Innlent Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Sex tíma eða skemmri gjaldfrjáls leikskóladvöl tók gildi um áramótin í Hafnarfirði. Foreldrar sem vista börnin í sex klukkustundir eða skemur greiða þá einungis fyrir fæði. Innlent 2.1.2026 12:30 Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Í hádegisfréttum fjöllum við um eldsneytisverðið sem hefur tekið miklum breytingum á nýju ári. Innlent 2.1.2026 11:35 Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni karlmanns sem sakfelldur var í héraðsdómi og Landsrétti fyrir að brjóta kynferðislega á stjúpdóttur sinni með því að strjúka rass hennar og slá í hann í nokkur skipti þegar hún var 12 til 14 ára gömul. Innlent 2.1.2026 11:33 Banaslys á Hvolsvelli Kona á fertugsaldri lést þegar vörubíl var ekið yfir hana á bílaplani Sláturfélags Suðurlands á Hvolsvelli að kvöldi 30. desember. Málið er rannsakað sem slys. Innlent 2.1.2026 11:25 Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Bóndi í Grímsnes- og Grafningshreppi hvetur sumarbústaðaeigendur til þess að skjóta upp flugeldum frekar heima hjá sér heldur en út í sumarbústað. Hann segir óvenju mikið hafa verið skotið upp í sveitinni á gamlársdag í ár með tilheyrandi eltingaleikjum við hrossin á bænum. Innlent 2.1.2026 09:57 Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Karolína Helga Símonardóttir varaþingmaður Viðreisnar hefur ákveðið að gefa kost á sér til að leiða lista flokksins í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningum í vor og því boðað framboð gegn sitjandi oddvita, Jóni Inga Hákonarsyni. Innlent 2.1.2026 09:23 Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Alls eru 74 prósent hlynnt því að réttur barna til leikskólavistar verði lögfestur á Íslandi. 18 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg og átta prósent eru andvíg. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar á vegum Prósents en nýlega voru kynntar tillögur frá aðgerðahópi á vegum stjórnvalda í leikskólamálum. Innlent 2.1.2026 09:18 Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Teitur Þorkelsson leiðsögumaður kom að bílveltu í gær, nýársmorgun, við Kambana á Hellisheiði og furðar sig á því að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum. Í bílnum voru ferðamenn sem voru fluttir til Hveragerðis til aðhlynningar og voru ekki alvarlega slasaðir að sögn Teits. Hann segir þau þó hafa verið í miklu áfalli. Innlent 2.1.2026 08:25 Eldur í bíl við Breiðhellu Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í nótt vegna elds í bíl sem stóð við hringtorg við Breiðhellu í Hafnarfirði. Innlent 2.1.2026 08:19 Vinum hans ekki litist á blikuna „Bæði vinir mínir og ég sjálfur, aðallega vinir mínir, voru í pólitíkinni. Ég var beðinn um að vera á lista á sínum tíma 2009, sem ég gerði 2009 strax eftir hrun og held að ég hafi verið í Reykjavík norður. Ég man ekki alveg hvort það var norður eða suður.“ Innlent 2.1.2026 00:23 Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir það ekki endilega hafa komið sér á óvart að Pétur Marteinsson bjóði sig fram á móti henni í ljósi umræðunnar síðustu daga um hugsanlegt framboð hans. Hún fagni öllum sem vilji taka þátt í baráttunni fyrir jöfnuði og betri borg. Innlent 1.1.2026 21:53 Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Einn var fluttur slasaður á Landspítala nú síðdegis eftir bílveltu í Hrútafirði á Þjóðvegi 1 gegnt Borðeyri. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út um klukkan 16:40 á efsta forgangi vegna slyssins, að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Innlent 1.1.2026 18:27 Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Pétur Marteinsson, rekstrarstjóri og fyrrverandi knattspyrnumaður, ætlar að gefa kost á sér í oddvitasæti Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Þar fer hann á móti Heiðu Björg Hilmisdóttur, núverandi oddvita og borgarstjóra. Innlent 1.1.2026 18:13 Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Albert Haagensen, umhverfis- og byggingarverkfræðingur hjá Kaldalóni, er látinn, 48 ára að aldri. Hann lést eftir skammvinna baráttu við krabbamein og lætur eftir sig eiginmann sinn Sindra Sindrason og dóttur þeirra Emilíu Katrínu. Innlent 1.1.2026 17:16 Hitnar undir feldi Péturs Pétur Marteinsson, veitingamaður og fyrrverandi knattspyrnukempa, hefur fram á laugardag til að tilkynna hugsanlegt framboð gegn Heiðu