Fréttir Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Steinþór Einarsson hefur verið ráðinn í starf sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar. Hann tekur við starfinu af Eiríki Birni Björgvinssyni sem er í fimm ára leyfi frá borginni eftir að hafa verið kjörinn á þing fyrir Viðreisn í nóvember í fyrra. Innlent 3.4.2025 15:23 Stuttu eldgosi lokið Í uppfærslu á skýrslu sem jarðvísindamenn Veðurstofunnar hafa skrifað segir að stuttu eldgosi sé nú lokið, en sjálftavirkni mælist áfram. Landsig mælist ekki lengur í Svartsengi. Innlent 3.4.2025 15:16 Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi er yfirskrift málstofu Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál, Sendinefndar Evrópusambandsins á Íslandi og Pólska sendiráðsins í Reykjavík, sem haldin er klukkan 15:45 í Veröld, húsi Vigdísar. Viðburðinum er streymt á Vísi. Innlent 3.4.2025 15:01 Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Ekkert hefur spurst til Sólrúnar Petru Halldórsdóttur, 24 ára gamallar íslenskrar konu, í tæplega þrjá sólarhringa. Síðast er vitað um ferðir hennar á Torrevieja-svæðinu á Spáni. Innlent 3.4.2025 14:56 „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakar fjármálaráðherra um að hafa gengið á bak orða sinna, með því að segja á fimmtudegi að skattar yrðu ekki hækkaðir á heimilin í landinu en boða svo skattahækkun á mánudegi. Fjármálaráðherra segir það lýsa vanþekkingu þingmannsins á fjármálum hins opinbera að hann kalli 2,5 milljarða skattahækkun meiri háttar skattahækkun. Það gerði þingmaðurinn ekki. Innlent 3.4.2025 14:41 Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Vísbendingar eru komnar fram um að rafsígarettureykingar hafi langvinnar heilsufarslegar afleiðingar á lungu, hjarta og heila. Rannsóknir sýna að rafsígarettur hafa ekki reynst gagnlegar til að hætta sígarettureykingum og tilhneigingin sé þvert á móti að innbyrða meira nikótín. Innlent 3.4.2025 14:30 Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Margir Hafnfirðingar ráku upp stór augu þegar þeir litu myndarlegan stafla af innlendum skógarvið á kæjanum þar í bæ augum. Timbrið bíður þess að vera lestað í skip sem siglt verður til Eskifjarðar. Þar verður timbrið sagað niður í borðvið. Innlent 3.4.2025 14:02 Býst við kolsvartri skýrslu Formaður rannsóknarnefndar um Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins á áttunda áratugnum segist hafa fengið afar jákvæð viðbrögð við beiðni um að fólk lýsi reynslu sinni af starfsemi stofnunarinnar. Talsmaður fólks á Vöggustofum býst við jafn kolsvartri skýrslu um þetta tímabil og önnur sem hafa þegar verið rannsökuð. Innlent 3.4.2025 14:02 Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Bresk eftirlitstofnun rannsakar nú góðgerðarsamtökin Sentebale í kjölfar ásakanna formanns samtakanna á hendur Harrý Bretaprinsi sem kom að stofnun samtakanna. Erlent 3.4.2025 13:47 Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Nýtt frumvarp sem gerði fólki auðveldara að halda gæludýr í fjölbýlishúsum skerðir verulega réttindi fólks með astma og ofnæmi fyrir dýrum um að vera að vera ekki útsett fyrir heilsutjóni á eigin heimili, að mati ofnæmis- og ónæmislækna. Félag þeirra leggst algerlega gegn því að frumvarpið verði að lögum. Innlent 3.4.2025 13:38 Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani, um áfrýjun. Því stendur átta ára fangelsisdómur yfir manninum, en hann var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að stinga mann í OK Market í mars á síðasta ári og fjölda annarra brota. Innlent 3.4.2025 12:29 „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sigríður Á Andersen þingmaður Miðflokksins, spurði enn út í brotthvarf Ásthildar Lóu Þórsdóttur úr stóli