmkílómetra, sem jafngildir um 17 prósenta minnkun. Flatarmálið hefur dregist saman um 15 prósent á sama tímabili og er nú komið niður fyrir 790 km2.

Innlent

Vill leiða ráð­herra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm

Lögmaður Ársæls Guðmundssonar, skólameistara Borgarholtsskóla, hefur óskað eftir því að fá að leiða forsætisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og sex aðstoðarmenn ráðherra fyrir dóm sem vitni í svokölluðu vitnaleiðslumáli. Það er gert til þess að leita sönnunar um atvik í tengslum við ákvörðun menntamálaráðherra um að auglýsa embætti Ársæls laust til umsóknar.

Innlent

Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum lista­manna

„Við fögnum þessari umræðu og okkur þykir mjög vænt um að fá að taka þátt í því að móta framtíðina,“ sagði Elías Þór Þorvarðarson, sölu- og markaðsstjóri Kjöríss, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Til umræðu voru umdeildar umbúðir jólaíss Kjöríss, sem voru teiknaðar með aðstoð gervigreindar.

Innlent

Tíma­mót og bylting í nýju Konukoti

Mikil eftirvænting er meðal starfsfólks Rótarinnar og Reykjavíkurborgar eftir opnun nýs húsnæðis Konukots í desember. Starfsleyfið var formlega gefið út í síðustu viku og stendur til að flytja starfsemina í desember og opna samhliða því nýtt tímabundið húsnæðisúrræði fyrir konur sem hafa glímt við heimilisleysi

Innlent

Setja sjálf upp um­ferðar­ljós og gagn­rýna ráða­leysi borgarinnar

Íbúar í Laugardal í Reykjavík stefna á að setja upp umferðarljós við gatnamót Kirkjuteigs og Reykjavegar þar sem keyrt hefur verið á þrjú börn í haust. Fyrst eitt barn á hjóli í september og svo tvö börn, annað á hjóli, í október. Laugarnesskóli er rétt fyrir ofan gatnamótin og börnin labba þarna yfir götuna til að komast í til dæmis skólasund og tómstundir eða á leið sinni heim. 

Innlent

Mölvuð rúða snemmbúin og leiðin­leg jóla­gjöf

Skemmdir urðu utan á fjölbýlishúsi í Bríetartúni þegar kviknaði í sorphirðubíl fyrir utan húsið snemma morguns þann 17. nóvember. Rannsókn lögreglu á brunanum er lokið. Niðurstaða rannsóknar var að líklega hefði glussaslanga farið í sundur með þeim afleiðingum að glussaolía fór yfir heita vél og vélarhluti og eldur kviknaði.

Innlent

Fékk „út­drátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í

Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, las ekki alla skýrslu sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri gerði um jarðgangakosti. Hann vísaði í skýrsluna fyrr í vikunni þegar hann kynnti nýja samgönguáætlun en segist hafa fengið útdrátt úr henni.

Innlent

Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný

„Mjófirðingar og allir sem hafa einhverja tengingu við Mjóafjörð eru náttúrulega bara í skýjunum. Þetta breytir hreinlega öllu fyrir Mjóafjörð. Núna mun hann rísa úr ösku sinni og verða aftur að byggilegum stað innan fjórðungsins,“ segir Mjófirðingurinn Erlendur Magnús Jóhannsson eftir tilkynningu ríkisstjórnarinnar um breytta forgangsröðun jarðganga.

Innlent

Dagar Úffa mögu­lega taldir

Kona sem á hundi sínum líf sitt að þakka segist harmi slegin eftir að hafa fengið bréf frá Matvælastofnun þess efnis að aflífa eigi hundinn innan tveggja vikna vegna skorts á heilsu. Tveir dýralæknar hafi vottað heilsu Úlfgríms, eða Úffa eins og hann er kallaður.

Innlent

Hand­tekinn eftir slags­mál á Lauga­vegi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með nokkuð umfangsmikið viðbragð við öldurhúsi á Laugavegi í kvöld vegna slagsmála. Lögregluþjónar á að minnsta kosti fjórum hefðbundnum lögreglubílum voru á vettvangi.

Innlent

Eftiráskýringar ráð­herra haldi engu vatni

Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla segir það algjörlega ótvírætt að enginn nemandi hafi hætt í skólanum vegna skómálsins svokallaða. Skýringar ráðherra um kerfisbreytingar séu óskiljanlegar og gagnrýni Ársæls á stjórnvöld hafi legið ákvörðuninni til grundvallar.

