Erlent

Breivik reyndi að ávarpa öfgamenn

Norðmenn virðast almennt sáttir við dóminn yfir Anders Behring Breivik. Hann sjálfur ítrekar að hann viðurkenni ekki dómstólinn og neitar að áfrýja. Dómararnir telja litlar líkur á að hann verði hættuminni með árunum.

Erlent

Cecília tjáir sig um misheppnaðar endurbætur

Gamlan konan í spænska smábænum Zaragoza, Cecilia Giménez að nafni, vakti heimsathygli á dögunum eftir að hún afskræmdi aldagamla fresku. Myndin er á kalkvegg í kirkju bæjarins. Cecilia, sem á níræðisaldri, ákvað að lífga upp á myndina enda var hún illa farin eftir rakaskemmdir.

Erlent

Leyndardómar Curiosity opinberaðir

Verkfræðingar NASA hafa svipt hulunni af leyndardómum vitjeppans Curiosity sem nú dólar sér í auðninni á Mars. Nú hefur komið í ljós að Curiosty fékk vasapening með í för.

Erlent

Myrti fyrst yfirmanninn sinn

Skotmaðurinn sem var skotinn til bana í New York í morgun, eftir að hafa myrt tvo og sært níu, skaut fyrst yfirmanninn sinn sem hafði rekið hann úr vinnu á síðasta ári.. Þetta kemur fram á fréttavef New York Post þar sem einnig er rætt við sjónarvotta og særða.

Erlent

Skotmaður drepinn - minnsta kosti tveir látnir

Óður skotmaður virðist hafa skotið að minnsta kosti tíu einstaklinga fyrir utan Empire State bygginguna í New York samkvæmt fréttastofunni CNN. Meðal annars skaut maðurinn gangandi vegfaranda í höfuðið sem hann elti uppi. Óvopnaður öryggisvörður elti manninn þegar hann ætlaði að flýja af vettvangi. Síðar kom lögreglan og virðist hún hafa skotið manninn til dauða.

Erlent

Fimm skotnir við Empire state bygginguna

Minnsta kosti fimm einstaklingar hafa verið skotnir fyrir utan Empire State bygginguna í New York en samkvæmt fréttastofunni CNN átti árásin sér stað fyrir um klukkan eitt í dag að íslenskum tíma, eða rúmlega níu um morguninn í New York.

Erlent

Erfiðum réttarhöldum lokið

Skiptar skoðanir virðast vera á dómnum yfir Breivik í dag. Aðstandendur hafa margir hverjir fagnað niðurstöðunni og lýst yfir ánægju sinni með að málið hafi nú loks verið leitt til lykta. Aðrir eru þó á öðru máli og segja dóminn vera vægan.

Erlent

Grænfriðungar ganga um borð í olíuborpall

Hópur grænfriðunga gekk um borð í rússneskan olíuborpall við Grænland í morgun. Borpallurinn er á vegum olíufélagsins Cairn Energy en hann hefur leitað að olíu við vesturströnd Grænlands undanfarið.

Erlent

Breivik sakhæfur - lífstíðar fangelsi

Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hefur verið dæmdur sakhæfur og að hann hafi ekki verið haldinn geðrofi þegar hann framdi ódæðisverk sín á síðasta ári. Þetta tilkynnti dómari í máli hans í Ósló nú fyrir skömmu.

Erlent

Aldagömul ráðgáta leyst í Noregi

Aldagömul ráðgáta verður leyst í Noreg í dag. Þá mun Kjell Volheim, safnvörður í Guðbrandsdal, opna böggul sem hefur verið lokaður í heila öld. Saga og dulúð pakkans hefur heillað Norðmenn um áraraðir en forsögu hans má rekja til Johans nokkurs Nygaard, fyrsta bæjarstjóra í Sel í Upplöndum.

Erlent

Reyndu að smygla sæhestum úr landi

Lögreglan í Perú lagði hald á sextán þúsund þurrkaða sæhesta í nótt. Smyglarar höfðu reynt að koma þeim úr landi en talið er að farmurinn hafi verið á leið til Kína og Japan.

Erlent

Fundu gleymdar útrýmingarbúðir

Hópur fornleifafræðinga hefur fundið sextíu og níu ára gamlar útrýmingarbúðir í austur-Póllandi. Nasistar jöfnuðu búðirnar við jörðu og reyndu að eyða öllum ummerkjum um þau voðaverk sem þar voru framin.

