Innlent

Heiða tekur annað sætið í Reykja­vík

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri ætlar að taka 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík sem hún tryggði sér í prófkjöri flokksins á laugardaginn, þegar hún tapaði slagnum um oddvitasætið. Hún óskar Pétri Marteinssyni aftur til hamingju með sigurinn og öllum þeim sem tryggðu sér sæti á lista og segist áfram ætla að vinna í þágu borgarinnar á grundvelli hugsjóna sinna og jafnaðarstefnunnar.

Innlent

Meiri hveralykt af vatninu vegna við­halds og við­gerðar

Tímabundið getur verið meiri hveralykt af vatni en venjulega í Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum vegna íblöndunar súlfíts í heita vatnið. Íblöndunin er vegna viðhalds og viðgerðar HS Orku á búnaði sínum á Fitjum í Reykjanesbæ. Fólk sem viðkvæmt er fyrir súlfíti í matvælum er bent á að heita vatnið sé ekki ætlað til neyslu eða til matreiðslu.

Innlent

Heiða hefur ekki heldur svarað upp­stillingar­nefnd

Uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík hafa enn ekki borist svör um hvort að Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri þiggi annað sætið á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Nefndin kallar nú eftir tilnefningum í sætin fyrir neðan sjötta sæti.

Innlent

„Þetta er auð­vitað glæsi­legt fyrir flokkinn“

Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, gefur ekkert upp um það hvernig hún greiddi atkvæði í nýafstöðnu prófkjöri flokksins í Reykjavík. Hún segir þátttökuna í prófkjörinu vera glæsilega fyrir flokkinn en ríflega fimm þúsund flokksfélagar tóku þátt í því, margir hverjir spánnýir í flokknum. Þá vill Kristrún ekki tjá sig sérstaklega um orð borgarstjóra um að flokksfélagar hafi hafnað reyndri konu.

Innlent

Þing­fundi ekki frestað vegna handboltans

Reikna má með því að framlegð á vinnustöðum landsins muni lækka verulega á þriðja tímanum í dag þegar flautað verður til leiks í viðureign Íslands og Sviss í milliriðli 2 á Evrópumótinu í handbolta.

Innlent

Leitað að fleira fólki á lista Sam­fylkingarinnar í Reykja­vík

Samfylkingin í Reykjavík óskar nú eftir tilnefningum á lista flokksins fyrir kosningarnar í vor. Um helgina var valið í efstu sex sætin á lista flokksins, en nú leitar uppstillingarnefndin að fólki sem vill sitja í sætum 7. til 46. á lista. Enn liggur ekki fyrir hvort Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri ætli að taka 2. sætið á listanum sem hún tryggði sér í prófkjörinu um helgina þar sem hún tapaði oddvitasætinu. Gert er ráð fyrir að endanlegur listi verði kynntur í síðasta lagi í lok febrúar.

Innlent

Starfslokasamningar kostað undir­stofnanir fleiri hundruð milljónir

Dómsmálaráðuneytið og undirstofnanir þess hafa frá árinu 2018 til 2025 gert 27 starfslokasamninga sem kostað hafa ríkiskassann alls um 400 milljónir. Á sama tímabili hafa fjórar undirstofnanir umhverfis-, orku-, og loftslagsráðuneytisins gert sjö starfslokasamninga og nam heildarkostnaður vegna þeirra 32,7 milljónum.

Innlent

Taka á móti fyrstu drengjunum í með­ferð í lok febrúar

Áætluð verklok á meðferðarheimilinu Lækjarbakka í Gunnarsholti á Rangárvöllum eru um næstu mánaðamót, janúar/febrúar, og er gert ráð fyrir að húsið verði afhent Barna- og fjölskyldustofu á þeim tíma. Stefnt er að því að taka á móti fyrsta skjólstæðingi í lok febrúar 2026. Pláss er fyrir sex drengi og kynsegin á meðferðarheimilinu. 

Innlent

Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suður­landi

Þrátt fyrir að Guðni Guðmundsson, bóndi á Þverlæk í Rangárþingi ytra sé orðinn 92 ára gamall þá er hann enn að ganga með fram vegum og tína upp einnota umbúðir, dósir og flöskur. Hann hefur safnað tæplega 30 milljónum á síðustu 20 árum og gefið meira og minna íþróttafélaginu í sveitinni hans allan peninginn.

