Innlent

„Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“

Bóndi á Kirkjuhóli segir sárt að skera þurfi fé en riða greindist á bænum í gær. Grunur um smit vaknaði í síðustu viku en hann segist hafa vitað um leið og hann sá kindina að um riðu væri að ræða, símtalið til Matvælastofnunar hafi verið þungt.

Innlent

Spyr hvort af­lífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta

Hundaeigandi furðar sig á afskiptum Matvælastofnunar af hundi sínum vegna útiveru dýrsins á lóð hennar. Í bréfi frá stofnuninni kemur fram að aflífa eigi sjúk dýr þó að tveir dýralæknar segi hundinn í fínu ásigkomulagi. Gæludýrið skipti hana öllu máli enda á hún honum líf sitt að þakka. 

Innlent

Þungt sím­tal bónda í Skaga­firði

Tvö ár eru í dag liðin frá árás Hamas-liða í Ísrael sem markaði jafnframt upphaf hörmunganna á Gaza. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, mætir í myndver og rýnir í friðarviðræðurnar sem nú standa yfir.

Innlent

Dæmi um að að­stand­endur beri fíkni­efni í börn á Stuðlum

Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn í langtímameðferðarúrræði á Stuðlum. Heimildir starfsmanna til að stöðva flæði fíknefna inni í meðferðarúrræðum og leita á börnum séu verulega takmarkaðar, sérstaklega í ljósi skorts á langtímaúrræðum fyrir drengi á landsbyggðinni.

Innlent

Stofna hreyfingu til undir­búnings ís­lenskum her

Arnór Sigurjónsson og Daði Freyr Ólafsson hafa stofnað hreyfingu sem ætlað er að leggja grunn að hreyfingu sem setji öryggi og framtíð Íslands í forgang. Hreyfingunni er ætlað að undirbúa stofnun íslensks hers og verða vettvangur umræðu, fræðslu og áhrifa á þjóðaröryggisstefnu.

Innlent

Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum

Spjallbekk hefur verið komið fyrir í Laugardalnum við inngang Grasagarðsins í tilefni af viku einmanaleikans sem nú stendur yfir. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að spjallbekki sé að finna víða um heim og að þeim sé ætlað að hvetja til félagslegra samskipta og draga úr einmanaleika.

Innlent

Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum

Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segist hafa hlustað á Bítið á Bylgjunni í morgun með tárin í augunum. Þar stigu fram tvær mæður drengja með alvarlegan vímuefnavanda sem ætla að fara með þá til Suður-Afríku í meðferð vegna úrræðaleysis.

Innlent

Kyn­greint nautasæði kemur vel út

Kúabændur eru ánægðir með þann árangur sem náðst hefur með kyngreint sæði þegar þeir velja naut til að sæða kýr sínar með. Með sæðinu ræður bóndinn hvort hann fær kvígukálf eða nautkálf í heiminn. Sérstakur kyngreiningarbíll frá Danmörku kemur til landsins til að kyngreina sæðið.

Innlent

„Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“

Nauðsynlegt er að gera upp hörmungarnar á Gaza til þess að tryggja megi varanlegan frið, segir alþjóðastjórnmálafræðingur sem vonar að viðræðurnar sem nú fara fram beri árangur. Tvö ár eru liðin frá árás Hamas-liða í Ísrael.

Innlent

Segir stöðuna á sjúkra­húsinu á Akur­eyri grafalvarlega

Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir stöðuna á sjúkrahúsi Akureyrar grafalvarlega í kjölfar þess að stjórnendur hafi fengið fyrirmæli um að segja upp samningum við sérfræðilækna. Heilbrigðisráðherra segir ekki rétt að þau fyrirmæli hafi komið frá henni, tryggja þurfi þjónustuna með öllum ráðum, málið sé í farvegi hjá forstjóra sjúkrahússins.

Innlent

„Það þarf að gera meira og hraðar“

Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, segir að stjórnvöld hyggist bregðast við þeirri íþyngjandi stöðu sem fólk og fyrirtæki búa við meðal annars vegna hárra vaxta. Í farvatninu sé húsnæðis- og efnahagspakki sem muni taka mið af veruleika þeirra hópa sem mest finna fyrir háum stýrivöxtum. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnir ákvörðun sína í fyrramálið. Greinendur á markaði búast við óbreyttum vöxtum.