Björg Hilmisdóttur, sitjandi borgarstjóra Reykjavíkur, en hann hefur verið orðaður við slíkt framboð. Hann sást í viðtali við Ríkissjónvarpið fyrr í dag en hann hefur ekkert tjáð sig um málið við aðra miðla. Innlent 1.1.2026 16:07 Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Fjórtán Íslendingar – sjö karlar og sjö konur – voru sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag. Innlent 1.1.2026 15:00 „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segir það vera sameiginlega ábyrgð Íslendinga að tryggja að öll börn og ungmenni, óháð kyni og bakgrunni, fái tækifæri, finni tilgang og meti sig að verðleikum. „Með sameiginlegu átaki og hlýju getum við skapað framtíð þar sem öll börn finna styrk og von í eigin lífi. Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum og áratugum.“ Innlent 1.1.2026 14:08 Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fleirum finnst Flokki fólksins ganga illa heldur en vel að koma málum sínum til framkvæmda í núverandi stjórnarsamstarfi, samkvæmt nýrri könnun. Alla jafna þykir almenningi samt núverandi stjórnarflokkum ganga betur að hrinda málum sínum í framkvæmd saman borið við fyrrverandi ríkisstjórn í desember 2023. Innlent 1.1.2026 13:34 Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fimmtán manns leituðu á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík vegna flugeldaslysa í gærkvöldi og í nótt. Þar af voru átta sem leituðu á spítalann vegna áverka á augum. Innlent 1.1.2026 11:07 Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Skjálfti af stærðinni 4,2 mældist í Bárðarbungu rétt fyrir klukkan níu í morgun, nýársdag. Innlent 1.1.2026 09:29 Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hvetur þjóðina til að vera áfram samstíga og að hafna svartagallsrausi um að íslenska leiðin sé ekki lengur fær og að hér þurfi að kúvenda högum og háttum. Hún segir ekkert vera fjær sanni. Innlent 1.1.2026 09:19 Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Slökkviliðið var boðað út rúmlega tuttugu sinnum á höfuðborgarsvæðinu til að slökkva elda sem kviknað höfðu vegna flugelda. Í flestum tilfellum var eldsvoðinn smávægilegur. Innlent 1.1.2026 09:13 Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Bjarnveig Birta Bjarnadóttir, rekstrarstjóri Tulipop, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar sem fram fer þann 24. janúar næstkomandi. Innlent 1.1.2026 08:57 Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, segir að hjartaaðgerð sem hann gekkst undir fyrir jól hafi tekist afar vel og að endurhæfing sé nú hafin af fullum krafti. Hann segist hlakka til að mæta aftur til starfa þegar hann hafi náð sér á fullu. Innlent 1.1.2026 08:48 Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Hláturinn lengir lífið, sagði einhver og er sú gullna regla í hávegum höfð á fréttastofu Sýnar. Við skyggnumst á bak við tjöldin í störfum fréttastofunnar við árslok og gerum hér upp liðið ár á okkar hátt. Innlent 1.1.2026 07:13 Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Fyrsta barn ársins 2026 á Íslandi lét ekki bíða lengi eftir sér og kom í heiminn klukkan 00:24 eftir því sem fréttastofa kemst næst. Um var að ræða dreng. Mikið hefur verið um að vera á fæðingardeild Landspítalans í nótt. Innlent 1.1.2026 07:07 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Heppinn miðahafi á Íslandi vann í gærkvöldi fyrsta vinning í Vikinglottói og varð þá 642 milljónum ríkari. Innlent 1.1.2026 06:55 Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast á nýársnótt þar sem mikið var tilkynnt um slys vegna flugelda, hávaða vegna samkvæma, ofurölvi einstaklinga og elda í gróðri eða húsum. Sömuleiðis var mikið um ólæti í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 1.1.2026 06:51 Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Vísir sendir lesendum sínum nær og fjær – til sjávar og sveita – bestu óskir um farsælt nýtt ár. Megi árið 2026 færa okkur öllum frið og hamingju í hjarta. Innlent 31.12.2025 23:53 Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Lögreglumaðurinn Guðmundur Fylkisson sem hefur um árabil einbeitt sér að því að finna týnd börn og koma þeim í skjól var í dag útnefndur maður ársins hjá fréttastofu Sýnar. Við það tilefni fékk Guðmundur að beina spurningu að öllum formönnum flokkanna og sneri hún eðlilega að sérsviði hans. Innlent 31.12.2025 17:34 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Sex tíma eða skemmri gjaldfrjáls leikskóladvöl tók gildi um áramótin í Hafnarfirði. Foreldrar sem vista börnin í sex klukkustundir eða skemur greiða þá einungis fyrir fæði. Innlent 2.1.2026 12:30
Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Í hádegisfréttum fjöllum við um eldsneytisverðið sem hefur tekið miklum breytingum á nýju ári. Innlent 2.1.2026 11:35
Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Hæstiréttur hefur hafnað áfrýjunarbeiðni karlmanns sem sakfelldur var í héraðsdómi og Landsrétti fyrir að brjóta kynferðislega á stjúpdóttur sinni með því að strjúka rass hennar og slá í hann í nokkur skipti þegar hún var 12 til 14 ára gömul. Innlent 2.1.2026 11:33
Banaslys á Hvolsvelli Kona á fertugsaldri lést þegar vörubíl var ekið yfir hana á bílaplani Sláturfélags Suðurlands á Hvolsvelli að kvöldi 30. desember. Málið er rannsakað sem slys. Innlent 2.1.2026 11:25
Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Bóndi í Grímsnes- og Grafningshreppi hvetur sumarbústaðaeigendur til þess að skjóta upp flugeldum frekar heima hjá sér heldur en út í sumarbústað. Hann segir óvenju mikið hafa verið skotið upp í sveitinni á gamlársdag í ár með tilheyrandi eltingaleikjum við hrossin á bænum. Innlent 2.1.2026 09:57
Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Karolína Helga Símonardóttir varaþingmaður Viðreisnar hefur ákveðið að gefa kost á sér til að leiða lista flokksins í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningum í vor og því boðað framboð gegn sitjandi oddvita, Jóni Inga Hákonarsyni. Innlent 2.1.2026 09:23
Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Alls eru 74 prósent hlynnt því að réttur barna til leikskólavistar verði lögfestur á Íslandi. 18 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg og átta prósent eru andvíg. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar á vegum Prósents en nýlega voru kynntar tillögur frá aðgerðahópi á vegum stjórnvalda í leikskólamálum. Innlent 2.1.2026 09:18
Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Teitur Þorkelsson leiðsögumaður kom að bílveltu í gær, nýársmorgun, við Kambana á Hellisheiði og furðar sig á því að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum. Í bílnum voru ferðamenn sem voru fluttir til Hveragerðis til aðhlynningar og voru ekki alvarlega slasaðir að sögn Teits. Hann segir þau þó hafa verið í miklu áfalli. Innlent 2.1.2026 08:25
Eldur í bíl við Breiðhellu Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í nótt vegna elds í bíl sem stóð við hringtorg við Breiðhellu í Hafnarfirði. Innlent 2.1.2026 08:19
Vinum hans ekki litist á blikuna „Bæði vinir mínir og ég sjálfur, aðallega vinir mínir, voru í pólitíkinni. Ég var beðinn um að vera á lista á sínum tíma 2009, sem ég gerði 2009 strax eftir hrun og held að ég hafi verið í Reykjavík norður. Ég man ekki alveg hvort það var norður eða suður.“ Innlent 2.1.2026 00:23
Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir það ekki endilega hafa komið sér á óvart að Pétur Marteinsson bjóði sig fram á móti henni í ljósi umræðunnar síðustu daga um hugsanlegt framboð hans. Hún fagni öllum sem vilji taka þátt í baráttunni fyrir jöfnuði og betri borg. Innlent 1.1.2026 21:53
Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Einn var fluttur slasaður á Landspítala nú síðdegis eftir bílveltu í Hrútafirði á Þjóðvegi 1 gegnt Borðeyri. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út um klukkan 16:40 á efsta forgangi vegna slyssins, að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Innlent 1.1.2026 18:27
Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Pétur Marteinsson, rekstrarstjóri og fyrrverandi knattspyrnumaður, ætlar að gefa kost á sér í oddvitasæti Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Þar fer hann á móti Heiðu Björg Hilmisdóttur, núverandi oddvita og borgarstjóra. Innlent 1.1.2026 18:13
Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Albert Haagensen, umhverfis- og byggingarverkfræðingur hjá Kaldalóni, er látinn, 48 ára að aldri. Hann lést eftir skammvinna baráttu við krabbamein og lætur eftir sig eiginmann sinn Sindra Sindrason og dóttur þeirra Emilíu Katrínu. Innlent 1.1.2026 17:16
