Innlent Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Tímamótaviðræður um frið milli Rússlands og Úkraínu hófust í dag. Við ræðum við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um viðræðurnar í kvöldfréttum klukkan 18:30 sem segir mikilvægt að virða fullveldi Úkraínu. Innlent 23.1.2026 18:01 Eldur í sendibíl á Miklubraut Eldur logaði í litlum sendiferðabíl á Miklubraut í Reykjavík nú síðdegis og var dælubíll og sjúkrabíll sendur á staðinn. Búið er að slökkva eldinn og voru engin slys á fólki, að sögn slökkviliðs. Innlent 23.1.2026 17:26 Arnar Grétarsson í stjórnmálin Arnar Grétarsson, fyrrverandi landsliðs- og atvinnumaður í knattspyrnu og knattspyrnuþjálfari hér heima síðustu ár, er komin í pólitíkina. Hann gefur kost á sér fyrir Viðreisn í komandi sveitarstjórnarkosningum í Kópavogi. Innlent 23.1.2026 15:23 Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Samhliða umfangsmiklum veituframkvæmdum í Lönguhlíð í Reykjavík fær gatan nýtt útlit. Miðeyjan hverfur og sérstakir hjólastígar verða beggja vegna götunnar. Gangstéttir verða næst lóðamörkum en hjólastígarnir verða einstefnustígar upp við gangstéttarnar. Heildarkostnaður framkvæmdanna nemur ríflega milljarði króna. Innlent 23.1.2026 15:12 Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri og frambjóðandi í oddvitaslag Samfylkingarinnar í Reykjavík, segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboð þar sem hún hafi hvatt ótilgreinda manneskju til að skrá sig í Samfylkinguna til að taka þátt í prófkjöri flokksins. Í umræddum skilaboðum er vísað til Péturs Marteinssonar, mótframbjóðanda hennar, sem frægs karls með enga reynslu. Innlent 23.1.2026 14:46 „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Formaður Eflingar sendir forstöðumanni miðlunarsviðs hjá Samtökum Atvinnulífsins væna pillu vegna ummæla hans um að leikir íslenska handboltalandsliðsins geti nýst á vinnustöðum til að þjappa fólki saman. Sólveig segir verkafólk ekki getað hliðrað vinnu sinni, það fái enga uppsagnarvernd og þurfi að skila vottorði. Innlent 23.1.2026 14:29 Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Fleiri alvarleg heimilisofbeldismál rötuðu á borð lögreglunnar á síðasta ári miðað við árin áður. Verkefnastjóri afbrotavarna hjá ríkislögreglustjóra segir málum hafa fjölgað þar sem börn verða fyrir ofbeldi af hendi foreldra en aukin áhersla sé lögð á að stíga inn í slík mál. Innlent 23.1.2026 13:13 Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Gríðarleg harka er að færast í prófkjörsbaráttuna í Samfylkingunni og kannski ekki seinna vænna. Þrjú þúsund manns hafa skráð sig í flokkinn en lokað var fyrir skráningar á miðnætti. Meint skilaboð frá Heiðu Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra, þar sem hún fer fram á stuðning gegn frægum karli, eru í umferð. Heiða kannast ekki við að hafa sent slík skilaboð. Innlent 23.1.2026 13:00 Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Frá því að ungliðahreyfing Samfylkingarinnar í Reykjavík hóf formlegan undirbúning fyrir prófkjör flokksins á morgun, um miðjan nóvember síðastliðinn, hefur skráðum félögum flokksins í Reykjavík fjölgað um 72 prósent. Innlent 23.1.2026 12:57 Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Í hádegisfréttum verður rætt við verkefnastjóra hjá Ríkislögreglustjóra sem segir að heimilisofbeldismál sem rata inn á borð lögreglu séu alvarlegri en áður. Innlent 23.1.2026 11:33 Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Klukkan 13 mætast Heiða Björg Hilmisdóttir og Pétur Marteinsson, sem bæði sækjast eftir oddvitasæti Samfylkingarinnar í borginni, í Pallborðinu á Vísi. Þetta er í síðasta sinn sem oddvitaframbjóðendurnir mætast fyrir prófkjörið sem fer fram á morgun. Innlent 23.1.2026 11:31 Játaði meira og meira eftir því sem á leið Framburður manns sem ákærður er fyrir