Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Þingmenn héldu áfram að takast á um bandorminn svokallaða í þinginu í dag en aðrar umræður hafa nú staðið í vel á annan tug klukkustunda. Það þýðir að aðrar umræður eru orðnar lengri en aðrar umræður um bandorma síðustu tíu þinga á undan, samanlagt. Þetta setti forsætisráðherra út á og sagði greinilegt að máli skipti hvort fólk væri í meiri- eða minnihluta þegar það ræddi hagstjórnarmál. „Yfirlætisráðherra“ kallaði þingmaður Sjálfstæðisflokksins hann fyrir vikið. Innlent 16.12.2025 15:51 Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Lesstofu Borgarskjalasafns á Tryggvagötu hefur formlega verið lokað. Öll starfsemi safnsins verður færð yfir á Þjóðskjalasafnið á næsta ári í sparnaðarskyni. Innlent 16.12.2025 15:37 Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Margrét Halla Hansdóttir Löf hefur verið dæmd í 16 ára fangelsi fyrir að hafa banað föður sínum og gert tilraun til að bana móður sinni á heimili þeirra við Súlunes á Arnarnesinu í Garðabæ í apríl síðastliðnum. Innlent 16.12.2025 15:30 „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Borgar- og áheyrnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Viðreisnar í forsætisnefnd Reykjavíkurborgar segja það óásættanlegt að gestalista fyrir móttökur borgarstjórnar hafi verið breytt án þess að þeir voru upplýstir. Borgarfulltrúi segir ákvörðunina einkennast af hugsunarleysi. Innlent 16.12.2025 14:32 Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Ísland skrifaði í morgun undir samkomulag við þrjú önnur ríki um skiptingu og stjórn makrílsstofnsins. Lengi vel hafa önnur ríki ekki viðurkennd stöðu Íslands sem strandríki í makríl. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir samkomulagið halla á íslensk fyrirtæki. Innlent 16.12.2025 13:27 Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Stjórn Pírata í Kópavogi hefur tekið ákvörðun um að bjóða ekki fram lista Pírata í sveitarstjórnarkosningunum í Kópavogi vor. Innlent 16.12.2025 13:03 „Við vitum að áföllin munu koma“ Forseti Alþingis segir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis svara þeim álitamálum sem lagt var upp með. Hún telur núverandi almannavarnarkerfi mun betur í stakk búið að takast á við atburði af álíka stærðargráðu en fyrir þrjátíu árum síðan. Innlent 16.12.2025 13:02 Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Alexandra Briem, nýr oddviti Pírata í Reykjavík eftir brotthvarf Dóru Bjartar Guðjónsdóttur til Samfylkingarinnar, vill leiða lista Pírata í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hún segir ákvörðun Dóru ekki hafa verið efsta á jólagjafaóskalistanum. Innlent 16.12.2025 12:47 Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Í hádegisfréttum fjöllum við um vistaskipti Dóru Bjartar oddvita Pírata í Borgarstjórn en nú fyrir hádegið tilkynnti hún óvænt um að hún væri gengin í Samfylkinguna. Innlent 16.12.2025 11:32 Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi hefur sagt skilið við borgarstjórnarflokk Pírata og gengið til liðs við Samfylkinguna. Meirihlutinn í borgarstjórn mun áfram vinna saman. Alexandra Briem verður oddviti Pírata og formaður borgarráðs. Dóra Björt tekur á móti við formennsku í stafrænu ráði borgarinnar og tekur sæti Hjálmars Sveinssonar í borgarráði. Innlent 16.12.2025 11:32 Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að prinsippum sem Íslendingar hafi alla tíð staðið fyrir hafi verið fórnað með samningi um makrílveiðar, sem íslensk stjórnvöld skrifuðu undir í morgun. Þá spyr hann hvort þingsköpum hafi verið kippt úr sambandi við gerð samningsins, þar sem fjárlaganefnd hafi ekkert veður fengið af honum fyrr en í morgun. Innlent 16.12.2025 11:29 Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Hlutfall landsmanna í trú- og lífsskoðunarfélögum og þeirra sem standa