Fréttir Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Eigendur höfundaréttar á Múmínálfunum segir að Múmínlundurinn sem verið er að reisa í Kjarnaskógi á Akureyri sé klárt brot á höfundarétti. Forstjóri Moomin Characters segir að forsvarsmenn skógarins hefðu átt að setja sig í samband við þá til að fá tilskilin leyfi. Innlent 27.6.2025 18:48 Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Nýr leikskóli hefur verið opnaður í Helgafellslandi í Mosfellsbæ sem hefur fengið nafnið Sumarhús. Leikskólinn er fyrir börn á aldrinum eins til fimm ára og rúmar 150 börn. Bæjarstjóri segir opnunina mikilvæg tímamót fyrir Mosfellsbæ. Innlent 27.6.2025 18:08 Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Stjórnvöld þurfa að grípa til aðgerða ef verðbólga heldur áfram að aukast að mati fjármálaráðherra. Nýjar tölur sem sýna verðhækkanir umfram væntingar séu mikil vonbrigði. Við ræðum við ráðherra í kvöldfréttum Sýnar auk þess sem formaður VR mætir í myndver og fer yfir stöðuna sem blasir við almenningi. Innlent 27.6.2025 18:06 Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Maður á fertugsaldri var sleginn ítrekað með járnröri og hann rændur í Breiðholti. Rúmum tveimur árum síðar var rannsókn hætt og engin ákæra gefin út. Málið þvældist á milli lögreglunnar og saksóknara og fyrndist loks vegna seinagangs og misskilnings um hvort málið ætti heima á borði ákærusviðs lögreglunnar eða héraðssaksóknara. Ríkissaksóknari gerir athugasemdir við meðferð málsins. Innlent 27.6.2025 17:03 Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni Eina segulómtækið á Landspítalanum við Hringbraut er enn óvirkt. Samkvæmt upplýsingum frá spítalanum er erfitt að spá fyrir hvenær tækið verði tekið í gagnið á ný en það hefur verið óvirkt í tvær vikur í dag. Innlent 27.6.2025 16:57 „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir margar skoðanakannanir ágætar en samt sem áður sé auðvelt að gera mistök við framkvæmd þeirra. Málið snúist um hversu nákvæmt svar rannsakendurnir vilji. Innlent 27.6.2025 16:52 Steini frá Straumnesi látinn Steingrímur Stefánsson, leiðsögumaður í Laxá í Aðaldal og betur þekktur sem Steini frá Straumnesi, varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 24. júní síðastliðinn 56 ára gamall. Veiðisamfélagið syrgir goðsögn í laxveiði. Innlent 27.6.2025 16:19 Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Hæstiréttur Bandaríkjanna sló eitt helsta lagalega vopnið úr höndum andstæðinga Bandaríkjaforseta í dag þegar hann komst að þeirri niðurstöðu að lægri dómsstólar hefðu ekki vald til þess að leggja lögbann á landsvísu á stjórnarathafnir forsetans. Dómari sem var á öndverðum meiði sagði niðurstöðuna ógna réttarríkinu í Bandaríkjunum. Erlent 27.6.2025 16:01 Áfram frestað meðan formenn funda Þingflokksformenn hafa fundað eftir hádegi í dag í viðræðum stjórnarflokkanna við stjórnarandstöðuna um þinglok. Þingfundi var frestað um klukkustund á þriðja tímanum og svo aftur um eina og hálfa klukkustund. Innlent 27.6.2025 15:37 Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Birgir Ármannsson fyrrverandi forseti Alþingis hefur leyst út réttindi til málflutnings og gerir ráð fyrir að nýta sér þau. Innlent 27.6.2025 15:31 Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Breskur maður á fertugsaldri hefur verið dæmdur til lífstíðarfangelsisvistar til fjörutíu ára að lágmarki fyrir að myrða ungan strák með samúræjasverði í apríl á síðasta ári. Erlent 27.6.2025 15:30 Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Bandaríkjastjórn átti engan fulltrúa á undirbúningsfundi fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í vikunni í fyrsta skipti frá því að alþjóðlegar viðræður