kynferðisbrot gegn barni sem hann mun hafa framið meðan hann starfaði á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík þótti að mati lögreglu samræmast frásögn barnsins af meintum brotum hans. Maðurinn játaði í skýrslutökum hjá lögreglu að hafa brotið tvívegis á barninu. Innlent 23.1.2026 09:56 Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Húseigandi á höfuðborgarsvæðinu setti sig í samband við lögreglu í gærkvöldi eða nótt og tilkynnti um að brotist hefði verið inn hjá sér. Lögregla fór strax á staðinn, enda aðstæður þannig að húsráðandi hafði fundið innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu. Innlent 23.1.2026 06:27 Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Íbúi í Seljahverfi í Reykjavík hefur sett í loftið nýja vefsíðu þar sem sjá má kort yfir það sem hann kallar raunverulegt ástand borgarinnar. Hann segir um að ræða borgaralegt tilkynningakerfi og vonar að borgin bregðist við skemmdum. Innlent 23.1.2026 00:59 „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Lilja Alfreðsdóttir, sem býður sig fram til formanns Framsóknarflokksins, telur að það gæti verið styrkur fyrir flokkinn að hafa formanninn utan þings. Hún segist vera fullveldissinni, er á móti aðild að Evrópusambandinu og vill herða flóttamannalöggjöfina á Íslandi. Þá vill hún einnig ná betri tökum á efnahagsmálum. Fyrst og fremst langar hana að byggja flokkinn upp. Innlent 23.1.2026 00:30 Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Þrír af fjórum leikjum strákanna okkar í milliriðli Evrópumótsins verða leiknir á miðjum vinnudegi flestra landsmanna. Forstöðumaður hjá SA hefur þó ekki áhyggjur af því að togstreita skapist á vinnustöðum og segir leikina tækifæri til að styrkja liðsheild fyrirtækja. Innlent 22.1.2026 23:32 Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Pétur Björgvin Sveinsson, aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar, gefur kost á sér í oddvitasæti Viðreisnar í Kópavogi. Innlent 22.1.2026 23:02 Kom ekki á teppið Bandarísk yfirvöld hafa ekki brugðist við ákúrum utanríkisráðherra eftir að sendiherraefni þeirra gantaðist með að Bandaríkin gætu tekið yfir Ísland og gert hann að ríkisstjóra landsins. Innlent 22.1.2026 22:24 Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun vonast til að endanlegt framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun fáist í næsta mánuði og að smíði hennar fari þá á fulla ferð. Fyrirtækið hyggst jafnframt hefja stækkun þriggja eldri virkjana í ár. Innlent 22.1.2026 21:48 Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi menningar- og viðskiptaráðherra, ætlar að gefa kost á sér í formannssæti flokksins. Þetta tilkynnti hún á félagsfundi Framsóknarfélags Reykjavíkur sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica í kvöld. Innlent 22.1.2026 21:15 Willum fer ekki fram og styður Lilju Willum Þór Þórsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og núverandi forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), ætlar ekki að gefa kost á sér í formannssæti Framsóknarflokksins. Þess í stað styður hann Lilju Dögg Alfreðsdóttur varaformann. Innlent 22.1.2026 20:48 Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Foreldrar sex ára gamallar stúlku höfðu enga vitneskju um að brotið hefði verið kynferðislega gegn henni fyrr en lögregla hafði samband. Karlmaður sem er ákærður fyrir brotið dreifði ljósmyndum á netinu sem komu lögreglu á snoðir um málið. Alþjóðlegt samstarf skipti sköpum. Innlent 22.1.2026 19:41 Magnea vill hækka sig um sæti Magnea Gná Jóhannsdóttir borgarfulltrúi gefur kost á sér í annað sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í maí. Innlent 22.1.2026 19:25 Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Maður sem er grunaður um að hafa nauðgað sex ára stúlku sætir enn gæsluvarðhaldi en foreldrar