Innlent

Manni og barni haldið í Leifsstöð í þrjátíu tíma
Albanskur maður og ólögráða frænka hans hafa þurft að hýrast í Leifsstöð í meira en þrjátíu klukkutíma. Lögreglan hótar að vísa honum úr landi en lögmaður mannsins segir hana ekki hafa heimild til þess. Dvalarleyfisumsókn sé enn þá í vinnslu.

„Þetta er þvílík vanvirðing fyrir þessa stétt“
Fjölmenn mótmæli fóru fram við húsnæði Sambands íslenskra sveitarfélaga í morgun. Mótmælin voru skipulögð af foreldrum sem voru orðnir langþreyttir á deilu sambandsins við BSRB. Framkvæmdastjóri sambandsins mætti á mótmælin en orð hans til mótmælenda féllu í grýttan jarðveg.

Myndaveisla: Rostungur í mestu makindum á Álftanesi
Rostungur sem sást í Hafnarfjarðarhöfn liggur nú í fjörunni á Álftanesi. Þar hefur hann verið í nokkrar klukkustundir og vakið mikla athygli. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, mætti á vettvang og tók myndir af þessari mögnuðu skepnu.

Seðlabankastjóri væntir frekari aðgerða gegn verðbólgu í fjárlögum
Seðlabankastjóri segir aðgerðir stjórnvalda til að vinna gegn verðbólgu jákvæðar. Þær væru eitt skref af mörgum sem taka verði og væntir frekari aðgerða í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Þá hvetur Seðlabankinn lánastofnanir til að nýta aukinn veðrétt heimila eftir mikla hækkun húsnæðisverðs til að breyta skilmálum lána.

Bein útsending: Eldhúsdagsumræður á Alþingi
Almennar stjórnmálaumræður, svokallaðar eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi í kvöld og hefjast klukkan 19:40.

Tilkynntur til lögreglu fyrir að spila Bubba
Maður var tilkynntur til lögreglu í dag vegna hávaða og láta í heimahúsi í Árbæ. Við nánari skoðun lögreglu kom í ljós að maðurinn var að spila lög með Bubba Morthens.

Mátti ekki þyngja dóm föður sem káfaði á dóttur sinni
Hæstiréttur hefur mildað dóm Landsréttar yfir manni sem sakfelldur var fyrir að káfa á dóttur sinni í tvö skipti. Málið er eitt þeirra sem fór fyrir Endurupptökudóm í kjölfar Landsréttarmálsins svokallaða.

„Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga“
Móðir fatlaðs drengs segir óþolandi að vita ekki hvort og þá hvar sonur hennar fær inni í framhaldsskóla í haust. Slík mál komi upp á hverju einasta ári.

Óvenjulegt háttalag lirfa í Hafnarfirði
Erling Ólafsson, skordýrafræðingur, vekur athygli á óvenjulegri hátterni sem lirfur fiðrildategundarinnar haustfeta hafa sýnt í Hafnarfirði undanfarið. Lirfurnar hafa í þúsundatali pakkað inn stóru runnabeði í þéttan límkenndan spunavef og lokast inni í honum.

Harmar óþarfa fugladráp og biðlar til kattaeigenda að vera á varðbergi
María Huld Markan Sigfúsdóttir, íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur, segir sárt að verða vitni að því blóðbaði sem á sér stað ár hvert þegar heimiliskettir veitast að fuglum með nýfædda unga í hverfinu. Hún biðlar til kattaeigenda að gera það sem þau geta til þess að koma í veg fyrir óþarfa morð á fuglum.

Bein útsending: Rostungur í fjörunni á Álftanesi
Rostungur sem sást í Hafnarfjarðarhöfn liggur nú í fjörunni á Álftanesi. Þar hefur hann verið í nokkrar klukkustundir. Fólk er varað við því að koma ekki nær en hundrað metra frá rostungnum

Hægt að gifta sig í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir þrjátíu þúsund krónur
Elskendur geta leigt sal í Ráðhúsi Reykjavíkur og látið pússa sig saman alla virka daga og laugardaga á milli klukkan 10 og 15. Aðstoð við uppsetningu, dúkar og kertastjakar eru innifalin í verðinu sem er þrjátíu þúsund krónur á virkum dögum en fjörutíu þúsund krónur á laugardögum.

Regnboginn fer hvergi og verður lagður með slitsterku efni
Regnbogi verður áfram á Skólavörðustíg í Reykjavík og stendur til leggja hann með slitsterku efni í sumar.

Tóku fagnandi á móti Sæfara eftir tólf vikur í slipp
Grímeyjarferjan Sæfari kom siglandi frá Dalvík og lagðist við bryggju í Grímsey um hádegisbil í dag. Ferjan sigldi loks aftur í morgun, en hún hafði verið tólf vikur í slipp á Akureyri. Upphaflega stóð til að hún yrði sex til átta vikur í slipp.

„Ég neita að trúa að Alþingi Íslendinga ætli að vera svona smátt“
Harðar umræður urðu á Alþingi í dag vegna erindis er varðar undanþágu vegna tollfrjáls innflutnings frá Úkraínu. Þingmenn Viðreisnar flykktust í pontu til að gagnrýna máttleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart hagsmunaöflum íslensks landbúnaðar.

