Lífið

Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu

Sigurbjörg og Victor kepptu nýverið, fyrst Íslendinga, í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu í Svíþjóð. Sigurbjörg var sátt við að enda um miðja keppni og ánægðari með að þríbæta tíma kærastans. Parið fær ekki nóg og dreymir um að vera heilt keppnissumar í Svíþjóð.

Lífið

Hús­gögn úr af­göngum og fiskar í gos­brunninum

Athafnakonan og hönnuðurinn María Krista Hreiðarsdóttir hefur gert upp fjölda húsa frá grunni ásamt Berki, eiginmanni sínum. Í dag eru þau að leggja lokahönd á palla í kringum ævintýralegt hús þeirra í Hafnarfirði sem þau breyttu úr gömlu úrsérgengnu húsi í nútímahús á tveimur hæðum.

Lífið

Walking Dead-leikkona látin

Bandaríska leikkonan Kelley Mack, sem þekktust er fyrir að hafa farið með hlutverk í þáttunum The Walking Dead, er látin, 33 ára að aldri.

Lífið

Opnar femínískt myndlistagallerí í Vestur­bænum

Um miðjan ágúst mun fjölmiðlakona opna dyrnar að femíníska myndlistagalleríinu SIND. Hún kveðst ekki vita til þess að nokkuð annað gallerí hérlendis byggi á sömu hugsjón. Listakonan Rúrí verður fyrst til að halda einkasýningu í SIND.

Menning

Terry Reid látinn

Breski rokkarinn Terrance James Reid, yfirleitt þekktur sem Terry Reid eða „Ofurlungu“, er látinn 75 ára að aldri eftir langa baráttu við krabbamein. Reid hafði aflýst tónleikaferðalagi sínu í síðasta mánuði. Hann var flinkur söngvari og gítarleikari og átti nokkur vinsæl lög en er hvað þekktastur fyrir að hafa afþakkað stöðu aðalsöngvara hjá bæði Deep Purple og Led Zeppelin.

Lífið

„Mig langar ekki lengur að deyja“

Í meira en áratug barðist Ninna Karla Katrínar við þunglyndi, áföll og geðheilbrigðiskerfi sem virtist ætla að laga hana með lyfseðlum og námskeiðum, en aldrei með raunverulegri hlustun. Þegar hún kynntist Hugarafli breyttist allt og í ár hyggst hún „dansilabba“ tíu kílómetra fyrir samtökin sem björguðu að hennar sögn lífi hennar.

Lífið

Loni Ander­son er látin

Bandaríska leikkonan Loni Anderson, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt sem móttökuritari útvarpsstöðvar í gamanþáttunum WKRP in Cincinnati, er látin. Hún lést á sjúkrahúsi í Los Angeles í gær, 79 ára að aldri.

Lífið

„Ég mun lifa á þessum degi út ævina“

„Athöfnin fór fram í Skrúðgarðinum í fallega Elliðaárdal en sá dalur er okkur afar kær þar sem við sögðumst elska hvort annað í fyrsta skipti í göngutúr þar,“ segir Alexandra Sif Nikulásdóttir, samfélagsmiðlastjóri og förðunarfræðingur. Hún gekk að eiga sinn heittelskaða Arnar Frey Bóasson bifvélavirkja með pomp og prakt í náttúrufegurð nú á dögunum.

Lífið

Calvin Harris orðinn faðir

Skoski plötusnúðurinn Calvin Harris og fjölmiðlakonan Vick Hope eignuðust á dögunum sitt fyrsta barn. Sonurinn heitir hebreska nafninu Micah.

Lífið

Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum

Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum var að venju haldin hátíðlega í Herjólfsdal. Þrátt fyrir leiðindaveður á föstudagskvöld virðist fólk hafa skemmt sér gríðarlega vel. Fjöldi tónlistarfólks steig á svið en án efa létu allir reyna á söngröddina í brekkusöngnum.

Lífið

Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf

Tónlistarmenn og gestir á Innipúkanum eru að sögn viðburðarhaldara hæstánægðir við aðstöðuna í Austurbæjarbíó sem er að mörgu leyti aftur farin að gegna sínu gamla hlutverki sem tónleika- og menningarhús. 

Lífið

„Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“

Það er ekkert sérstakt augnablik þar sem Alzheimer sjúkdómurinn lætur vita af sér. Sjúkdómurinn skríður inn hægt og hljóðlega, þangað til ekkert er eftir nema minningarnar. Guðbjörg Jónsdóttir þekkir þetta ferli vel en móðir hennar greindist með Alzheimer árið 2021. Í ár ætlar Guðbjörg að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu fyrir Alzheimersamtökin, ekki af því það er auðvelt, heldur af því hún getur það loksins.

Lífið

Krakkatían: Litla haf­meyjan, Pollapönk og lundar

Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni! Í Krakkatíunni beinum við kastljósinu bæði að því sem gerðist hér heima og erlendis ásamt ýmsum spurningum úr öllum áttum - alls konar spurningar fyrir yngri kynslóðina.

Lífið

Mynda­syrpa úr Eyjum: „Út með kassann og á­fram gakk“

Slagviðri gekk yfir Vestmannaeyjar í gærkvöldi og í nótt og olli þar nokkrum usla. Þó nokkrir gestir leituðu skjóls í Herjólfshöllinni og fuku einhver tjöld. Þar á meðal hvít tjöld og bjórtjaldið og var öll dagskrá stöðvuð, að stóra sviðinu undanskildu.

Lífið