barnsins höfðu enga vitneskju um kynferðisbrotið þegar að lögregla hafði samband. Ljósmyndir af athæfinu fundust af lögreglufulltrúum í Evrópu og hófst rannsókn hér á landi í gegnum alþjóðlegt samstarf. Innlent 22.1.2026 18:10 Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Of snemmt er að segja til um hvort viðræður Bandaríkjaforseta og framkvæmdastjóra NATO séu jákvætt skref í samskiptum Bandaríkjanna við Danmörku og Grænland á meðan lítið er vitað um innihald rammasamkomulagsins, að sögn utanríkisráðherra. Innlent 22.1.2026 18:09 Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Menningar- og búsetulandslag Laugarnestanga í Reykjavík hefur verið friðlýst á grundvelli laga um menningarminjar. Friðlýsingunni var fagnað með ráðherra og borgarstjóra í dag. Innlent 22.1.2026 16:33 Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Aldrei hafa jafn margir leitað á bráðamóttöku Landspítalans vegna hálkuslysa á einum degi líkt og á þriðjudag þegar níutíu slösuðust. Leggja þurfti fimm inn á sjúkrahúsið. Innlent 22.1.2026 15:59 Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú manns sem kona segir hafa veist að henni árla morguns í dag og brotið á kynferðislega, utandyra við Austurbæjarbíó í Reykjavík. Innlent 22.1.2026 15:34 Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Tvö félög sem tengjast fyrrum stjórn Sósíalistaflokksins fékk yfir tuttugu milljónir króna frá flokknum árið 2024, bróðurskerfinn af tekjum hans það ár. Flokkurinn eyddi tæpum tíu milljónum króna í baráttuna fyrir alþingiskosningar. Innlent 22.1.2026 15:32 Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Þau tvö sem sækjast eftir oddvitasætinu hjá Samfylkingunni í borginni í sveitarstjórnarkosningum mætast í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi á morgun. Lesendur Vísis eru hvattir til að beina spurningum til frambjóðendanna. Innlent 22.1.2026 15:24 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Tímamótaviðræður um frið milli Rússlands og Úkraínu hófust í dag. Við ræðum við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra um viðræðurnar í kvöldfréttum klukkan 18:30 sem segir mikilvægt að virða fullveldi Úkraínu. Innlent 23.1.2026 18:01
Eldur í sendibíl á Miklubraut Eldur logaði í litlum sendiferðabíl á Miklubraut í Reykjavík nú síðdegis og var dælubíll og sjúkrabíll sendur á staðinn. Búið er að slökkva eldinn og voru engin slys á fólki, að sögn slökkviliðs. Innlent 23.1.2026 17:26
Arnar Grétarsson í stjórnmálin Arnar Grétarsson, fyrrverandi landsliðs- og atvinnumaður í knattspyrnu og knattspyrnuþjálfari hér heima síðustu ár, er komin í pólitíkina. Hann gefur kost á sér fyrir Viðreisn í komandi sveitarstjórnarkosningum í Kópavogi. Innlent 23.1.2026 15:23
Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Samhliða umfangsmiklum veituframkvæmdum í Lönguhlíð í Reykjavík fær gatan nýtt útlit. Miðeyjan hverfur og sérstakir hjólastígar verða beggja vegna götunnar. Gangstéttir verða næst lóðamörkum en hjólastígarnir verða einstefnustígar upp við gangstéttarnar. Heildarkostnaður framkvæmdanna nemur ríflega milljarði króna. Innlent 23.1.2026 15:12
Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri og frambjóðandi í oddvitaslag Samfylkingarinnar í Reykjavík, segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboð þar sem hún hafi hvatt ótilgreinda manneskju til að skrá sig í Samfylkinguna til að taka þátt í prófkjöri flokksins. Í umræddum skilaboðum er vísað til Péturs Marteinssonar, mótframbjóðanda hennar, sem frægs karls með enga reynslu. Innlent 23.1.2026 14:46
„Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Formaður Eflingar sendir forstöðumanni miðlunarsviðs hjá Samtökum Atvinnulífsins væna pillu vegna ummæla hans um að leikir íslenska handboltalandsliðsins geti nýst á vinnustöðum til að þjappa fólki saman. Sólveig segir verkafólk ekki getað hliðrað vinnu sinni, það fái enga uppsagnarvernd og þurfi að skila vottorði. Innlent 23.1.2026 14:29
Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Fleiri alvarleg heimilisofbeldismál rötuðu á borð lögreglunnar á síðasta ári miðað við árin áður. Verkefnastjóri afbrotavarna hjá ríkislögreglustjóra segir málum hafa fjölgað þar sem börn verða fyrir ofbeldi af hendi foreldra en aukin áhersla sé lögð á að stíga inn í slík mál. Innlent 23.1.2026 13:13
Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Gríðarleg harka er að færast í prófkjörsbaráttuna í Samfylkingunni og kannski ekki seinna vænna. Þrjú þúsund manns hafa skráð sig í flokkinn en lokað var fyrir skráningar á miðnætti. Meint skilaboð frá Heiðu Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra, þar sem hún fer fram á stuðning gegn frægum karli, eru í umferð. Heiða kannast ekki við að hafa sent slík skilaboð. Innlent 23.1.2026 13:00
Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Frá því að ungliðahreyfing Samfylkingarinnar í Reykjavík hóf formlegan undirbúning fyrir prófkjör flokksins á morgun, um miðjan nóvember síðastliðinn, hefur skráðum félögum flokksins í Reykjavík fjölgað um 72 prósent. Innlent 23.1.2026 12:57
Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Í hádegisfréttum verður rætt við verkefnastjóra hjá Ríkislögreglustjóra sem segir að heimilisofbeldismál sem rata inn á borð lögreglu séu alvarlegri en áður. Innlent 23.1.2026 11:33
Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Klukkan 13 mætast Heiða Björg Hilmisdóttir og Pétur Marteinsson, sem bæði sækjast eftir oddvitasæti Samfylkingarinnar í borginni, í Pallborðinu á Vísi. Þetta er í síðasta sinn sem oddvitaframbjóðendurnir mætast fyrir prófkjörið sem fer fram á morgun. Innlent 23.1.2026 11:31
Játaði meira og meira eftir því sem á leið Framburður manns sem ákærður er fyrir kynferðisbrot gegn barni sem hann mun hafa framið meðan hann starfaði á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík þótti að mati lögreglu samræmast frásögn barnsins af meintum brotum hans. Maðurinn játaði í skýrslutökum hjá lögreglu að hafa brotið tvívegis á barninu. Innlent 23.1.2026 09:56
Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Húseigandi á höfuðborgarsvæðinu setti sig í samband við lögreglu í gærkvöldi eða nótt og tilkynnti um að brotist hefði verið inn hjá sér. Lögregla fór strax á staðinn, enda aðstæður þannig að húsráðandi hafði fundið innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu. Innlent 23.1.2026 06:27
Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Íbúi í Seljahverfi í Reykjavík hefur sett í loftið nýja vefsíðu þar sem sjá má kort yfir það sem hann kallar raunverulegt ástand borgarinnar. Hann segir um að ræða borgaralegt tilkynningakerfi og vonar að borgin bregðist við skemmdum. Innlent 23.1.2026 00:59
„Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Lilja Alfreðsdóttir, sem býður sig fram til formanns Framsóknarflokksins, telur að það gæti verið styrkur fyrir flokkinn að hafa formanninn utan þings. Hún segist vera fullveldissinni, er á móti aðild að Evrópusambandinu og vill herða flóttamannalöggjöfina á Íslandi. Þá vill hún einnig ná betri tökum á efnahagsmálum. Fyrst og fremst langar hana að byggja flokkinn upp. Innlent 23.1.2026 00:30
Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Þrír af fjórum leikjum strákanna okkar í milliriðli Evrópumótsins verða leiknir á miðjum vinnudegi flestra landsmanna. Forstöðumaður hjá SA hefur þó ekki áhyggjur af því að togstreita skapist á vinnustöðum og segir leikina tækifæri til að styrkja liðsheild fyrirtækja. Innlent 22.1.2026 23:32
Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Pétur Björgvin Sveinsson, aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar, gefur kost á sér í oddvitasæti Viðreisnar í Kópavogi. Innlent 22.1.2026 23:02
