Erlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést

Balin Miller, bandarískur áhrifavaldur sem sérhæfði sig í klifri, er látinn einungis 23 ára að aldri eftir fall úr El Capitan, frægu bjargi í Kaliforníu sem færir klifrarar spreyta sig gjarnan á. Hann var að streyma frá klifrinu á samfélagsmiðlinum Tik Tok þegar hann féll til jarðar.

Erlent
Fréttamynd

Loft­á­rásir í kjöl­far á­kalls Trumps

Þrjár loftárásir voru gerðar á Gasaborg í kjölfar ákalls Bandaríkjaforseta um að Ísraelar eigi að hætta árásum sínum. Ísraelsk yfirvöld undirbúa sig fyrir fyrsta hluta friðaráforma forsetans.

Erlent
Fréttamynd

Flogið á ný í München eftir mögu­legt drónaflug

Flogið er á ný í München eftir að flugvellinum var lokað tvisvar sinnum á einum sólarhring vegna tilkynninga um drónaflug yfir vellinum. Ekki er búið að staðfesta hvaðan drónarnir komu. Lokunin kemur í kjölfar fjölda tilkynninga um drónaflug yfir flugvelli í Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Skipar Ísraelum að hætta að sprengja

„Ísrael verður að hætta að sprengja Gasa,“ skrifar Donald Trump Bandaríkjaforseti á samfélagsmiðla, „svo að við getum komið öllum gíslum út hratt og örugglega!“

Erlent
Fréttamynd

„Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir heiminn vera að ganga í gegnum miklar og hraðar breytingar og hann sé þegar orðinn fjölpóla. Í ræðu sem hann hélt á ráðstefnu í Rússlandi í gær og ummælum í pallborðsummælum sagði Pútín meðal annars að ríki Evrópu væru mörg í stríði við Rússland en það væri fáránlegt að halda að Rússar myndu ráðast á önnur ríki.

Erlent
Fréttamynd

Rekja and­lát dóttur að hluta til sam­særis­kenninga móður

Dánardómstjóri á Bretlandi telur að móðir ungrar konu sem lést úr krabbameini hafi haft neikvæð áhrif á hana með samsæriskenningum sínum og átt „meira en lítinn“ þátt í dauða hennar. Móðirin er þekkt fyrir að dreifa samsæriskenningum um læknisvísindi á samfélagsmiðlum.

Erlent
Fréttamynd

Einn hinna látnu skotinn af lög­reglu og annar særður

Annar þeirra sem létu lífið í hnífaárás við bænahús gyðinga í Manchester í gær var skotinn til bana og annar til viðbótar særður. Árásarmaðurinn var ekki með byssu og virðist sem fólkið hafi verið skotið af lögregluþjóni eða -þjónum.

Erlent
Fréttamynd

Finna mikla ná­lykt frá rústunum

Björgunarsveitarmenn eru byrjaðir að nota þungavélar í leit að nemendum í rústum skóla sem hrundi í Indónesíu fyrr í vikunni. Talið er hæpið að einhverjir muni finnast á lífi í skólanum en þrjú lík fundust þar í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Siglt á­leiðis til Gasa

Þó 470 aðgerðasinnar úr Frelsisflotanum svokallaða hafi verið teknir í varðhald í Ísrael og bíða þess að vera vísað úr landi, er annar en smærri floti á leiðinni til Gasa. Skipið Conscience er í þeim flota en þar um borð er tónlistar- og baráttukonan Magga Stína.

Erlent
Fréttamynd

Hamas liðar vilja ekki afvopnast

Heimildarmaður sem þekkir til innan Hamas segir kröfur um að samtökin afvopnist eina af ástæðum þess að ekki hafi verið gengið til samninga um stöðvun átaka á Gasa.

Erlent