Innlent

Á­kærður fyrir að taka son sinn háls­taki

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir líkamsárás gagnvart eigin syni árið 2023, þegar sonurinn var sextán ára. Honum er gefið að sök að hafa tekið piltinn hálstaki með báðum höndum og þrýst honum upp við borð.

Innlent

Ó­vissa um fram­boð bæði Írisar og listans

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hún gefi kost á sér í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þá segir hún ekki hafa verið ákveðið hvort bæjarmálafélagið Fyrir Heimaey tefli fram lista í kosningunum.

Innlent

Konan enn þungt haldin

Kona liggur enn þungt haldin eftir að eldur kviknaði í íbúð hennar við Vatnsholt í Reykjanesbæ á sunnudagskvöld. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir eldsupptök enn ekki liggja fyrir. Rannsókn lögreglu miði vel.

Innlent

Leiðir samninga­viðræðurnar við bændur

Atvinnuvegaráðherra hefur í samráði við fjármála- og efnahagsráðherra ákveðið að ráða Jarþrúði Ásmundsdóttur til að leiða samningaviðræður við Bændasamtök Íslands vegna endurskoðunar stuðningskerfis landbúnaðarins.

Innlent

Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi al­manna­varna: „Menning þöggunar og úti­lokunar“

Tveir eldfjallafræðingar hættu að fá boð um að sitja vísindaráðsfundi almannavarna fyrir hátt í tveimur árum. Annar þeirra segir að það sé alls ekki gott að opinberar stofnanir nýti sér ekki alla þá þekkingu sem er til á landinu vegna persónulegs ágreinings. Hann vill að settur verði á fót óháður hópur til að skoða viðbrögð við eldgosatímabilinu á Reykjanesi.

Innlent

„Tel nægja að menn séu að fremja í­trekuð af­brot“

Frumvarp um afturköllun verndar brotamanna er á dagskrá Alþingis í dag og líklegt má telja að frumvarpið fljúgi í gegnum þingið. Þingmaður Miðflokksins vill þó að gengið verði lengra þannig að hægt verði að svipta þá vernd sem framið hafa ítrekuð brot, þrátt fyrir að þau teljist ekki alvarleg.

Innlent

Karlarnir leiða að ósk kvennanna

Sigfús Aðalsteinsson fasteignasali leiðir lista Okkar borgar – Þvert á flokka í sveitarstjórnarkosningum í vor. Baldur Borgþórsson mun skipa annað sæti listans. Tilkynnt var um framboðið í október í fyrra. Hlynur Áskelsson, kennari í Fjölbrautaskólanum í Ármúla, tekur þriðja sæti á listanum. Sigfús og Baldur voru til viðtals um væntanlegt framboð í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Innlent

Nær altjón í iðnaðar­hús­næði eftir bruna á Húsa­vík

Mikið tjón varð á iðnaðarhúsnæði við Haukamýri á Húsavík þegar eldur kom upp í húsinu í morgun. Um er að ræða nokkurra fermetra iðnaðarhúsnæði en mestur eldur logaði í og við kaffistofu húsnæðisins. Slökkvistarfi er að mestu lokið en húsið verður áfram vaktað í dag og slökkt í þeim glæðum sem enn kunna að loga.

Innlent

Af­neitun hel­fararinnar verði gerð refsi­verð og fræðsla aukin

Íslensk stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að 27. janúar verði framvegis opinber minningardagur helfararinnar hér á landi, líkt og í nágrannalöndum. Starfshópur sem Katrín Jakobsdóttir skipaði í sinni tíð sem forsætisráðherra skilaði í gær skýrslu með tillögum um það hvernig megi minnast helfararinnar hér á landi. Hópurinn leggur meðal annars áherslu á aukna fræðslu um sögu helfararinnar og aðdragandann að henni, en gerir einnig tillögu að mögulegum breytingum á hegningarlögum og um formlega afsökunarbeiðni.

Innlent

Höfðu af­skipti af „trylltum“ manni og ofur­ölvi út­lendingi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og nótt og fjarlægði meðal annars „trylltan“ mann úr húsnæði félagasamtaka. Þá var ofurölvi útlendingur vistaður í fangaklefa þar sem hann gat ekki gert grein fyrir sér, „hvað þá sýslað með eigin hagsmuni“.

Innlent

Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi

Hundurinn Úlfgrímur Lokason í eigu Margrétar Víkingsdóttur er allur. Hann fékk að kveðja á heimili Margrétar, nánar tiltekið uppi í rúmi þar sem tveir dýralæknar aðstoðuðu hana við að aflífa hundinn. Margrét segir hafa verið sárt að kveðja hundinn og segir Íslendinga aftarlega á merinni þegar kemur að því að hugsa um gæludýr.

Innlent

Engar kveðjur fengið frá Krist­rúnu

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur engar kveðjur fengið frá flokksforystunni í Samfylkingunni eftir prófkjörið um helgina þar sem hún laut í lægra haldi gegn Pétur Marteinssyni í oddvitaslag. Hún segist spennt fyrir komandi baráttu og hlakka til að kynnast Pétri betur.

Innlent

Borgar­full­trúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum

Magnús Davíð Norðdahl borgarfulltrúi Pírata sækist ekki eftir sæti á framboðslista Pírata í sveitarstjórnarkosningunum í maí. Við lok kjörtímabils ætlar hann að segja skilið við þátttöku í skipulögðu stjórnmálastarfi og þar með einnig samtökum Pírata. Þetta tilkynnti Magnús á Facebook-síðu sinni í dag.

Innlent

Ekki hægt að full­yrða að and­lát hafi tengst Co­vid-19 bólu­setningu

Tveir óháðir sérfræðingar meta að engin leið hafi verið til að fullyrða að andlát fjögurra einstaklinga árið 2023 hafi verið í beinu orsakasamhengi við Covid-19 bólusetningu. Andlát einstaklinganna voru skráð í dánarmeinarskrá vegna bólusetninga við Covid-19. Öll fjögur sem létust voru íbúar hjúkrunarheimila og hafa dánarvottorð þeirra nú verið uppfærð.

Innlent

Kynna einn fram­bjóðanda á dag næstu daga

Miðflokkurinn byrjaði í fyrradag að kynna fólk á lista flokksins í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og hyggst halda áfram að kynna einn frambjóðenda á dag á næstu dögum. Ekki liggur endanlega fyrir hvenær fullur listi verður kynntur eða hulunni svipt af því hver verður oddviti flokksins í Reykjavík.

Innlent

Verka­lýðs­hreyfingin úti á túni með sitt tal?

Brynjar Níelsson lögmaður kom inn sem varaþingmaður á Alþingi í dag, þá fyrir Guðlaug Þór Þórðarson, og lét ekki bjóða sér það tvisvar; hann henti sér umsvifalaust í óundirbúnar fyrirspurnir. Brynjar átti erindi við Ragnar Þór Ingólfsson félags- og húsnæðismálaráðherra og þá með vísan til fortíðar hans hjá verkalýðshreyfingunni en Ragnar var formaður VR.

Innlent