Annasamur sólarhringur hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var þrisvar sinnum kölluð út síðastliðinn sólarhring. Tvö útkallanna voru utan af sjó.

„Þeir þurfa bara að bakka og segja já“
Kröftug mótmæli voru haldin fyrir framan húsnæði Samtaka íslenskra sveitarfélaga í morgun. Lúðrar voru þeyttir og „Sömu laun fyrir sömu störf“ var hrópað síendurtekið. Skipuleggjendur mótmælanna segja að Sambandið þurfi einfaldlega að mæta kröfum BSRB, sem muni ekki slá af kröfum sínum.

Seðlabankinn hvetur lánastofnanir til sveigjanleika
Seðlabankastjóri segir aðgerðir bankans með vaxtahækkunum og hertum lánaskilurðum hafa kælt niður húsnæðismarkaðinn. Sömuleiðis hafi eignamyndun í íbúðarhúsnæði aukist. Brýnt sé að lánastofnanir bjóði lántakendum skilamálabreytingar á lánum miðað við þarfir hvers og eins, sérstaklega eftir að tímabil fastra vaxta á lánum rennur út.

Ólafur segir vinnubrögð íslenskra stjórnvalda til háborinnar skammar
Svo virðist sem skyndileg þinglok hafi komið fjölmörgum í opna skjöldu. Fjöldi mála er óafgreiddur, eitt þeirra er tollfrelsi fyrir úkraínskar vörur sem virðist ætla að brenna inni vegna hastarlegra þinglokanna.

Hádegisfréttir Bylgjunnar
Í hádeginu fjöllum við um málefni Alþingis en til stendur að þingið fari í sumarfrí á föstudaginn kemur.

Karlar leita í auknum mæli til Stígamóta
Hjálmar G. Sigmarsson, ráðgjafi hjá Stígamótum, segir að karlkyns brotaþolar kynferðisofbeldis leiti sér aðstoðar hjá samtökunum í auknum mæli. Hann greindi frá því í erindi sínu á ráðstefnu um kynferðisbrot gegn drengjum í Háskólanum í Reykjavík í síðustu viku.

Rostungur samferða manni á leið í vinnu
Rostungur í Hafnarfjarðarhöfn fylgdi starfsmanni Hafrannsóknarstofnunar í vinnuna í morgun. Að samfylgdinni lokinni fór maðurinn í vinnuna en rostungurinn synti út Hafnarfjörð.

Hastarleg þinglok koma þingmönnum í opna skjöldu
Forseti Alþingis tilkynnti við upphaf þingfundar á mánudag að starfsáætlun þingsins verði felld úr gildi frá og með næsta miðvikudegi eins og samþykkt hefði verið á fundum með forsætisnefnd og formönnum þingflokka. Í gærkvöldi er hins vegar tilkynnt að samið hafi verið um þinglok Alþingis í gær.

Þessir þingmenn munu tala á eldhúsdegi í kvöld
Almennar stjórnmálaumræður, svokallaðar eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi í kvöld. Umræðurnar hefjast klukkan 19:40 og skiptast í tvær umferðir.

Sigurður Þórðarson mætir á nefndarfund
Sigurður Þórðarson, fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi, mun mæta fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í dag. Hann mun þar fara yfir afar umdeilda greinargerð sína um Lindarhvol sem enn hefur ekki fengist birt.

Heimilin hugi að breytingu lánasamninga
Fjármálastöðugleikanefnd brýnir fyrir lánveitendum og þar með einnig heimilunum að huga tímanlega að þyngri greiðslubyrði lántakenda til þess að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika. Vanskil í bankakerfinu séu þó enn lítil og rekstrarafkoma bankanna góð.

Óþarfi að einstaklingur sé einhleypur ef skilgreining „foreldra“ er skýr
Óþarfi er að krefjast þess að einstaklingar séu einhleypir þegar þeir hyggjast nýta kynfrumur í kjölfar skilnaðar, sambúðarslita eða andláts maka, svo lengi sem kveðið sé skýrt og áréttað í lögum hverjir eru foreldrar þess barns eða barna sem verða til.

Ráðin skólastjóri Listdansskólans
Elizabeth Greasley hefur verið ráðin skólastjóri Listdansskóla Íslands og tekur hún við stöðunni af Guðmundi Helgasyni.

125 ára sunnlensk samstaða verði rofin með flutningi heilsugæslunnar
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur að hugmyndir sem uppi séu um flutning heilsugæslunnar í Laugarási í nágrannasveitarfélag geti skaðað samstarf sveitarfélaga í Uppsveitum Árnessýslu á öllum sviðum. Það sé miður ef til standi að rjúfa rúmlega aldarlanga samstöðu í Uppsveitum um heilsugæslu í Laugarási. Sveitarstjóri Hrunamannahrepps segir augljóst að hentugra sé að heilsugæslan flytjist á Flúðir.

Saka sveitarstjórn um að taka afstöðu með tveimur heimilum
Foreldrar nokkurra barna í Eyja og Miklaholtshreppi hafa gefið út yfirlýsingu varðandi lokun Laugagerðisskóla. Foreldrarnir hafa boðist til að reka skólann og gera við húsnæðið.