Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Sautján ára drengur lést í dag á tónlistarhátíðinni í Hróarskeldu á Sjálandi. Hann hafði farið að njóta góða veðursins við bakka Himmelsøen sem liggur rétt utan við hátíðarsvæðið og drukknaði. Erlent 2.7.2025 22:14
Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Bryan Kohberger hefur játað að hafa myrt fjóra herbergisfélaga í Idaho árið 2022. Það gerði hann til að komast hjá því að fá dauðarefsingu. Réttarhöld yfir Kohberger áttu að hefjast í ágúst. Erlent 2.7.2025 21:32
Jimmy Swaggart allur Jimmy Swaggart sjónvarpsprédikari er látinn níræður að aldri. Hann náði gríðarlegum vinsældum á níunda áratug síðustu aldar, en þær dvínuðu umtalsvert vegna hneykslismála. Erlent 2.7.2025 17:51
Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Breska lögreglan handtók og yfirheyrði þrjá stjórnendur Greifynjusjúkrahússins í Chester vegna gruns um að þeir gætu borið ábyrgð á dauða barna sem hjúkrunarfræðingur við spítalann var dæmdur sekur um að hafa drepið. Efasemdir hafa komið fram um sekt hjúkrunarfræðingsins og hvort börnin hafi raunverulega verið drepin. Erlent 2.7.2025 10:36
Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Stjórnendur University of Pennsylvania í Bandaríkjunum greindu frá því í gær að þeir hefðu komist að samkomulagi við stjórnvöld um að takmarka þátttöku trans kvenna í íþróttum. Erlent 2.7.2025 10:28
Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákveðið að hætta við ákveðnar vopnasendingar til Úkraínu, þar sem mönnum þykir hafa gengið heldur bratt á birgðir landsins. Erlent 2.7.2025 06:37
Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Ísraelsmenn hafa gengist við „nauðsynlegum skilyrðum“ til að ganga frá sextíu daga vopnahléi. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði þetta í færslu á samfélagsmiðlum seint í kvöld. Erlent 1.7.2025 23:48
Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Kviðdómur í réttarhöldum yfir tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, betur þekktum sem P. Diddy, hefur komist að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða. Erlent 1.7.2025 21:46
„Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði „Stóra og fallega frumvarpið“ er skrefi nær því að verða að lögum eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði með því. Frumvarpið felur í sér stórfelldan niðurskurð á útgjöldum alríkisstjórnarinnar og billjóna dala skattalækkanir sem Bandaríkjaforseti hefur bundið miklar vonir við. Erlent 1.7.2025 18:51
Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Breskur karlmaður á tíræðisaldri var í gær sakfelldur fyrir að hafa nauðgað og drepið konu árið 1967. Talið er að þetta sé elsta óleysta manndrápsmálið sem hefur nokkru sinni verið leitt til lykta á Bretlandi. Erlent 1.7.2025 12:12
Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Stjórnlagadómstóll Taílands vék Paetongtarn Shinawatra úr embætti forsætisráðherra vegna ásakaa um að hún hafi brotið siðareglur með símtali við kambódískan embættismann. Paetotongtarn segist ætla að verjast ásökununum. Erlent 1.7.2025 11:42
Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hefur fjarlægt lögbundnar skýrslur um áhrif loftslagsbreytinga á landið af opinberum vefsíðum. Þingmenn flokksins eru við það að samþykkja að útrýma einnig framlögum til rannsókna á loftslagi jarðar. Erlent 1.7.2025 10:44
Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Óeirðir brutust út í Istanbúl í gær eftir að yfirsaksóknari borgarinnar fyrirskipaði handtökur ritstjóra tímaritsins LeMan á þeim forsendum að blaðið hefði birt skopmynd af Múhameð. Erlent 1.7.2025 07:52
Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Ekkert lát er á hitabylgjunni í Evrópu og í dag er rauð veðurviðvörun vegna hita í gildi á sextán svæðum í Frakklandi, þar á meða í höfuðborginni París. Erlent 1.7.2025 07:34
Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Sú ákvörðun Donalds Trump forseta Bandaríkjanna að skrúfa fyrir mestalla þróunaraðstoð til fátækari ríkja heims, gæti orsakað það að ótímabærum dauðsfjöllum fjölgi fjórtán milljónir fram til ársins 2030, eða á næstu fimm árum. Erlent 1.7.2025 07:24
Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Umræður og atkvæðagreiðslur vegna „stóra og fallega“ frumvarps Donald Trump Bandaríkjaforseta um ráðstafanir í ríkisfjármálum hafa staðið yfir í öldungadeild bandaríska þingsins í næstum 20 klukkustundir. Erlent 1.7.2025 06:50
Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sextán ára gömul stúlka lést af sárum sínum þegar hestur sem hún teymdi tók skyndilega á rás og dró hana hundruð metra eftir jörðinni við Silkiborg á Jótlandi í morgun. Slysið átti sér stað á kynbótastöð. Erlent 30.6.2025 15:41
„Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa aðeins efni á því að missa eitt atkvæði í viðbót ef þeir ætla sér að koma í gegn risavöxnu frumvarpi um stórfelldan niðurskurð og skattalækkanir og þóknast forseta sínum. Ein þingmaður þeirra hefur þegar sagst ekki ætla að sækjast eftir endurkjöri vegna deilna um efni frumvarpsins. Erlent 30.6.2025 14:56
Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Útlit er fyrir að hitabylgjan sem hefur steikt stóran hluta Evrópu síðustu daga nái til fleiri landa þegar líður á vikuna. Rauðar veðurviðvaranir hafa verið gefnar út sums staðar vegna ofsahitans og gróðureldar loga í Tyrklandi. Erlent 30.6.2025 12:28
Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Aleqa Hammond var óvænt kjörin formaður Siamut-flokksins á Grænlandi á aukaaðalfundi um helgina. Hún sagði af sér sem formaður landsstjórnarinnar og var rekin úr flokknum eftir að hún viðurkenndi að hafa dregið sér opinbert fé fyrir áratug. Erlent 30.6.2025 08:44
Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Tveir slökkviliðsmenn voru skotnir til bana í gær í fjallaþorpi í Idaho í Bandaríkjunum. Erlent 30.6.2025 08:40
Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að svipta New York fjárhagslegum stuðningi frá ríkinu en Zohran Mamdani, borgarstjóraefni Demókrataflokksins, hegðar sér ekki eins og forsetanum þóknast. Erlent 30.6.2025 08:11
Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Aðstoðarutanríkisráðherra Íran segir Írani hafa fengið skilaboð frá Bandaríkjastjórn um að Bandaríkjamenn vilji setjast að samningaborðinu á ný. Það komi hins vegar ekki til greina fyrr en frekari árásir á innviði Íran hafa verið útilokaðar. Erlent 30.6.2025 06:42
Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Framkvæmdastjóri Norsk tipping, norsku getspárinnar, Tonje Sagstuen, hefur sagt starfi sínu lausu eftir að þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu á föstudag um að hafa unnið margar milljónir í Eurojackpot. Erlent 29.6.2025 22:36