barna- og menntamálaráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi. Nú var það Inga Sæland formaður Flokks Fólksins sem var fyrir svörum. Henni var ekki skemmt og lá ekki á þeirri skoðun sinni. Henni þótti áhugi Sigríðar á málinu hinn undarlegasti. Innlent 3.4.2025 12:04 Grunaður um að verða mæðgum að bana Dánarorsök mæðgna sem fundust látnar í bænum Lindesnes á suðurströnd Noregs voru skotsár. Lögreglan í Noregi greindi frá þessu í dag. Erlent 3.4.2025 11:51 Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Í hádegisfréttum fjöllum við um ákvörðun Trumps Bandaríkjaforseta að setja tolla á innflutning frá öllum löndum heims. Innlent 3.4.2025 11:38 Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Banaslys sem varð á Reykjanesbraut við Straumsvík í janúar í fyrra orsakaðist af því að ökumaður jepplings missti stjórn á honum og ók yfir á rangan vegarhelming að hluta. Þar lenti jepplingurinn framan á vörubifreið. Ökumaður jepplingsins lést átta dögum eftir slysið. Innlent 3.4.2025 11:37 Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Bókun 35, lagafrumvarp um breytingu á lögum EES-svæðsins sem leysir úr árekstrum milli lagaákvæða sem innleiða EES-reglur og annarra lagaákvæða, er komið út úr utanríkismálanefnd og á leið í 2. umræðu. Innlent 3.4.2025 10:54 Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í sex mánaða fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir að hafa slegið mann með glerglasi í höfuðið þannig að hann féll í jörðina og haldið svo árásinni áfram á Akureyri í september 2022. Innlent 3.4.2025 10:50 Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Snorri Másson þingmaður Miðflokksins hélt ræðu á þingi í tengslum við framlagningu á „Framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025-2028“ sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir jafnréttisráðherra mælti fyrir. Ekki var fyrr búið að greina frá ræðunni en mikið bakslag myndaðist. Aðalritari félags kynjafræðinga mótmælti harðlega við mikinn fögnuð. Innlent 3.4.2025 10:26 Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Ríkisstjórn Donalds Trump ætlar að setja tolla á allan innflutning til Bandaríkjanna upp á tíu prósent en umfangsmeiri tollar hafa til viðbótar verið boðaðir á tugi ríkja. Tollarnir hafa verið kynntir sem „gagnkvæmir tollar“ vestanhafs og áttu þeir að hafa tekið mið af því hvaða tollum er beitt gegn vörum frá Bandaríkjunum. Erlent 3.4.2025 09:53 „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Michael Rosenvold, forseti mótorhjólagengisins Bandidos í Evrópu, er látinn 57 ára að aldri. Rosenvold var danskur, og gekk undir nafninu „kokkurinn“. Erlent 3.4.2025 09:03 Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Ungverk stjórnvöld tilkynntu í dag að þau ætluðu að segja sig frá Alþjóðasamáladómstólnum á sama tíma og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, mætti í opinbera heimsókn til Búdapestar. Dómstóllinn, sem er sá eini sem fjallar um stríðsglæpi og þjóðarmorð, gaf út handtökuskipun á hendur Netanjahú vegna stríðsins á Gasa í nóvember. Erlent 3.4.2025 09:00 Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Vaxandi hæðarsvæði teygir sig nú yfir landið, en lægðardrag á Grænlandshafi veldur suðaustankalda og smá vætu vestantil. Annars verður mun hægari vindi og bjartviðri. Veður 3.4.2025 07:35 Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn barni í búningsklefa. Innlent 3.4.2025 07:02 Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Engin virkni hefur sést á gossprungunni sem opnaðist norðan við Grindavík 1. apríl en jarðskjálftavirkni hefur haldist stöðug í nótt. Frá miðnætti hafa mælst um 600 skjálftar og dreifast þeir nokkuð jafnt eftir ganginum. Innlent 