Innlent

„Förum strax í lífsbjargandi að­gerðir“

Kona liggur þungt haldin á gjörgæsludeild eftir að eldur kom upp í íbúð hennar í Reykjanesbæ seint í gærkvöldi. Sjö hundar voru í íbúðinni og drápust en slökkviliðsstjóri segir konuna hafa verið komna í sjúkrabíl innan við tíu mínútum eftir að útkallið barst.

Innlent

Ekki fleiri barnaníðsmál í fimm­tán ár

Tilkynningum um barnaníð fjölgaði umtalsvert á síðasta ári samkvæmt skýrslu ríkislögreglustjóra. Yfirmaður kynferðisbrotadeildar segir óvenjumörg stór mál hafa komið upp síðustu mánuði og segir að gagnrýni vegna seinagangs rannsókna á sínum tíma hafi verið réttmæt.

Innlent

Elds­voði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur

Kona liggur þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að eldur kom upp í íbúð hennar í fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ seint í gærkvöldi. Sjö hundar drápust í brunanum. Við verðum í beinni frá Reykjanesbæ í kvöldfréttum og ræðum við slökkviliðsstjóra.

Innlent

Veitir ekki við­töl að sinni

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri mun ekki veita viðtöl um úrslit prófkjörs Samfylkingarinnar í dag. Enn er óvíst hvort hún þiggi annað sætið á lista flokksins í vor. 

Innlent

Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð

Húsið að Hagamel 55 sem um áratuga skeið hefur hýst starfsemi leikskólans Vesturborgar hefur kvatt götuna. Undanfarna daga hafa vinnuvélar unnið við að rífa húsið sem er 101 árs gamalt en tökumaður Sýnar leit þar við.

Innlent

Aukin veikinda­for­föll ekki vegna einstaklingsbundinna vanda­mála

Of einföld mynd hefur verið dregin upp af veikindaforföllum á vinnumarkaði og látið að því liggja að þau séu einstaklingsbundin heilbrigðisvandamál. Nýjustu gögn frá Noregi, Svíþjóð og Danmerku benda hinsvegar til þess að kerfislægar ástæður liggi að baki, álag, mannekla og sífellt kröfuharðara vinnuumhverfi þar sem streita, kvíði og þunglyndi vegi sífellt þyngra.

Innlent

Elsti Ís­lendingurinn 105 ára gömul kona

Í dag eru 41 einstaklingar 100 ára og eldri og tveir þeirra eiga maka á lífi. Elsti núlifandi einstaklingurinn búsettur á Íslandi er kona fædd árið 1920 og er því 105 ára. Hún er búsett á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í samantekt Þjóðskrár um elstu Íslendingana.

Innlent

„Margt ó­ráðið í minni fram­tíð“

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og áður Pírata, segir margt óráðið um sína framtíð eftir að niðurstöður prófkjörs Samfylkingarinnar í Reykjavík lágu fyrir um helgina. Dóra sóttist eftir 3.-4. sæti á lista en hafði ekki erindi sem erfiði. Hvort sem hún fái tækifæri til að taka sæti á lista eða ekki segist Dóra ætla að leggja hönd á plóg í kosningabaráttu Samfylkingarinnar í vor og segist styðja nýjan oddvita flokksins.

Innlent

Sigurður Helgi kjörinn vara­for­seti

Sigurður Helgi Pálmason, þingmaður Flokks fólksins, hefur verið kjörinn varaforseti Evrópuráðsþingsins. „Það er mikill heiður fyrir mig að fá að takast á við þetta verkefni. Ég geri það með auðmýkt og virðingu fyrir þessari merku stofnun,“ segir hann.

Innlent

„Ég hafði ekki í­myndunar­aflið í að sjá þetta fyrir mér“

„Þetta eru áhugaverðar fréttir,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir um þau tíðindi morgunsins að Bjarni Benediktsson sé nú orðinn framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann mun þá væntanlega leiða kjaraviðræður fyrir hönd SA og hitta þar fyrir, ásamt öðrum, Sólveigu Önnu sem hefur gagnrýnt Bjarna harðlega.

Innlent