Innlent

Ást­hildur Lóa í beinni og Sósíal­istar á rangri braut

Helga Vala Helgadóttir, lögmaður hins sautján ára gamla Oscars Bocanegra, sem á að vísa úr landi í byrjun júní, segir fullyrðingar Útlendingastofnunar um að hann hafi hlotið efnislega meðferð rangar. Rætt verður við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Innlent

Krókur á móti bragði færði út­lendinga­málin framar í röðinni

Þingflokksformenn funduðu með forseta Alþingis nú síðdegis um að flýta afgreiðslu á útlendingamálum dómsmálaráðherra, eftir boð stjórnarandstöðunnar um það. Ráðherrann sagði um helgina að stjórnarandstaðan tefði fyrir afgreiðslu málanna á þingi. Að endingu náðust samningar um að færa mál ráðherrans framar á dagskrá.

Innlent

Óvissustig vegna ferjuflugvélar frá Græn­landi

Óvissustigi var lýst yfir af stjórnstöð Landhelgisgæslunnar á þriðja tímanum þegar ekki náðist samband við flugmann eins hreyfils ferjuflugvélar sem verið var að fljúga frá Narsarsuaq á Grænlandi til Keflavíkur. Engan sakaði.

Innlent

Allt farið í hund og kött á þinginu

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra var harðlega gagnrýnd af minnihlutanum á þingi fyrir orð sem hún lét falla á Sprengisandi að hann kæmi í veg fyrir að útlendingamálin hlytu umfjöllun á þinginu.

Innlent

Norður­löndin standi saman vörð um al­þjóða­lög

Forsætisráðherrar Norðurlandanna, auk leiðtoga Álandseyja, Færeyja Grænlands, komu saman í Finnlandi i dag. Þar var farið yfir öryggis- og varnarmál á Norðurlöndum, málefni Grænlands og ásælni forseta Bandaríkjanna í eyjuna, efnahagsmál auk ýmissa annarra mála.

Innlent

Sanna segir sig frá trúnaðar­störfum innan Sósíal­ista­flokksins

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, hefur sagt sig frá trúnaðarstöfum innan flokksins. Hún birti yfirlýsingu rétt í þessu en segist þar ætla að halda áfram að starfa sem oddviti flokksins í borgarstjórn. Þar situr hún í meirihluta með Samfylkingunni, Vinstri grænum, Flokki fólksins og Pírötum.

Innlent

Ást­hildur Lóa snýr aftur

Ásthildur Lóa Þórsdóttir tekur sæti á Alþingi á ný í dag, eftir hafa verið í leyfi frá því að hún sagði af sér sem barna- og menntamálaráðherra. 

Innlent

Ekki rétt að um­sókn Oscars hafi ekki verið skoðuð

Útlendingastofnun segir að ekki sé rétt að umsókn hins sautján ára gamla Oscars Anders Florez Bocanegra um landvistarleyfi hafi ekki verið tekin til skoðunar efnislega af stjórnvöldum. Ekki sé deilt um að aðstæður hans í heimalandi hans Kólumbíu séu erfiðlegar en ekki sé hægt að fallast á að hann eigi á hættu ofsóknir eða ómannúðlega og vanvirðandi meðferð í landinu og því uppfylli hann ekki skilyrði til að fá alþjóðlega vernd.

Innlent

Dregur vélar­vana bát að landi

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar boðaði í morgun áhöfn björgunarskipsins Odds V. Gíslasonar í Grindavík út vegna lítils fiskibáts sem var í vandræðum um þrjár sjómílur suður af Hópsnesi. Báturinn naut ekki vélarafls og var óskað eftir aðstoð við að draga bátinn að landi.

Innlent

Oscar hafi veitt tak­mörkuð svör

Kærunefnd útlendingamála hefur birt umdeildan úrskurð sinn þar sem umsókn hins sautján ára gamla Oscar Anders Florez Bocanegra um landvistarleyfi er hafnað. Boðað hefur verið til mótmæla við upphaf þingfundar við Austurvöll í dag en fósturforeldrar Oscars segjast ráðalaus vegna málsins, engin svör fáist frá ráðamönnum og embættismenn ráði för.

Innlent

Skip­stjórinn svarar fyrir sig

Fyrrverandi skipstjóri á Huginn VE55 sem missti akkeri sem olli skemmdum á neysluvatnslögn í Vestmannaeyjum fyrir hálfu öðru ári segir mikil vonbrigði hvernig stjórnendur og eigendur Vinnslustöðvarinnar hafi komið fram eftir atvikið. Útgerðin sverti starfsmenn sína og dragi úr eigin ábyrgð á slysinu.

Innlent

„Við erum klár í bátana og með sterka inn­viði“

Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir engan bilbug að finna á Vinstri grænum sem muni bjóða fram í næstu sveitarstjórnarkosningum og spár um dauða flokksins séu ótímabærar. Engin formleg samtöl hafi verið milli VG og annarra flokka um sameiginleg framboð. Sveitarstjórnarfólk ræði þó sín á milli.

Innlent

Segir Sönnu ekki hafa verið hafnað

Sæþór Benjamín Randalsson, nýr formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir flokksmenn hafa kosið breytingar á aðalfundi flokksins um helgina. Ekki hafi verið tekist á um stefnuna heldur hvernig eigi að reka innra starf flokksins. Sæþór fór yfir það sem gerðist í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Innlent

Gómuðu fíkni­efna­sala sem flúði á hlaupahjóli

Maður grunaður um fíkniefnasölu flúði undan lögreglu á hlaupahjóli. Lögreglumenn eltu manninn uppi og reyndist hann vera með nokkuð magn fíkniefna á sér og töluverða fjármuni. Maðurinn reyndist ekki vera með fullnægjandi skilríki og var vistaður í fangaklefa.

Innlent

Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar

Ríkislögreglustjóri segir fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum frjálst að tjá sig svo lengi sem hann beri ábyrgð á orðum sínum. Hún segir pólitískar væringar síðustu ár hafa bitnað á löggæslustörfum hér á landi.

Innlent

40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar

Fjörutíu ár eru í dag, 25. maí frá því að Reynir Pétur Steinunnarson á Sólheimum í Grímsnesi hóf Íslandsgöngu sína þá 36 ára gamall en hann gekk hringinn í kringum landið til að safna fyrir íþróttahúsi á Sólheimum . Félagi hans á Sólheimum, Kristján Atli Sævarsson ætlar að ganga Vestfirðina í sumar og safna fyrir nýjum brennsluofni á Sólheimum.

Innlent

„Mál að linni“

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir gott að niðurstaða fáist í mál hans en að viðbrögð hans fari eftir því hver hún verður. Mál sé að linni.

Innlent