Innlent

Yfir 120 stór­felld fíkni­efna­mál hjá tollinum

Tollgæslan hefur kært hátt í þrjú hundruð mál vegna innflutnings á fíkniefnum- og lyfjum á þessu ári. Tæplega helmingur málanna flokkast sem stórfelld brot. Hvert Íslandsmetið á fætur öðru hefur fallið í ár þegar kemur að haldlagningu á efnum á landamærum.

Innlent

Hafi engin af­skipti haft af málinu

Inga Sæland félagsmálaráðherra segist ekki hafa beitt sér á neinum tímapunkti í máli Ársæls Guðmundssonar skólameistara Borgarholtsskóla. Hún hafi hvorki átt í samskiptum við samráðherra sína um málið, né beri hún nokkurn kala til hans.

Innlent

Ráð­herra hafnar af­skiptum af málinu

Mál skólameistara Borgarholtsskóla hefur valdið miklum titringi. Heitar umræður sköpuðust á Alþingi og skólastjórar lýsa yfir verulegum áhyggjum af tjáningarfrelsi sínu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum; ræðum við Ársæl Guðmundsson skólameistara í beinni og einnig Ingu Sæland félagsmálaráðherra - sem Ársæll hefur sakað um að hafa beitt sér í málinu.

Innlent

Úti­lokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni

Úlfar Lúðvíksson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, segist ekki vera búinn að gera upp hug sinn hvort hann muni sækjast eftir embætti ríkislögreglustjóra sem nú er auglýst. Þá segist hann alltaf hafa verið rammpólitískur en enginn hafi komið að tali við hann um framboð.

Innlent

Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum

Albert Guðmundsson landsliðsmaður í fótbolta tjáir sig um mál sitt eftir að staðfesting barst verjanda hans um að málinu yrði ekki áfrýjað. Hann segist ekki láta kúga sig og kveðst vona einlægælega að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir þeim sem eru raunveruleg fórnarlömb ofbeldis.

Innlent

Á­kvörðunin varði gagn­rýni Ár­sæls ekki að neinu leyti

Í ljósi boðaðra umfangsmikillla breytinga á framhaldsskólastiginu taldi mennta- og barnamálaráðuneytið rétt að auglýsa stöðu skólameistara Borgarholtsskóla þannig að umsækjendur gætu metið hvort þeir vilji leiða skólann í gegnum slíkar breytingar. Tekið var fram á fundi með Ársæli Guðmundssyni, skólameistara skólans, að ekkert væri því til fyrirstöðu að hann  sækti um stöðuna ef hann kysi svo. Ekki hefur verið tekin nein ákvörðun á þessum tímapunkti um að auglýsa aðrar stöður skólameistara.

Innlent

Vænir ráð­herra um vald­níðslu og óskar skýringa

Lögmaður Ársæls Guðmundssonar skólameistara Borgarholtsskóla sendi Guðmundi Inga Kristinssyni, mennta- og barnamálaráðherra, bréf í dag þar sem hann óskaði skýringa á ákvörðun ráðherra um að auglýsa starf hans. Hún beri vott um valdníðslu.

Innlent

Á­bati Fjarðarheiðarganga metinn nei­kvæður um 37 milljarða króna

Núvirtur ábati Fjarðarheiðarganga milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, sem ríkisstjórnin setti á ís í gær, er í greiningu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri metinn neikvæður upp á 37 milljarða króna. Ábati vegna Fjarðaganga, sem í skýrslunni eru nefnd Mjóafjarðargöng, er metinn neikvæður um 23,5 milljarða króna, það er 13,5 milljörðum króna skárri.

Innlent

Krist­rún bað for­seta um að stöðva um­ræður

Allt ætlaði um koll að keyra á Alþingi í morgun þegar þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu yfir óánægju sinni með að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefði verið tekinn af lista yfir ráðherra sem sitja áttu fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnartíma, einmitt þegar þeir ætluðu að spyrja hann út í embættisfærslur hans í máli skólameistara Borgarholtsskóla. Í ljós kom að ráðherrann liggur á sjúkrahúsi og gat því ekki mætt í þingið. Umræður undir liðnum fundarstjórn forseta héldu þó áfram lengi vel og loks spurði forsætisráðherra forseta Alþingis hvort ekki væri hægt að „stoppa þetta.“

Innlent

Sam­þykktu frið­lýsingu Grafar­vogs en til­laga um stækkun verndarsvæðis felld

Tillaga um friðlýsingu Grafarvogs var samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær og henni vísað til borgarráðs. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vildu friðlýsa stærra svæði umhverfis voginn en þeirri tillögu hafnaði meirihlutinn. Borgarfulltrúar allra flokka styðja friðlýsinguna þótt Sjálfstæðismenn hafi viljað ganga lengra en fulltrúi Framsóknarflokksins sat hjá þegar tillaga Sjálfstæðismanna var felld.

Innlent