Hitnar undir feldi Péturs Pétur Marteinsson, veitingamaður og fyrrverandi knattspyrnukempa, hefur fram á laugardag til að tilkynna hugsanlegt framboð gegn Heiðu Björg Hilmisdóttur, sitjandi borgarstjóra Reykjavíkur, en hann hefur verið orðaður við slíkt framboð. Hann sást í viðtali við Ríkissjónvarpið fyrr í dag en hann hefur ekkert tjáð sig um málið við aðra miðla. Innlent 1.1.2026 16:07
Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Fjórtán Íslendingar – sjö karlar og sjö konur – voru sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag. Innlent 1.1.2026 15:00
„Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segir það vera sameiginlega ábyrgð Íslendinga að tryggja að öll börn og ungmenni, óháð kyni og bakgrunni, fái tækifæri, finni tilgang og meti sig að verðleikum. „Með sameiginlegu átaki og hlýju getum við skapað framtíð þar sem öll börn finna styrk og von í eigin lífi. Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum og áratugum.“ Innlent 1.1.2026 14:08
Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fleirum finnst Flokki fólksins ganga illa heldur en vel að koma málum sínum til framkvæmda í núverandi stjórnarsamstarfi, samkvæmt nýrri könnun. Alla jafna þykir almenningi samt núverandi stjórnarflokkum ganga betur að hrinda málum sínum í framkvæmd saman borið við fyrrverandi ríkisstjórn í desember 2023. Innlent 1.1.2026 13:34
Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fimmtán manns leituðu á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík vegna flugeldaslysa í gærkvöldi og í nótt. Þar af voru átta sem leituðu á spítalann vegna áverka á augum. Innlent 1.1.2026 11:07
Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Skjálfti af stærðinni 4,2 mældist í Bárðarbungu rétt fyrir klukkan níu í morgun, nýársdag. Innlent 1.1.2026 09:29
Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hvetur þjóðina til að vera áfram samstíga og að hafna svartagallsrausi um að íslenska leiðin sé ekki lengur fær og að hér þurfi að kúvenda högum og háttum. Hún segir ekkert vera fjær sanni. Innlent 1.1.2026 09:19
Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Slökkviliðið var boðað út rúmlega tuttugu sinnum á höfuðborgarsvæðinu til að slökkva elda sem kviknað höfðu vegna flugelda. Í flestum tilfellum var eldsvoðinn smávægilegur. Innlent 1.1.2026 09:13
Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Bjarnveig Birta Bjarnadóttir, rekstrarstjóri Tulipop, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar sem fram fer þann 24. janúar næstkomandi. Innlent 1.1.2026 08:57
Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, segir að hjartaaðgerð sem hann gekkst undir fyrir jól hafi tekist afar vel og að endurhæfing sé nú hafin af fullum krafti. Hann segist hlakka til að mæta aftur til starfa þegar hann hafi náð sér á fullu. Innlent 1.1.2026 08:48
Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Hláturinn lengir lífið, sagði einhver og er sú gullna regla í hávegum höfð á fréttastofu Sýnar. Við skyggnumst á bak við tjöldin í störfum fréttastofunnar við árslok og gerum hér upp liðið ár á okkar hátt. Innlent 1.1.2026 07:13
Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Fyrsta barn ársins 2026 á Íslandi lét ekki bíða lengi eftir sér og kom í heiminn klukkan 00:24 eftir því sem fréttastofa kemst næst. Um var að ræða dreng. Mikið hefur verið um að vera á fæðingardeild Landspítalans í nótt. Innlent 1.1.2026 07:07
Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Heppinn miðahafi á Íslandi vann í gærkvöldi fyrsta vinning í Vikinglottói og varð þá 642 milljónum ríkari. Innlent 1.1.2026 06:55
Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast á nýársnótt þar sem mikið var tilkynnt um slys vegna flugelda, hávaða vegna samkvæma, ofurölvi einstaklinga og elda í gróðri eða húsum. Sömuleiðis var mikið um ólæti í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 1.1.2026 06:51
Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Vísir sendir lesendum sínum nær og fjær – til sjávar og sveita – bestu óskir um farsælt nýtt ár. Megi árið 2026 færa okkur öllum frið og hamingju í hjarta. Innlent 31.12.2025 23:53
Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Lögreglumaðurinn Guðmundur Fylkisson sem hefur um árabil einbeitt sér að því að finna týnd börn og koma þeim í skjól var í dag útnefndur maður ársins hjá fréttastofu Sýnar. Við það tilefni fékk Guðmundur að beina spurningu að öllum formönnum flokkanna og sneri hún eðlilega að sérsviði hans. Innlent 31.12.2025 17:34