Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að breyta verksviði Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, hafi ekki verið málefnaleg. Ríkið þarf að greiða honum tvær milljónir í miskabætur og 1,6 milljónir í málskostnað. Innlent 16.5.2025 08:10 Óvíst hvar börnin lenda í haust Hluta leikskólans Hagaborgar við Fornhaga verður lokað eftir sumarlokun og börn færð í annað húsnæði sem þó á enn eftir að finna. Mygla og myglugró hafa greinst í leikskólanum. Einni deild hefur verið lokað og tvö rými skermuð af. Innlent 16.5.2025 06:31 Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í fyrrakvöld eða nótt tilkynnt um slagsmál fyrir utan fjölbýlishús í Reykjavík. Þar var einn einstaklingur á vettvangi í annarlegu ástandi sem er sagður hafa lítið vilja ræða við lögreglu um hin meintu slagsmál. Innlent 16.5.2025 06:29 Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Líkja má aðstæðum sem skapast hafa í kringum áfengissölu á íþróttaviðburðum við villta vestrið að mati stjórna Íþróttabandalaga Reykjavíkur og Reykjanesbæjar sem kalla eftir skýrari reglum. Málið verður rætt á íþróttaþingi. Innlent 15.5.2025 20:43 Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Ísland hefur alla burði til að geta orðið fyrirmyndaríki í heiminum með innleiðingu á áfallamiðaðri nálgun í fangelsismálum. Þetta segir framkvæmdastjóri Compassion Prison Project sem hefur heimsótt öll fjögur fangelsi landsins. Innlent 15.5.2025 19:50 Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Borgarráð samþykkti í dag að ráðast í átak til að fjölga leikskólaplássum í borginni um 162 með því að byggja fjórtán nýjar kennslustofur við sex leikskóla víða um borgina ásamt tengibyggingum og lóðaframkvæmdum. Innlent 15.5.2025 18:40 Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Ríkisstjórnin hefur ákveðið að stækka útboð almennra hluta í Íslandsbanka og stendur nú til að selja allan eignarhlut ríkisins í yfirstandandi útboði. Við fáum ritstjóra Innherja til að varpa ljósi á þessar nýjustu vendingar. Innlent 15.5.2025 18:12 Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Tilkynnt var um fljúgandi trampólín sem hafði fokið á tvo bíla á ferðalagi um Grafarvog í dag. Ráðstafanir voru gerðar til að koma í veg fyrir frekara tjón. Innlent 15.5.2025 17:25 Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni hefur lagt til að gjaldtaka vegna minni háttar viðburða verði lögð af og gjaldtaka vegna meiri háttar viðburða verði helmingað. Borgin sjái reglulega á eftir viðburðum vegna gjaldtöku. Innlent 15.5.2025 17:02 Telja sig vita hvernig maðurinn lést Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi, á andláti manns sem fannst illa leikinn í Gufunesi í Reykjavík í mars og lést í kjölfarið, er á lokametrunum og gert er ráð fyrir því að Héraðssaksóknari taki við málinu á allra næstu dögum. Innlent 15.5.2025 15:44 Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Áformað er að hífa nýja göngu- og hjólabrú upp í heilu lagi á Sæbraut í Reykjavík í byrjun næstu viku ef veðuraðstæður leyfa. Ætlunin er koma brúnni fyrir á stigahúsum sem reist hafa verið við Dugguvog og Snekkjuvog. Innlent 15.5.2025 15:26 Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokki gekk á Loga Einarsson menningarráðherra á þinginu fyrr í dag varðandi styrki til frjálsra fjölmiðla. Þá spurði hún hann út í nýlega færslu þingmannsins Jóns Gnarr á Facebook en Logi vildi fordæma allan skæting í garð fjölmiðla – vill meina að um þá eigi að tala af ábyrgð. Innlent 15.5.2025 15:00 Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur óskað eftir því að götunafnanefnd komi með aðra tillögu að nafni á nýrri götu við Grósku í Vatnsmýri. Götunafnanefnd lagði til að gatan fengi nafnið Völugata, meðal annars með vísun í Völuspá og völvur, en ráðið vill frekar að gatan verði nefnd í höfuðið á alvöru manneskju. Innlent 15.5.2025 13:25 „Algjört þjófstart á sumrinu“ Gestum á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum hefur fjölgað í vikunni og búist við fleiri bætist við um helgina þegar hitinn gæti farið í allt að tuttugu og fimm stig. Framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins segir einstaka veðurblíðu hafa verið á svæðinu undanfarið. Innlent 15.5.2025 13:03 Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Úlfari Lúðvíkssyni var boðið starf