hófust fyrir um þrjátíu árum. Önnur ríki eru sögð hafa fundið fyrir fjarveru þeirra en ekki endilega saknað þeirra. Erlent 27.6.2025 14:44 Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Samkvæmt vef Alþingis eru þingmenn með á bilinu þrjár til fimm milljónir króna í laun á mánuði. Fjármála- og rekstrarstjóri Alþingis segir þingmenn þó ekki svo heppna að vera komnir á tvöföld laun, heldur hafi launin verið færð inn á vefinn tvöföld fyrir mistök. Innlent 27.6.2025 14:43 Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Bæjarstjóri á Akureyri getur ekki ímyndað sér annað en að öll bæjarstjórn leggist gegn tillögu Vegagerðarinnar um að fjarlægja hjartalöguð umferðarljós í bænum. Fulltrúi í skipulagsráði bæjarins segir sín fyrstu viðbrögð hafa verið að henda tillögunni í ruslið. Innlent 27.6.2025 14:20 Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Tvær konur særðust í skotárás í Nuuk, höfuðborg Grænlands, í nótt. Lögregla hefur lítið tjáð sig um málið. Erlent 27.6.2025 14:19 Helgi leiðir nefnd um atvinnumál í Norðurþingi Helgi Valberg Jensson verður formaður starfshóps forsætisráðherra sem vinnur að kortlagningu á stöðu atvinnumála í Norðurþingi. Tilkynnt hefur verið um tímabundna rekstrarstöðvun kísilvers PCC á Bakka frá miðjum júlí. Málið var rætt á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Innlent 27.6.2025 14:16 Nú má heita Kareem Link Baggio og Anóra Vava Star Mannanafnanefnd hefur samþykkt ellefu ný mannanöfn sem tekin voru fyrir á fundi nefndarinnar þann 24. júní síðastliðinn. Nú má skíra drengi í höfuðið á íþróttastjörnunum Kareem Abdul-Jabbar og Roberto Baggio og mega stúlkur heita Star, Anóra og Celina. Innlent 27.6.2025 14:06 Kerfið bilaði og atkvæði greidd upp á gamla mátann Atkvæðagreiðslukerfið í þingsal Alþingis bilaði í morgun og því þurftu þingmenn að greiða atkvæði með gamla laginu, einfaldlega með því að rétta upp hönd. Innlent 27.6.2025 13:42 Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Argentínska tónskáldið og hljómsveitarstjórinn Lalo Schifrin er látinn, 93 ára að aldri. Frá þessu greinir BBC og vísar til upplýsinga frá fjölskyldu hans. Schifrin lést á heimili sínu í Los Angeles eftir að hafa glímt við lungnabólgu. Erlent 27.6.2025 12:52 Ánægja með gjaldfrjálsar skólamáltíðir en fjármögnunin áskorun Ríflega 80 prósent foreldra og forráðamanna grunnskólabarna segjast ánægð með gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Aðeins 7 prósent segjast nokkuð eða mjög neikvæð gagnvart verkefninu. Innlent 27.6.2025 12:47 Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sonur norsku krónprinsessunnar er grunaður um nauðganir, ofbeldi og líkamsárásir auk fjölda annarra brota. Málið fer nú til ríkissaksóknara en konungsfjölskyldan hefur ekki viljað tjá sig um málið Erlent 27.6.2025 12:19 Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Stjórnvöld í Danmörku hyggjast leggja fram frumvarp til breytinga á höfundarréttarlögum, þannig að einstaklingum verði tryggður höfundarrétturinn að eigin persónu og rödd. Erlent 27.6.2025 11:48 Verðbólga eykst og Alþingi í óvissu Í hádegisfréttum fjöllum við um verðbólguna en nýjar tölur frá Hagstofunni benda til þess að hún sé að aukast á ný. Innlent 27.6.2025 11:38 Gerðu úttekt á skrifstofu Ríkissáttasemjara Félags- og húsnæðismálaráðuneytið hefur fengið óháðan aðila til að gera úttekt á starfsumhverfi embættis Ríkissáttasemjara. Niðurstaðan var sú að mikil starfsánægja og góður starfsandi væri hjá embættinu. Innlent 27.6.2025 11:23 Enn óvissa um þinglok Algjör óvissa er enn um hvenær Alþingi nær að ljúka störfum. Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis segir mörg mál bíða afgreiðslu en veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar er aftur á dagskrá þingsins í dag. Innlent 27.6.2025 11:15 Framlengja gæsluvarðhald í fíkniefnamáli Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur framlengt gæsluvarðhald yfir fimm einstaklingum sem grunaðir eru um aðild að fíkniefnaframleiðslu til 4. júlí. Allir hafa þeir kært úrskurðinn til Landsréttar. Innlent 27.6.2025 10:51 Óku á yfir 60 og missa ökuréttindin Ökumenn sem óku á yfir sextíu kílómetra hraða við framkvæmdasvæði í Reykjavík í gær eiga von á að verða sviptir ökuréttindunum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir hraðakstur við vegavinnusvæði mikið vandamál hér á landi. Innlent 27.6.2025 10:22 Þriðjungur eyjaskeggja sækir um hæli í Ástralíu vegna loftslagsógnar Rúmur þriðjungur íbúa Kyrrahafsríkisins Túvalú hefur sótt um sérstaka vegabréfsáritun til Ástralíu vegna þeirrar hættu sem eyríkið er í vegna loftslagsbreytinga. Aðeins brot af þeim fjölda getur vænst þess að fá áritun. Erlent 27.6.2025 10:18 Svona verða bílastæðagjöldin hjá Háskóla Íslands Gjaldtaka í bílastæði við Háskóla Íslands hefst þann 18. ágúst eða við upphaf haustmisseris. Gjaldskylda verður frá 8 til 16 á virkum dögum. Mánaðaráskrift hljóðar upp á 1500 krónur en tímagjald á öllum bílastæðum verður 230 krónur. Gjaldtaka átti upphaflega að hefjast í fyrrahaust. Innlent 27.6.2025 10:08 Stærsti árgangur sögunnar fer í framhaldsskóla: „Það verður þétt setið í skólastofunni“ Framhaldsskólarnir fjölguðu flestir innrituðum nemendum um tíu prósent miðað við fyrri ár til að koma öllum að í haust. Skólameistarar segja það hafa verið ærið verkefni en hafi tekist með því að fjölga í bekkjum og hópum. Innritunarárgangurinn fæddist árið 2009. Þá fæddust 5.026 börn á Íslandi og hafa aldrei fæðst jafn mörg börn á einu ári hérlendis. Innlent 27.6.2025 09:17 « ‹ 5 6 7 8 9 10 11 12 13 … 334 ›
Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Eigendur höfundaréttar á Múmínálfunum segir að Múmínlundurinn sem verið er að reisa í Kjarnaskógi á Akureyri sé klárt brot á höfundarétti. Forstjóri Moomin Characters segir að forsvarsmenn skógarins hefðu átt að setja sig í samband við þá til að fá tilskilin leyfi. Innlent 27.6.2025 18:48
Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Nýr leikskóli hefur verið opnaður í Helgafellslandi í Mosfellsbæ sem hefur fengið nafnið Sumarhús. Leikskólinn er fyrir börn á aldrinum eins til fimm ára og rúmar 150 börn. Bæjarstjóri segir opnunina mikilvæg tímamót fyrir Mosfellsbæ. Innlent 27.6.2025 18:08
Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Stjórnvöld þurfa að grípa til aðgerða ef verðbólga heldur áfram að aukast að mati fjármálaráðherra. Nýjar tölur sem sýna verðhækkanir umfram væntingar séu mikil vonbrigði. Við ræðum við ráðherra í kvöldfréttum Sýnar auk þess sem formaður VR mætir í myndver og fer yfir stöðuna sem blasir við almenningi. Innlent 27.6.2025 18:06
Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Maður á fertugsaldri var sleginn ítrekað með járnröri og hann rændur í Breiðholti. Rúmum tveimur árum síðar var rannsókn hætt og engin ákæra gefin út. Málið þvældist á milli lögreglunnar og saksóknara og fyrndist loks vegna seinagangs og misskilnings um hvort málið ætti heima á borði ákærusviðs lögreglunnar eða héraðssaksóknara. Ríkissaksóknari gerir athugasemdir við meðferð málsins. Innlent 27.6.2025 17:03
Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni Eina segulómtækið á Landspítalanum við Hringbraut er enn óvirkt. Samkvæmt upplýsingum frá spítalanum er erfitt að spá fyrir hvenær tækið verði tekið í gagnið á ný en það hefur verið óvirkt í tvær vikur í dag. Innlent 27.6.2025 16:57
„Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir margar skoðanakannanir ágætar en samt sem áður sé auðvelt að gera mistök við framkvæmd þeirra. Málið snúist um hversu nákvæmt svar rannsakendurnir vilji. Innlent 27.6.2025 16:52
Steini frá Straumnesi látinn Steingrímur Stefánsson, leiðsögumaður í Laxá í Aðaldal og betur þekktur sem Steini frá Straumnesi, varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 24. júní síðastliðinn 56 ára gamall. Veiðisamfélagið syrgir goðsögn í laxveiði. Innlent 27.6.2025 16:19
Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Hæstiréttur Bandaríkjanna sló eitt helsta lagalega vopnið úr höndum andstæðinga Bandaríkjaforseta í dag þegar hann komst að þeirri niðurstöðu að lægri dómsstólar hefðu ekki vald til þess að leggja lögbann á landsvísu á stjórnarathafnir forsetans. Dómari sem var á öndverðum meiði sagði niðurstöðuna ógna réttarríkinu í Bandaríkjunum. Erlent 27.6.2025 16:01
Áfram frestað meðan formenn funda Þingflokksformenn hafa fundað eftir hádegi í dag í viðræðum stjórnarflokkanna við stjórnarandstöðuna um þinglok. Þingfundi var frestað um klukkustund á þriðja tímanum og svo aftur um eina og hálfa klukkustund. Innlent 27.6.2025 15:37
Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Birgir Ármannsson fyrrverandi forseti Alþingis hefur leyst út réttindi til málflutnings og gerir ráð fyrir að nýta sér þau. Innlent 27.6.2025 15:31
Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Breskur maður á fertugsaldri hefur verið dæmdur til lífstíðarfangelsisvistar til fjörutíu ára að lágmarki fyrir að myrða ungan strák með samúræjasverði í apríl á síðasta ári. Erlent 27.6.2025 15:30
Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Bandaríkjastjórn átti engan fulltrúa á undirbúningsfundi fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í vikunni í fyrsta skipti frá því að alþjóðlegar viðræður hófust fyrir um þrjátíu árum. Önnur ríki eru sögð hafa fundið fyrir fjarveru þeirra en ekki endilega saknað þeirra. Erlent 27.6.2025 14:44
Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Samkvæmt vef Alþingis eru þingmenn með á bilinu þrjár til fimm milljónir króna í laun á mánuði. Fjármála- og rekstrarstjóri Alþingis segir þingmenn þó ekki svo heppna að vera komnir á tvöföld laun, heldur hafi launin verið færð inn á vefinn tvöföld fyrir mistök. Innlent 27.6.2025 14:43
Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Bæjarstjóri á Akureyri getur ekki ímyndað sér annað en að öll bæjarstjórn leggist gegn tillögu Vegagerðarinnar um að fjarlægja hjartalöguð umferðarljós í bænum. Fulltrúi í skipulagsráði bæjarins segir sín fyrstu viðbrögð hafa verið að henda tillögunni í ruslið. Innlent 27.6.2025 14:20
Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Tvær konur særðust í skotárás í Nuuk, höfuðborg Grænlands, í nótt. Lögregla hefur lítið tjáð sig um málið. Erlent 27.6.2025 14:19
Helgi leiðir nefnd um atvinnumál í Norðurþingi Helgi Valberg Jensson verður formaður starfshóps forsætisráðherra sem vinnur að kortlagningu á stöðu atvinnumála í Norðurþingi. Tilkynnt hefur verið um tímabundna rekstrarstöðvun kísilvers PCC á Bakka frá miðjum júlí. Málið var rætt á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Innlent 27.6.2025 14:16
Nú má heita Kareem Link Baggio og Anóra Vava Star Mannanafnanefnd hefur samþykkt ellefu ný mannanöfn sem tekin voru fyrir á fundi nefndarinnar þann 24. júní síðastliðinn. Nú má skíra drengi í höfuðið á íþróttastjörnunum Kareem Abdul-Jabbar og Roberto Baggio og mega stúlkur heita Star, Anóra og Celina. Innlent 27.6.2025 14:06
Kerfið bilaði og atkvæði greidd upp á gamla mátann Atkvæðagreiðslukerfið í þingsal Alþingis bilaði í morgun og því þurftu þingmenn að greiða atkvæði með gamla laginu, einfaldlega með því að rétta upp hönd. Innlent 27.6.2025 13:42
Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Argentínska tónskáldið og hljómsveitarstjórinn Lalo Schifrin er látinn, 93 ára að aldri. Frá þessu greinir BBC og vísar til upplýsinga frá fjölskyldu hans. Schifrin lést á heimili sínu í Los Angeles eftir að hafa glímt við lungnabólgu. Erlent 27.6.2025 12:52
Ánægja með gjaldfrjálsar skólamáltíðir en fjármögnunin áskorun Ríflega 80 prósent foreldra og forráðamanna grunnskólabarna segjast ánægð með gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Aðeins 7 prósent segjast nokkuð eða mjög neikvæð gagnvart verkefninu. Innlent 27.6.2025 12:47
Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sonur norsku krónprinsessunnar er grunaður um nauðganir, ofbeldi og líkamsárásir auk fjölda annarra brota. Málið fer nú til ríkissaksóknara en konungsfjölskyldan hefur ekki viljað tjá sig um málið Erlent 27.6.2025 12:19
Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Stjórnvöld í Danmörku hyggjast leggja fram frumvarp til breytinga á höfundarréttarlögum, þannig að einstaklingum verði tryggður höfundarrétturinn að eigin persónu og rödd. Erlent 27.6.2025 11:48
Verðbólga eykst og Alþingi í óvissu Í hádegisfréttum fjöllum við um verðbólguna en nýjar tölur frá Hagstofunni benda til þess að hún sé að aukast á ný. Innlent 27.6.2025 11:38
Gerðu úttekt á skrifstofu Ríkissáttasemjara Félags- og húsnæðismálaráðuneytið hefur fengið óháðan aðila til að gera úttekt á starfsumhverfi embættis Ríkissáttasemjara. Niðurstaðan var sú að mikil starfsánægja og góður starfsandi væri hjá embættinu. Innlent 27.6.2025 11:23
Enn óvissa um þinglok Algjör óvissa er enn um hvenær Alþingi nær að ljúka störfum. Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis segir mörg mál bíða afgreiðslu en veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar er aftur á dagskrá þingsins í dag. Innlent 27.6.2025 11:15
Framlengja gæsluvarðhald í fíkniefnamáli Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur framlengt gæsluvarðhald yfir fimm einstaklingum sem grunaðir eru um aðild að fíkniefnaframleiðslu til 4. júlí. Allir hafa þeir kært úrskurðinn til Landsréttar. Innlent 27.6.2025 10:51
Óku á yfir 60 og missa ökuréttindin Ökumenn sem óku á yfir sextíu kílómetra hraða við framkvæmdasvæði í Reykjavík í gær eiga von á að verða sviptir ökuréttindunum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir hraðakstur við vegavinnusvæði mikið vandamál hér á landi. Innlent 27.6.2025 10:22
Þriðjungur eyjaskeggja sækir um hæli í Ástralíu vegna loftslagsógnar Rúmur þriðjungur íbúa Kyrrahafsríkisins Túvalú hefur sótt um sérstaka vegabréfsáritun til Ástralíu vegna þeirrar hættu sem eyríkið er í vegna loftslagsbreytinga. Aðeins brot af þeim fjölda getur vænst þess að fá áritun. Erlent 27.6.2025 10:18
Svona verða bílastæðagjöldin hjá Háskóla Íslands Gjaldtaka í bílastæði við Háskóla Íslands hefst þann 18. ágúst eða við upphaf haustmisseris. Gjaldskylda verður frá 8 til 16 á virkum dögum. Mánaðaráskrift hljóðar upp á 1500 krónur en tímagjald á öllum bílastæðum verður 230 krónur. Gjaldtaka átti upphaflega að hefjast í fyrrahaust. Innlent 27.6.2025 10:08
Stærsti árgangur sögunnar fer í framhaldsskóla: „Það verður þétt setið í skólastofunni“ Framhaldsskólarnir fjölguðu flestir innrituðum nemendum um tíu prósent miðað við fyrri ár til að koma öllum að í haust. Skólameistarar segja það hafa verið ærið verkefni en hafi tekist með því að fjölga í bekkjum og hópum. Innritunarárgangurinn fæddist árið 2009. Þá fæddust 5.026 börn á Íslandi og hafa aldrei fæðst jafn mörg börn á einu ári hérlendis. Innlent 27.6.2025 09:17