Innlent

Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist

Snjór sést nú í Esjunni í fyrsta sinn í haust. Veðurfræðingur segir haustið hafa verið óvenjuhlýtt, allajafna sé hvítur toppur Esjunnar fyrr á ferðinni. Svalara loft yfir höfuðborgarsvæðinu er væntanlegt næstu tvo daga en svo hlýnar aftur um helgina.

Innlent

Far­þegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu

Alls voru tíu fluttir á sjúkrahús eftir rútuslys á Snæfellsnesi í gær. 44 voru um borð í rútunni sem valt en enginn slasaðist alvarlega.  Einn farþega var farinn af vettvangi þegar viðbragðsaðilar mættu á staðinn. Betur fór en á horfðist en töluverður bratti er niður af veginum þar sem rútan fór útaf. Lögreglan hvetur vegfarendur til að keyra sérstaklega varlega um vegi Snæfellsness, sem séu víða slæmir.

Innlent

„Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“

Bændasamtök Íslands hafa lýst yfir verulegum vonbrigðum með nýbirt drög að breyttum búvörulögum. Atvinnuvegaráðherra segir það alls ekki svo að allir bændur kvarti yfir drögunum og að þeim sé ætlað að auka hlut bænda í virðiskeðju landbúnaðarafurða.

Innlent

Vilja heimili á markað en ekki upp­boð við nauðungar­sölu

Allir almennir þingmenn Flokk fólksins hafa lagt fram þingmannafrumvarp um að eignir sem seldar eru á nauðungarsölu verði seldar á almennum markaði frekar en á uppboði. Þingmennirnir vísa meðal annars til máls ungs öryrkja sem missti heimili sitt á uppboði á þrjár milljónir króna. Húsið var síðar selt á 78 milljónir króna.

Innlent

Þriðjungur telur sumar­frí grunnskóla­barna of langt

Rúmlega helmingi landsmanna finnst sumarfrí grunnskólanema vera hæfilega langt á meðan þriðjungur telur það vera of langt og 16 prósent of stutt. Marktækt fleiri körlum en konum finnst sumarfríið vera of stutt en 35 prósentum þeirra finnst það of stutt og 31 prósent kvenna. Tuttugu prósent karla vilja lengja það en aðeins tólf prósent kvenna.

Innlent

Ó­á­nægja með stjórnar­and­stöðu í hæstu hæðum

Ánægja með störf ríkisstjórnarinnar eykst á milli fjórðunga og hefur ekki verið meiri í á fimmta ár. Á sama tíma eykst óánægjan nokkuð og þar með fækkar í hópi þeirra sem höfðu ekki skoðun á ríkisstjórninni. Óánægja með störf stjórnarandstöðunnar er í hæstu hæðum.

Innlent

Mót­mæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir að­gerðum

Fjöldi fólks mótmælir nú á Hverfisgötu við fund ríkisstjórnarinnar. Tvö ár eru í dag frá því að Hamas réðst inn í Ísrael, drap um 1.200 manns og tók 251 gísl. Árásir Ísraela og hernaður þeirra á Gasa stigmagnaðist strax í kjölfarið. Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ísraelsmenn hafi framið þjóðarmorð á Palestínumönnum á Gasa.

Innlent

Á leið til Suður-Afríku með syni sína í með­ferð vegna úr­ræða­leysis

Mæður tveggja fjórtán ára drengja undirbúa nú að fara með þá til Suður-Afríku í meðferð vegna alvarlegs vímuefnavanda. Þær segja úrræðaleysið algjört á Íslandi og úrræðin sem séu í boði „skrípaleik og leikrit“. Börnin gangi inn og út úr meðferðarúrræðum til að ná sér í vímuefni. Þegar hafa fjögur önnur börn farið í sama meðferðarúrræði í Suður-Afríku.

Innlent

Skorið á hjól­barða og spreyjað á bif­reiðar

Óskað var eftir aðstoð viðbragðsaðila í gærkvöldi eða nótt vegna einstaklings sem var sagður með blæðandi sár á höfði á bar í miðborg Reykjavíkur. Í ljós kom að um slys var að ræða en viðkomandi fékk aðhlynningu sjúkraliðs.

Innlent