Kom ekki á teppið Bandarísk yfirvöld hafa ekki brugðist við ákúrum utanríkisráðherra eftir að sendiherraefni þeirra gantaðist með að Bandaríkin gætu tekið yfir Ísland og gert hann að ríkisstjóra landsins. Innlent 22.1.2026 22:24
Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Framkvæmdastjóri hjá Landsvirkjun vonast til að endanlegt framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun fáist í næsta mánuði og að smíði hennar fari þá á fulla ferð. Fyrirtækið hyggst jafnframt hefja stækkun þriggja eldri virkjana í ár. Innlent 22.1.2026 21:48
Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi menningar- og viðskiptaráðherra, ætlar að gefa kost á sér í formannssæti flokksins. Þetta tilkynnti hún á félagsfundi Framsóknarfélags Reykjavíkur sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica í kvöld. Innlent 22.1.2026 21:15
Willum fer ekki fram og styður Lilju Willum Þór Þórsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og núverandi forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), ætlar ekki að gefa kost á sér í formannssæti Framsóknarflokksins. Þess í stað styður hann Lilju Dögg Alfreðsdóttur varaformann. Innlent 22.1.2026 20:48
Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Foreldrar sex ára gamallar stúlku höfðu enga vitneskju um að brotið hefði verið kynferðislega gegn henni fyrr en lögregla hafði samband. Karlmaður sem er ákærður fyrir brotið dreifði ljósmyndum á netinu sem komu lögreglu á snoðir um málið. Alþjóðlegt samstarf skipti sköpum. Innlent 22.1.2026 19:41
Magnea vill hækka sig um sæti Magnea Gná Jóhannsdóttir borgarfulltrúi gefur kost á sér í annað sæti á lista Framsóknar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í maí. Innlent 22.1.2026 19:25
Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Maður sem er grunaður um að hafa nauðgað sex ára stúlku sætir enn gæsluvarðhaldi en foreldrar barnsins höfðu enga vitneskju um kynferðisbrotið þegar að lögregla hafði samband. Ljósmyndir af athæfinu fundust af lögreglufulltrúum í Evrópu og hófst rannsókn hér á landi í gegnum alþjóðlegt samstarf. Innlent 22.1.2026 18:10
Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Of snemmt er að segja til um hvort viðræður Bandaríkjaforseta og framkvæmdastjóra NATO séu jákvætt skref í samskiptum Bandaríkjanna við Danmörku og Grænland á meðan lítið er vitað um innihald rammasamkomulagsins, að sögn utanríkisráðherra. Innlent 22.1.2026 18:09
Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Menningar- og búsetulandslag Laugarnestanga í Reykjavík hefur verið friðlýst á grundvelli laga um menningarminjar. Friðlýsingunni var fagnað með ráðherra og borgarstjóra í dag. Innlent 22.1.2026 16:33
Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Aldrei hafa jafn margir leitað á bráðamóttöku Landspítalans vegna hálkuslysa á einum degi líkt og á þriðjudag þegar níutíu slösuðust. Leggja þurfti fimm inn á sjúkrahúsið. Innlent 22.1.2026 15:59
Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú manns sem kona segir hafa veist að henni árla morguns í dag og brotið á kynferðislega, utandyra við Austurbæjarbíó í Reykjavík. Innlent 22.1.2026 15:34
Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Tvö félög sem tengjast fyrrum stjórn Sósíalistaflokksins fékk yfir tuttugu milljónir króna frá flokknum árið 2024, bróðurskerfinn af tekjum hans það ár. Flokkurinn eyddi tæpum tíu milljónum króna í baráttuna fyrir alþingiskosningar. Innlent 22.1.2026 15:32
Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Þau tvö sem sækjast eftir oddvitasætinu hjá Samfylkingunni í borginni í sveitarstjórnarkosningum mætast í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi á morgun. Lesendur Vísis eru hvattir til að beina spurningum til frambjóðendanna. Innlent 22.1.2026 15:24