lögreglustjórans á Austurlandi á fundi með ráðherra án þess að þurfa að sækja starfið gegn því að hann myndi láta af störfum sem lögreglustjóri á Suðurnesjum. Úlfar afþakkaði það á fundi og lét svo af störfum sem lögreglustjóri. Frá þessu er greint á vef mbl.is og er vísað í fundargerð af fundi ráðherra og lögreglustjórans. Innlent 15.5.2025 12:59 Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Christopher Cavoli, yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu og yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins (SACEUR), heimsótti Ísland í vikunni. Hér fundaði hann meðal annars með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra. Innlent 15.5.2025 12:52 Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Gjaldið sem Reykjavíkurborg ætlaði að rukka Landssamband hestamannafélaga fyrir Miðbæjarreiðina svokölluðu var 477,5 þúsund krónur. Hestamennirnir létu ekki bjóða sér það og hættu við reiðina. Ráða hefði þurft níu starfsmenn til að loka götum fyrir reiðina og útvega dælubíl. Innlent 15.5.2025 12:30 Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Heitt var í kolum í óundirbúnum fyrirspurnum. Þingheimur sat þrumu lostinn og hlustaði á Ingu Sæland félagsmálaráðherra lesa Sigríði Á Andersen, þingmanni Miðflokksins, pistilinn. Innlent 15.5.2025 11:53 Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Í hádegisfréttum verður rætt við formann Lögreglustjórafélags Íslands sem segir að starfslok lögreglustjórans á Suðurnesjum hafi borið brátt að og komið á óvart. Innlent 15.5.2025 11:38 Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins mætti í pontu Alþingis, undir liðnum Fundarstjórn forseta, og greindi frá því að fyrir lægi bréf frá ríkisendurskoðanda til Flokks fólksins þar sem varað hefði verið við að hann fengi ólögmæta styrki. Innlent 15.5.2025 11:11 Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Alls voru 81.277 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 1. maí síðastliðinn og fjölgaði þeim um 731 einstaklinga frá 1. desember 2024 eða um 0,9 prósent samkvæmt tilkynningu frá Þjóðskrá. Innlent 15.5.2025 11:00 Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Miðbæjarreið Landssambands hestamannafélaga mun að óbreyttu ekki fara fram í ár. Ástæðan er sögð viðburðargjald sem Reykjavíkurborg hyggist innheimta fyrir viðburðinn. Innlent 15.5.2025 10:40 Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Stefs, segir tónlistarmönnum órótt yfir þeirri þróun sem á sér stað í tónlistargerð með tilkomu gervigreindar. Rannsóknir hafi sýnt að þriðjungur af tekjum tónhöfunda gæti horfið með tilkomu gervigreindar. Innlent 15.5.2025 10:17 Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Sundlaugargestir Árbæjarlaugar hafa varla tíma þessa dagana til að synda því það er svo mikil spennan og áhugi hjá gestum laugarinnar að fylgjast með hrafnapari, sem hefur komið sér upp laup í tré á sundlaugarsvæðinu. Innlent 15.5.2025 09:02 Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst stendur fyrir ráðstefnu um málefni Norðurslóða milli klukkan 9 g 16 í dag. Ráðstefnan verður haldin í Norræna húsinu og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum að neðan. Innlent 15.5.2025 08:30 Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöld eða nótt tilkynnt um konu sem var að ráðast á pizzasendil í Reykjavík. Innlent 15.5.2025 06:52 Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Laust fyrir miðnætti í gær varð jarðskjálfti sem mælst hefur 3,8 að stærð. Innlent 15.5.2025 06:18 Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Vegagerðin varar við bikblæðingum á Bröttubrekku í Dalabyggð nú í kvöld. Innlent 14.5.2025 23:18 Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Flugleiðir voru á barmi gjaldþrots og höfðu engin tök á að halda þriðjungshlut sínum í Cargolux fyrir fjörutíu árum. Þetta er meginástæða þess að Íslendingar misstu tökin á frakflugfélaginu í Lúxemborg, að mati eins helsta valdamanns Flugleiða á þeim tíma. Innlent 14.5.2025 22:11 Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Verð á dagvöru hækkaði um meira en 0,6 prósent þriðja mánuðinn í röð og er svo komið að hækkanirnar hafa áhrif á grillsumarið mikla sem er að hefjast. Fátt er undanskilið í þeim efnum, ekki einu sinni eggin sem þarf til að gera Bernaise-sósu með steikinni. Innlent 14.5.2025 20:53 « ‹ 2 3 4 5 6 7 8 9 10 … 334 ›
Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að breyta verksviði Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, hafi ekki verið málefnaleg. Ríkið þarf að greiða honum tvær milljónir í miskabætur og 1,6 milljónir í málskostnað. Innlent 16.5.2025 08:10
Óvíst hvar börnin lenda í haust Hluta leikskólans Hagaborgar við Fornhaga verður lokað eftir sumarlokun og börn færð í annað húsnæði sem þó á enn eftir að finna. Mygla og myglugró hafa greinst í leikskólanum. Einni deild hefur verið lokað og tvö rými skermuð af. Innlent 16.5.2025 06:31
Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í fyrrakvöld eða nótt tilkynnt um slagsmál fyrir utan fjölbýlishús í Reykjavík. Þar var einn einstaklingur á vettvangi í annarlegu ástandi sem er sagður hafa lítið vilja ræða við lögreglu um hin meintu slagsmál. Innlent 16.5.2025 06:29
Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Líkja má aðstæðum sem skapast hafa í kringum áfengissölu á íþróttaviðburðum við villta vestrið að mati stjórna Íþróttabandalaga Reykjavíkur og Reykjanesbæjar sem kalla eftir skýrari reglum. Málið verður rætt á íþróttaþingi. Innlent 15.5.2025 20:43
Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Ísland hefur alla burði til að geta orðið fyrirmyndaríki í heiminum með innleiðingu á áfallamiðaðri nálgun í fangelsismálum. Þetta segir framkvæmdastjóri Compassion Prison Project sem hefur heimsótt öll fjögur fangelsi landsins. Innlent 15.5.2025 19:50
Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Borgarráð samþykkti í dag að ráðast í átak til að fjölga leikskólaplássum í borginni um 162 með því að byggja fjórtán nýjar kennslustofur við sex leikskóla víða um borgina ásamt tengibyggingum og lóðaframkvæmdum. Innlent 15.5.2025 18:40
Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Ríkisstjórnin hefur ákveðið að stækka útboð almennra hluta í Íslandsbanka og stendur nú til að selja allan eignarhlut ríkisins í yfirstandandi útboði. Við fáum ritstjóra Innherja til að varpa ljósi á þessar nýjustu vendingar. Innlent 15.5.2025 18:12
Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Tilkynnt var um fljúgandi trampólín sem hafði fokið á tvo bíla á ferðalagi um Grafarvog í dag. Ráðstafanir voru gerðar til að koma í veg fyrir frekara tjón. Innlent 15.5.2025 17:25
Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni hefur lagt til að gjaldtaka vegna minni háttar viðburða verði lögð af og gjaldtaka vegna meiri háttar viðburða verði helmingað. Borgin sjái reglulega á eftir viðburðum vegna gjaldtöku. Innlent 15.5.2025 17:02
Telja sig vita hvernig maðurinn lést Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi, á andláti manns sem fannst illa leikinn í Gufunesi í Reykjavík í mars og lést í kjölfarið, er á lokametrunum og gert er ráð fyrir því að Héraðssaksóknari taki við málinu á allra næstu dögum. Innlent 15.5.2025 15:44
Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Áformað er að hífa nýja göngu- og hjólabrú upp í heilu lagi á Sæbraut í Reykjavík í byrjun næstu viku ef veðuraðstæður leyfa. Ætlunin er koma brúnni fyrir á stigahúsum sem reist hafa verið við Dugguvog og Snekkjuvog. Innlent 15.5.2025 15:26
Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokki gekk á Loga Einarsson menningarráðherra á þinginu fyrr í dag varðandi styrki til frjálsra fjölmiðla. Þá spurði hún hann út í nýlega færslu þingmannsins Jóns Gnarr á Facebook en Logi vildi fordæma allan skæting í garð fjölmiðla – vill meina að um þá eigi að tala af ábyrgð. Innlent 15.5.2025 15:00
Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur óskað eftir því að götunafnanefnd komi með aðra tillögu að nafni á nýrri götu við Grósku í Vatnsmýri. Götunafnanefnd lagði til að gatan fengi nafnið Völugata, meðal annars með vísun í Völuspá og völvur, en ráðið vill frekar að gatan verði nefnd í höfuðið á alvöru manneskju. Innlent 15.5.2025 13:25
„Algjört þjófstart á sumrinu“ Gestum á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum hefur fjölgað í vikunni og búist við fleiri bætist við um helgina þegar hitinn gæti farið í allt að tuttugu og fimm stig. Framkvæmdastjóri tjaldsvæðisins segir einstaka veðurblíðu hafa verið á svæðinu undanfarið. Innlent 15.5.2025 13:03
Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Úlfari Lúðvíkssyni var boðið starf lögreglustjórans á Austurlandi á fundi með ráðherra án þess að þurfa að sækja starfið gegn því að hann myndi láta af störfum sem lögreglustjóri á Suðurnesjum. Úlfar afþakkaði það á fundi og lét svo af störfum sem lögreglustjóri. Frá þessu er greint á vef mbl.is og er vísað í fundargerð af fundi ráðherra og lögreglustjórans. Innlent 15.5.2025 12:59
Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Christopher Cavoli, yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Evrópu og yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins (SACEUR), heimsótti Ísland í vikunni. Hér fundaði hann meðal annars með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra. Innlent 15.5.2025 12:52
Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Gjaldið sem Reykjavíkurborg ætlaði að rukka Landssamband hestamannafélaga fyrir Miðbæjarreiðina svokölluðu var 477,5 þúsund krónur. Hestamennirnir létu ekki bjóða sér það og hættu við reiðina. Ráða hefði þurft níu starfsmenn til að loka götum fyrir reiðina og útvega dælubíl. Innlent 15.5.2025 12:30
Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Heitt var í kolum í óundirbúnum fyrirspurnum. Þingheimur sat þrumu lostinn og hlustaði á Ingu Sæland félagsmálaráðherra lesa Sigríði Á Andersen, þingmanni Miðflokksins, pistilinn. Innlent 15.5.2025 11:53
Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Í hádegisfréttum verður rætt við formann Lögreglustjórafélags Íslands sem segir að starfslok lögreglustjórans á Suðurnesjum hafi borið brátt að og komið á óvart. Innlent 15.5.2025 11:38
Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins mætti í pontu Alþingis, undir liðnum Fundarstjórn forseta, og greindi frá því að fyrir lægi bréf frá ríkisendurskoðanda til Flokks fólksins þar sem varað hefði verið við að hann fengi ólögmæta styrki. Innlent 15.5.2025 11:11
Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Alls voru 81.277 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 1. maí síðastliðinn og fjölgaði þeim um 731 einstaklinga frá 1. desember 2024 eða um 0,9 prósent samkvæmt tilkynningu frá Þjóðskrá. Innlent 15.5.2025 11:00
Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Miðbæjarreið Landssambands hestamannafélaga mun að óbreyttu ekki fara fram í ár. Ástæðan er sögð viðburðargjald sem Reykjavíkurborg hyggist innheimta fyrir viðburðinn. Innlent 15.5.2025 10:40
Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Stefs, segir tónlistarmönnum órótt yfir þeirri þróun sem á sér stað í tónlistargerð með tilkomu gervigreindar. Rannsóknir hafi sýnt að þriðjungur af tekjum tónhöfunda gæti horfið með tilkomu gervigreindar. Innlent 15.5.2025 10:17
Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Sundlaugargestir Árbæjarlaugar hafa varla tíma þessa dagana til að synda því það er svo mikil spennan og áhugi hjá gestum laugarinnar að fylgjast með hrafnapari, sem hefur komið sér upp laup í tré á sundlaugarsvæðinu. Innlent 15.5.2025 09:02
Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst stendur fyrir ráðstefnu um málefni Norðurslóða milli klukkan 9 g 16 í dag. Ráðstefnan verður haldin í Norræna húsinu og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum að neðan. Innlent 15.5.2025 08:30
Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöld eða nótt tilkynnt um konu sem var að ráðast á pizzasendil í Reykjavík. Innlent 15.5.2025 06:52
Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Laust fyrir miðnætti í gær varð jarðskjálfti sem mælst hefur 3,8 að stærð. Innlent 15.5.2025 06:18
Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Vegagerðin varar við bikblæðingum á Bröttubrekku í Dalabyggð nú í kvöld. Innlent 14.5.2025 23:18
Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Flugleiðir voru á barmi gjaldþrots og höfðu engin tök á að halda þriðjungshlut sínum í Cargolux fyrir fjörutíu árum. Þetta er meginástæða þess að Íslendingar misstu tökin á frakflugfélaginu í Lúxemborg, að mati eins helsta valdamanns Flugleiða á þeim tíma. Innlent 14.5.2025 22:11
Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Verð á dagvöru hækkaði um meira en 0,6 prósent þriðja mánuðinn í röð og er svo komið að hækkanirnar hafa áhrif á grillsumarið mikla sem er að hefjast. Fátt er undanskilið í þeim efnum, ekki einu sinni eggin sem þarf til að gera Bernaise-sósu með steikinni. Innlent 14.5.2025 20:53