utan þeirra tók svo gott sem engum breytingum á milli ára. Örlítið hærra hlutfall tilgreinir nú ekki stöðu sína en í fyrra og hlutfall þeirra sem er í Þjóðkirkjunni lækkar lítillega. Innlent 16.12.2025 11:12 Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11:30 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum Vísis verða þar kynntar breytingar, sem ræddar verða á fundi borgarstjórnar klukkan 12. Innlent 16.12.2025 11:00 Hækka hitann í Breiðholtslaug Borgarstjórn hyggst hækka hitann í Breiðholtslaug upp í 35 gráður í febrúar til að koma til móts við ungbarnafjölskyldur. Tilraunin er meðal þriggja tillagna sem eiga að auka aðgengi ungbarnafjölskyldna að laugum borgarinnar. Innlent 16.12.2025 09:58 Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Nýskráningar bíla í nóvember voru tæplega þrefalt fleiri en í sama mánuði í fyrra. Mikla aukningu má líklegast rekja til hækkunar vörugjalda um áramótin að sögn framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins. Bílaleigur sem ekki kaupa rafbíla verði fyrir hvað mestum áhrifum. Innlent 15.12.2025 23:39 Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Óvíst er hvort Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra muni snúa aftur til starfa í menntamálaráðuneytið eftir að veikindaleyfi hans nú lýkur. Hann er á leið í opna hjartaskurðaðgerð og tíminn þarf að leiða í ljós hvernig bataferli hans verður. Innlent 15.12.2025 22:40 Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins setur út á staðhæfingar forstjóra Sýnar um rekstur og tekjur ríkisfjölmiðilsins af auglýsingasölu. Í raun hafi tekjurnar ekki þróast í samræmi við verðlag. Hann telur það ekki skynsamlegt að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði. Innlent 15.12.2025 20:40 Umferðarslys á Breiðholtsbraut Tveir bílar skullu saman á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Jaðarsels. Einn hefur verði fluttur á sjúkrahús. Innlent 15.12.2025 19:40 Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Ljósi er varpað á málsatvik í tengslum við snjóflóðið í Súðavík í skýrslu rannsóknarnefndar sem var kynnt í dag. Formaður nefndarinnar segir hægt að draga lærdóm af skýrslunni. Innlent 15.12.2025 19:32 Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í snjóflóðinu í Súðavík árið 1995 segir nýja skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem kynnt var í dag ekki til neins ef ekki verði brugðist við henni. Hann segir ekki dag líða þar sem hann hugsi ekki til dagsins örlagaríka í janúar þetta ár, stjórnvöld hafi með því að neita að horfast í augu við ábyrgð látið eins og fráfall íbúa í Súðavík hafi ekki skipt neinu máli. Innlent 15.12.2025 19:12 Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Rannsóknarnefnd Alþingis skilaði í dag ítarlegri skýrslu um snjóflóðið í Súðavík. Nefndin var skipuð eftir ákall frá aðstandendum og í henni er varpað ljósi á málsatvik fyrir og eftir flóðið - og ákvarðanir yfirvalda í tengslum við það. Í kvöldfréttum á Sýn förum við yfir helstu niðurstöður skýrslunnar og ræðum við Hafstein Númason sem missti þrjú börn í snjóflóðinu. Innlent 15.12.2025 18:04 Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Bíll bilaði í Hvalfjarðargöngunum nú síðdegis. Göngin voru lokuð í skamma stund á meðan beðið var eftir dráttarbíl til þess að ná í bílinn. Innlent 15.12.2025 17:58 Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup eru nú spurðir út í mögulegt framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar til borgarstjórnar. Sjálfur segist Guðlaugur ekki standa að baki könnuninni, hann hafi í nógu að snúast í þinginu þó hann gefi líkt og áður ekkert upp um hvort hann stefni á að sækjast eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni sem Hildur Björnsdóttir vermir nú. Innlent 15.12.2025 17:31 Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Félag