3.4.2025 06:25 Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Þingfundur stóð fram til 23:51 í kvöld og er það annan daginn í röð sem fundur teygir sig yfir á tólfta tímann. Þingmenn ræddu í annað sinn fram um frumvarp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til breytingar á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun. Innlent 2.4.2025 23:31 Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Vísindamenn Veðurstofunnar áætla að kvikugangurinn sem myndaðist í gær sé hátt í tuttugu kílómetra langur. Þeir telja enn möguleika á nýju gosi á norðausturhluta kvikugangsins en taka þó fram að það sé að verða ólíklegra með tímanum. Innlent 2.4.2025 21:43 Alþingi hafi átt að vera upplýst Utanríkisráðherra telur að Alþingi hafi átt að vera upplýst um viðauka á varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna, sem gerður var fyrir ríflega sjö árum. Af þessu þurfi að draga lærdóm. Hún gerir hins vegar engar athugasemdir við viðaukann og vill auka varnarsamstarf við Bandaríkin og önnur ríki. Innlent 2.4.2025 20:02 Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Tollverðir á Keflavíkurflugvelli lögðu hald á um tuttugu þúsund lyfseðilsskyldar töflur í síðustu viku sem reynt var að smygla til landsins. Innlent 2.4.2025 19:54 Hinir handteknu alveg ótengdir Tveir voru handteknir hér á landi í síðasta mánuði í alþjóðlegri lögregluaðgerð vegna vefsíðu þar sem finna mátti barnaníðsefni. Mennirnir eru grunaðir um að hafa deilt barnaníðsefni í gegnum síðuna. Á fjórða tug ríkja tóku þátt í aðgerðinni. Innlent 2.4.2025 18:56 Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Magnús Þór Torfason, prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands (HÍ), hefur verið ráðinn forseti Félagsvísindasviðs HÍ til næstu fimm ára. Hann var einn þriggja umsækjenda um starfið. Innlent 2.4.2025 18:55 « ‹ 27 28 29 30 31 32 33 34 35 … 334 ›
Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Steinþór Einarsson hefur verið ráðinn í starf sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar. Hann tekur við starfinu af Eiríki Birni Björgvinssyni sem er í fimm ára leyfi frá borginni eftir að hafa verið kjörinn á þing fyrir Viðreisn í nóvember í fyrra. Innlent 3.4.2025 15:23
Stuttu eldgosi lokið Í uppfærslu á skýrslu sem jarðvísindamenn Veðurstofunnar hafa skrifað segir að stuttu eldgosi sé nú lokið, en sjálftavirkni mælist áfram. Landsig mælist ekki lengur í Svartsengi. Innlent 3.4.2025 15:16
Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi er yfirskrift málstofu Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál, Sendinefndar Evrópusambandsins á Íslandi og Pólska sendiráðsins í Reykjavík, sem haldin er klukkan 15:45 í Veröld, húsi Vigdísar. Viðburðinum er streymt á Vísi. Innlent 3.4.2025 15:01
Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Ekkert hefur spurst til Sólrúnar Petru Halldórsdóttur, 24 ára gamallar íslenskrar konu, í tæplega þrjá sólarhringa. Síðast er vitað um ferðir hennar á Torrevieja-svæðinu á Spáni. Innlent 3.4.2025 14:56
„Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakar fjármálaráðherra um að hafa gengið á bak orða sinna, með því að segja á fimmtudegi að skattar yrðu ekki hækkaðir á heimilin í landinu en boða svo skattahækkun á mánudegi. Fjármálaráðherra segir það lýsa vanþekkingu þingmannsins á fjármálum hins opinbera að hann kalli 2,5 milljarða skattahækkun meiri háttar skattahækkun. Það gerði þingmaðurinn ekki. Innlent 3.4.2025 14:41
Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Vísbendingar eru komnar fram um að rafsígarettureykingar hafi langvinnar heilsufarslegar afleiðingar á lungu, hjarta og heila. Rannsóknir sýna að rafsígarettur hafa ekki reynst gagnlegar til að hætta sígarettureykingum og tilhneigingin sé þvert á móti að innbyrða meira nikótín. Innlent 3.4.2025 14:30
Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Margir Hafnfirðingar ráku upp stór augu þegar þeir litu myndarlegan stafla af innlendum skógarvið á kæjanum þar í bæ augum. Timbrið bíður þess að vera lestað í skip sem siglt verður til Eskifjarðar. Þar verður timbrið sagað niður í borðvið. Innlent 3.4.2025 14:02
Býst við kolsvartri skýrslu Formaður rannsóknarnefndar um Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins á áttunda áratugnum segist hafa fengið afar jákvæð viðbrögð við beiðni um að fólk lýsi reynslu sinni af starfsemi stofnunarinnar. Talsmaður fólks á Vöggustofum býst við jafn kolsvartri skýrslu um þetta tímabil og önnur sem hafa þegar verið rannsökuð. Innlent 3.4.2025 14:02
Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Bresk eftirlitstofnun rannsakar nú góðgerðarsamtökin Sentebale í kjölfar ásakanna formanns samtakanna á hendur Harrý Bretaprinsi sem kom að stofnun samtakanna. Erlent 3.4.2025 13:47
Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Nýtt frumvarp sem gerði fólki auðveldara að halda gæludýr í fjölbýlishúsum skerðir verulega réttindi fólks með astma og ofnæmi fyrir dýrum um að vera að vera ekki útsett fyrir heilsutjóni á eigin heimili, að mati ofnæmis- og ónæmislækna. Félag þeirra leggst algerlega gegn því að frumvarpið verði að lögum. Innlent 3.4.2025 13:38
Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani, um áfrýjun. Því stendur átta ára fangelsisdómur yfir manninum, en hann var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að stinga mann í OK Market í mars á síðasta ári og fjölda annarra brota. Innlent 3.4.2025 12:29
„Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sigríður Á Andersen þingmaður Miðflokksins, spurði enn út í brotthvarf Ásthildar Lóu Þórsdóttur úr stóli barna- og menntamálaráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi. Nú var það Inga Sæland formaður Flokks Fólksins sem var fyrir svörum. Henni var ekki skemmt og lá ekki á þeirri skoðun sinni. Henni þótti áhugi Sigríðar á málinu hinn undarlegasti. Innlent 3.4.2025 12:04
Grunaður um að verða mæðgum að bana Dánarorsök mæðgna sem fundust látnar í bænum Lindesnes á suðurströnd Noregs voru skotsár. Lögreglan í Noregi greindi frá þessu í dag. Erlent 3.4.2025 11:51
Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Í hádegisfréttum fjöllum við um ákvörðun Trumps Bandaríkjaforseta að setja tolla á innflutning frá öllum löndum heims. Innlent 3.4.2025 11:38
Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Banaslys sem varð á Reykjanesbraut við Straumsvík í janúar í fyrra orsakaðist af því að ökumaður jepplings missti stjórn á honum og ók yfir á rangan vegarhelming að hluta. Þar lenti jepplingurinn framan á vörubifreið. Ökumaður jepplingsins lést átta dögum eftir slysið. Innlent 3.4.2025 11:37
Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Bókun 35, lagafrumvarp um breytingu á lögum EES-svæðsins sem leysir úr árekstrum milli lagaákvæða sem innleiða EES-reglur og annarra lagaákvæða, er komið út úr utanríkismálanefnd og á leið í 2. umræðu. Innlent 3.4.2025 10:54
Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í sex mánaða fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir að hafa slegið mann með glerglasi í höfuðið þannig að hann féll í jörðina og haldið svo árásinni áfram á Akureyri í september 2022. Innlent 3.4.2025 10:50
Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Snorri Másson þingmaður Miðflokksins hélt ræðu á þingi í tengslum við framlagningu á „Framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025-2028“ sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir jafnréttisráðherra mælti fyrir. Ekki var fyrr búið að greina frá ræðunni en mikið bakslag myndaðist. Aðalritari félags kynjafræðinga mótmælti harðlega við mikinn fögnuð. Innlent 3.4.2025 10:26
Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Ríkisstjórn Donalds Trump ætlar að setja tolla á allan innflutning til Bandaríkjanna upp á tíu prósent en umfangsmeiri tollar hafa til viðbótar verið boðaðir á tugi ríkja. Tollarnir hafa verið kynntir sem „gagnkvæmir tollar“ vestanhafs og áttu þeir að hafa tekið mið af því hvaða tollum er beitt gegn vörum frá Bandaríkjunum. Erlent 3.4.2025 09:53
„Kokkurinn“ í Bandidos látinn Michael Rosenvold, forseti mótorhjólagengisins Bandidos í Evrópu, er látinn 57 ára að aldri. Rosenvold var danskur, og gekk undir nafninu „kokkurinn“. Erlent 3.4.2025 09:03
Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Ungverk stjórnvöld tilkynntu í dag að þau ætluðu að segja sig frá Alþjóðasamáladómstólnum á sama tíma og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, mætti í opinbera heimsókn til Búdapestar. Dómstóllinn, sem er sá eini sem fjallar um stríðsglæpi og þjóðarmorð, gaf út handtökuskipun á hendur Netanjahú vegna stríðsins á Gasa í nóvember. Erlent 3.4.2025 09:00
Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Vaxandi hæðarsvæði teygir sig nú yfir landið, en lægðardrag á Grænlandshafi veldur suðaustankalda og smá vætu vestantil. Annars verður mun hægari vindi og bjartviðri. Veður 3.4.2025 07:35
Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn barni í búningsklefa. Innlent 3.4.2025 07:02
Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Engin virkni hefur sést á gossprungunni sem opnaðist norðan við Grindavík 1. apríl en jarðskjálftavirkni hefur haldist stöðug í nótt. Frá miðnætti hafa mælst um 600 skjálftar og dreifast þeir nokkuð jafnt eftir ganginum. Innlent 3.4.2025 06:25
Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Þingfundur stóð fram til 23:51 í kvöld og er það annan daginn í röð sem fundur teygir sig yfir á tólfta tímann. Þingmenn ræddu í annað sinn fram um frumvarp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til breytingar á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun. Innlent 2.4.2025 23:31
Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Vísindamenn Veðurstofunnar áætla að kvikugangurinn sem myndaðist í gær sé hátt í tuttugu kílómetra langur. Þeir telja enn möguleika á nýju gosi á norðausturhluta kvikugangsins en taka þó fram að það sé að verða ólíklegra með tímanum. Innlent 2.4.2025 21:43
Alþingi hafi átt að vera upplýst Utanríkisráðherra telur að Alþingi hafi átt að vera upplýst um viðauka á varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna, sem gerður var fyrir ríflega sjö árum. Af þessu þurfi að draga lærdóm. Hún gerir hins vegar engar athugasemdir við viðaukann og vill auka varnarsamstarf við Bandaríkin og önnur ríki. Innlent 2.4.2025 20:02
Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Tollverðir á Keflavíkurflugvelli lögðu hald á um tuttugu þúsund lyfseðilsskyldar töflur í síðustu viku sem reynt var að smygla til landsins. Innlent 2.4.2025 19:54
Hinir handteknu alveg ótengdir Tveir voru handteknir hér á landi í síðasta mánuði í alþjóðlegri lögregluaðgerð vegna vefsíðu þar sem finna mátti barnaníðsefni. Mennirnir eru grunaðir um að hafa deilt barnaníðsefni í gegnum síðuna. Á fjórða tug ríkja tóku þátt í aðgerðinni. Innlent 2.4.2025 18:56
Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Magnús Þór Torfason, prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands (HÍ), hefur verið ráðinn forseti Félagsvísindasviðs HÍ til næstu fimm ára. Hann var einn þriggja umsækjenda um starfið. Innlent 2.4.2025 18:55