Erlent

Hitabeltisstormurinn Isaac nálgast

Yfirvöld á Haiti og í Dómíníska lýðveldinu undirbúa sig nú fyrir komu hitabeltisstormsins Isaac. Óttast er að Isaac muni sækja í sig veðrið á næstu dögum og verði orðin að fellibyl þegar hann nálgast strendur landanna.

Erlent

Dómur yfir Breivik í dag

Dómur verður kveðinn upp yfir fjöldamorðingjanum Anders Behring Breivk í dag. Búist er við fjölmenni við dómshúsið í miðborg Ósló en aðstandendur fórnarlamba Breiviks verða viðstaddir dómsuppkvaðninguna.

Erlent

Romney reynir að bjarga sér

Mitt Romney, forsetaefni Repúblikanaflokksins, reynir nú að beina athygli kjósenda að efnahagsmálunum og lofar þremur milljónum nýrra starfa, meðal annars með því að heimila boranir eftir olíu á fleiri svæðum út af strönd Virginíu og Norður-Kaliforníu.

Erlent

Vill reyklausa Kaupmannahöfn

Ný áætlun borgarstjórnar Kaupmannahafnar gerir ráð fyrir því að borgin verði svo gott sem reyklaus árið 2025, eftir þrettán ár. Tíu milljónir danskra króna hafa verið lagðar í verkefnið.

Erlent

Zuma hvetur til friðsemdar

Meira en þúsund manns komu saman á minningarathöfn um 34 námuverkamenn, sem féllu fyrir hendi lögreglumanna í síðustu viku.

Erlent

Dómurinn kveðinn upp á morgun

Spurningunni um sakhæfi norska fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik verður svarað á morgun. Breivik hefur ítrekað lýst því yfir að hann sé sakhæfur á meðan saksóknari í máli hans krefst þess að hann verði vistaður á geðdeild um ókomin ár.

Erlent

Mark David Chapman synjað um reynslulausn

Skilorðsnefnd fangelsismálastofnunar í New York hafnaði í dag í sjöunda skiptið að sleppa Mark David Chapman lausum, en hann myrti tónlistarmanninn John Lennon í desember árið 1980.

Erlent

Reknir af Ólympíuleikum fatlaðra

Þremur Jórdönum sem áttu að keppa í kraftlyftingum á Ólympíuleikum fatlaðra í Lundúnum í næstu viku hefur verið meinuð þátttaka vegna meintra kynferðisafbrota. Tveir mannanna eru grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn börnum.

Erlent

Ferðamenn fórust í flugslysi

Tveir kenískir flugmenn og tveir þýskir ferðamenn fórust þegar lítil flugvél fórst í grennd við Masai Mara-garðinn í Kenýa í gær. Ellefu farþegar voru um borð í vélinni, fimm Þjóðverjar, fjórir bandaríkjamenn og tveir tjékkar, að því er AFP-fréttastofan greinir frá. Þrír eru alvarlega slasaðir. Vélin var á leið með ferðamennina á einn vinsælasta ferðamannastað Afríku. Ekki er vitað hvað olli slysinu, en vélin hrapaði stuttu eftir flugtak.

Erlent

Nina Bawden látin

Rithöfundurinn Nina Bawden er látin áttatíu og sjö ára að aldri en hún er hvað þekktust fyrir skáldsöguna Carrie's War. Bókin náði miklum vinsældum á áttunda áratugnum en hún fjallaði um flótta hennar úr síðari heimstyrjöldinni til suður-Wales. Hún skrifaði yfir fimmtíu bækur fyrir fullorðna og börn. Fyrir tíu árum lenti hún í lestarslysi þar sem eiginmaður hennar lést. Samkvæmt fréttavef BBC lést Bawden á heimili sínu í Lundúnum í gærkvöldi, umvafin fjölskyldu og ástvinum.

Erlent

Tortryggni sem jókst stig af stigi

Vantrú Julians Assange á sænsku réttarfari kemur mörgum undarlega fyrir sjónir, en á sér engu að síður aðdraganda og ástæður. Kristinn Hrafnsson segir málið aldrei hætta að koma sér á óvart.

Erlent

Verkföll í fleiri námum í S-Afríku

Verkföll suður-afrískra námuverkamanna hafa breiðst út með því að verkamenn í tveimur námum til viðbótar kalla eftir hærri launum. Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, heimsótti í gær námu þar sem lögregla skaut 34 og særði 78 þann 16. ágúst.

Erlent