bráðalækna telur vistun sjúklinga í bílskúr bráðamóttökunnar vera kerfisbundið brot á mannréttindum þeirra. Það sé daglegt viðfangsefni að leysa öryggisógnir vegna plássleysis en vandamálið sé ekki bráðamóttakan sjálf heldur heilbrigðiskerfið í heild. Innlent 15.12.2025 16:28 Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis vegna snjóflóðs í Súðavík árið 1995 er hvorki að finna álit né vangaveltur nefndarinnar um mögulega ábyrgð einstaklinga á atburðum 16. janúar 1995, þegar fjórtán fórust. Í skýrslunni segir hins vegar að auðvelt sé að vera vitur eftir á. Innlent 15.12.2025 16:23 Þau eru tilnefnd sem maður ársins Vísir og Reykjavík síðdegis standa fyrir vali á manni ársins árið 2025 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. Innlent 15.12.2025 16:00 Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu lögðu hald á sautján skotvopn sem voru ekki geymd á réttan hátt auk töluverðs magns af skotfærum. Eigendur vopnanna verða kærðir fyrir brot á vopnalögum. Innlent 15.12.2025 15:26 Stór mál standa enn út af Stór mál standa enn út af á Alþingi nú þegar einungis þrír þingfundir eru eftir á árinu, samkvæmt starfsáætlun. Formaður Sjálfstæðisflokksins biðlar til ríkisstjórnar um að hætta að hækka skatta. Innlent 15.12.2025 14:44 Í takt við það sem verið hefur Breyttar innritunarreglur í framhaldsskóla fela ekki í sér hugmyndafræðilega breytingu að mati Guðjóns Hreins Haukssonar formanns Félags framhaldsskólakennara. Hann segir þær í raun staðfesta það sem iðkað hefur verið áratugum saman að skólinn sé fyrir alla. Innlent 15.12.2025 14:44 Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra og varaþingmaður Viðreisnar, gefur kost á sér til að leiða lista Viðreisnar í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík í vor. Hann mun taka sér launalaust leyfi frá utanríkisráðuneytinu á sama tíma. Innlent 15.12.2025 14:41 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
„Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Þingmenn héldu áfram að takast á um bandorminn svokallaða í þinginu í dag en aðrar umræður hafa nú staðið í vel á annan tug klukkustunda. Það þýðir að aðrar umræður eru orðnar lengri en aðrar umræður um bandorma síðustu tíu þinga á undan, samanlagt. Þetta setti forsætisráðherra út á og sagði greinilegt að máli skipti hvort fólk væri í meiri- eða minnihluta þegar það ræddi hagstjórnarmál. „Yfirlætisráðherra“ kallaði þingmaður Sjálfstæðisflokksins hann fyrir vikið. Innlent 16.12.2025 15:51
Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Lesstofu Borgarskjalasafns á Tryggvagötu hefur formlega verið lokað. Öll starfsemi safnsins verður færð yfir á Þjóðskjalasafnið á næsta ári í sparnaðarskyni. Innlent 16.12.2025 15:37
Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Margrét Halla Hansdóttir Löf hefur verið dæmd í 16 ára fangelsi fyrir að hafa banað föður sínum og gert tilraun til að bana móður sinni á heimili þeirra við Súlunes á Arnarnesinu í Garðabæ í apríl síðastliðnum. Innlent 16.12.2025 15:30
„Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Borgar- og áheyrnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Viðreisnar í forsætisnefnd Reykjavíkurborgar segja það óásættanlegt að gestalista fyrir móttökur borgarstjórnar hafi verið breytt án þess að þeir voru upplýstir. Borgarfulltrúi segir ákvörðunina einkennast af hugsunarleysi. Innlent 16.12.2025 14:32
Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Ísland skrifaði í morgun undir samkomulag við þrjú önnur ríki um skiptingu og stjórn makrílsstofnsins. Lengi vel hafa önnur ríki ekki viðurkennd stöðu Íslands sem strandríki í makríl. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir samkomulagið halla á íslensk fyrirtæki. Innlent 16.12.2025 13:27
Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Stjórn Pírata í Kópavogi hefur tekið ákvörðun um að bjóða ekki fram lista Pírata í sveitarstjórnarkosningunum í Kópavogi vor. Innlent 16.12.2025 13:03
„Við vitum að áföllin munu koma“ Forseti Alþingis segir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis svara þeim álitamálum sem lagt var upp með. Hún telur núverandi almannavarnarkerfi mun betur í stakk búið að takast á við atburði af álíka stærðargráðu en fyrir þrjátíu árum síðan. Innlent 16.12.2025 13:02
Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Alexandra Briem, nýr oddviti Pírata í Reykjavík eftir brotthvarf Dóru Bjartar Guðjónsdóttur til Samfylkingarinnar, vill leiða lista Pírata í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hún segir ákvörðun Dóru ekki hafa verið efsta á jólagjafaóskalistanum. Innlent 16.12.2025 12:47
Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Í hádegisfréttum fjöllum við um vistaskipti Dóru Bjartar oddvita Pírata í Borgarstjórn en nú fyrir hádegið tilkynnti hún óvænt um að hún væri gengin í Samfylkinguna. Innlent 16.12.2025 11:32
Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi hefur sagt skilið við borgarstjórnarflokk Pírata og gengið til liðs við Samfylkinguna. Meirihlutinn í borgarstjórn mun áfram vinna saman. Alexandra Briem verður oddviti Pírata og formaður borgarráðs. Dóra Björt tekur á móti við formennsku í stafrænu ráði borgarinnar og tekur sæti Hjálmars Sveinssonar í borgarráði. Innlent 16.12.2025 11:32
Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að prinsippum sem Íslendingar hafi alla tíð staðið fyrir hafi verið fórnað með samningi um makrílveiðar, sem íslensk stjórnvöld skrifuðu undir í morgun. Þá spyr hann hvort þingsköpum hafi verið kippt úr sambandi við gerð samningsins, þar sem fjárlaganefnd hafi ekkert veður fengið af honum fyrr en í morgun. Innlent 16.12.2025 11:29
Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Hlutfall landsmanna í trú- og lífsskoðunarfélögum og þeirra sem standa utan þeirra tók svo gott sem engum breytingum á milli ára. Örlítið hærra hlutfall tilgreinir nú ekki stöðu sína en í fyrra og hlutfall þeirra sem er í Þjóðkirkjunni lækkar lítillega. Innlent 16.12.2025 11:12
Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11:30 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum Vísis verða þar kynntar breytingar, sem ræddar verða á fundi borgarstjórnar klukkan 12. Innlent 16.12.2025 11:00
Hækka hitann í Breiðholtslaug Borgarstjórn hyggst hækka hitann í Breiðholtslaug upp í 35 gráður í febrúar til að koma til móts við ungbarnafjölskyldur. Tilraunin er meðal þriggja tillagna sem eiga að auka aðgengi ungbarnafjölskyldna að laugum borgarinnar. Innlent 16.12.2025 09:58
Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Nýskráningar bíla í nóvember voru tæplega þrefalt fleiri en í sama mánuði í fyrra. Mikla aukningu má líklegast rekja til hækkunar vörugjalda um áramótin að sögn framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins. Bílaleigur sem ekki kaupa rafbíla verði fyrir hvað mestum áhrifum. Innlent 15.12.2025 23:39
Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Óvíst er hvort Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra muni snúa aftur til starfa í menntamálaráðuneytið eftir að veikindaleyfi hans nú lýkur. Hann er á leið í opna hjartaskurðaðgerð og tíminn þarf að leiða í ljós hvernig bataferli hans verður. Innlent 15.12.2025 22:40
Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins setur út á staðhæfingar forstjóra Sýnar um rekstur og tekjur ríkisfjölmiðilsins af auglýsingasölu. Í raun hafi tekjurnar ekki þróast í samræmi við verðlag. Hann telur það ekki skynsamlegt að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði. Innlent 15.12.2025 20:40
Umferðarslys á Breiðholtsbraut Tveir bílar skullu saman á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Jaðarsels. Einn hefur verði fluttur á sjúkrahús. Innlent 15.12.2025 19:40
Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Ljósi er varpað á málsatvik í tengslum við snjóflóðið í Súðavík í skýrslu rannsóknarnefndar sem var kynnt í dag. Formaður nefndarinnar segir hægt að draga lærdóm af skýrslunni. Innlent 15.12.2025 19:32
Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í snjóflóðinu í Súðavík árið 1995 segir nýja skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem kynnt var í dag ekki til neins ef ekki verði brugðist við henni. Hann segir ekki dag líða þar sem hann hugsi ekki til dagsins örlagaríka í janúar þetta ár, stjórnvöld hafi með því að neita að horfast í augu við ábyrgð látið eins og fráfall íbúa í Súðavík hafi ekki skipt neinu máli. Innlent 15.12.2025 19:12
Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Rannsóknarnefnd Alþingis skilaði í dag ítarlegri skýrslu um snjóflóðið í Súðavík. Nefndin var skipuð eftir ákall frá aðstandendum og í henni er varpað ljósi á málsatvik fyrir og eftir flóðið - og ákvarðanir yfirvalda í tengslum við það. Í kvöldfréttum á Sýn förum við yfir helstu niðurstöður skýrslunnar og ræðum við Hafstein Númason sem missti þrjú börn í snjóflóðinu. Innlent 15.12.2025 18:04
Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Bíll bilaði í Hvalfjarðargöngunum nú síðdegis. Göngin voru lokuð í skamma stund á meðan beðið var eftir dráttarbíl til þess að ná í bílinn. Innlent 15.12.2025 17:58
Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup eru nú spurðir út í mögulegt framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar til borgarstjórnar. Sjálfur segist Guðlaugur ekki standa að baki könnuninni, hann hafi í nógu að snúast í þinginu þó hann gefi líkt og áður ekkert upp um hvort hann stefni á að sækjast eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni sem Hildur Björnsdóttir vermir nú. Innlent 15.12.2025 17:31
Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Félag bráðalækna telur vistun sjúklinga í bílskúr bráðamóttökunnar vera kerfisbundið brot á mannréttindum þeirra. Það sé daglegt viðfangsefni að leysa öryggisógnir vegna plássleysis en vandamálið sé ekki bráðamóttakan sjálf heldur heilbrigðiskerfið í heild. Innlent 15.12.2025 16:28
Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis vegna snjóflóðs í Súðavík árið 1995 er hvorki að finna álit né vangaveltur nefndarinnar um mögulega ábyrgð einstaklinga á atburðum 16. janúar 1995, þegar fjórtán fórust. Í skýrslunni segir hins vegar að auðvelt sé að vera vitur eftir á. Innlent 15.12.2025 16:23
Þau eru tilnefnd sem maður ársins Vísir og Reykjavík síðdegis standa fyrir vali á manni ársins árið 2025 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. Innlent 15.12.2025 16:00
Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu lögðu hald á sautján skotvopn sem voru ekki geymd á réttan hátt auk töluverðs magns af skotfærum. Eigendur vopnanna verða kærðir fyrir brot á vopnalögum. Innlent 15.12.2025 15:26
Stór mál standa enn út af Stór mál standa enn út af á Alþingi nú þegar einungis þrír þingfundir eru eftir á árinu, samkvæmt starfsáætlun. Formaður Sjálfstæðisflokksins biðlar til ríkisstjórnar um að hætta að hækka skatta. Innlent 15.12.2025 14:44
Í takt við það sem verið hefur Breyttar innritunarreglur í framhaldsskóla fela ekki í sér hugmyndafræðilega breytingu að mati Guðjóns Hreins Haukssonar formanns Félags framhaldsskólakennara. Hann segir þær í raun staðfesta það sem iðkað hefur verið áratugum saman að skólinn sé fyrir alla. Innlent 15.12.2025 14:44
Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra og varaþingmaður Viðreisnar, gefur kost á sér til að leiða lista Viðreisnar í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík í vor. Hann mun taka sér launalaust leyfi frá utanríkisráðuneytinu á sama tíma. Innlent 15.12.2025 14:41