Fréttir

Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju

Steinninn í Esjunni, eitt helsta kennileiti fjallsins, virðist hafa skriðið til í hlíðinni og liggur nú á hlið. Steinninn hefur hallað töluvert frá því að stika var fyrst sett á hann 2008 og er nú fallinn.

Innlent

Vita æ meira um skað­leg á­hrif rafsígarettna

Vísbendingar eru nú um að rafsígarettureykingar hafi langvinnar heilsufarsleg áhrif á lungu, hjarta og heila. Þá reynast þær í meirihluta tilvika ekki gagnlegar til þess að hætta að reykja heldur verða til þess að viðkomandi reykir meira og neytir meira níkótíns.

Innlent

Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu

Eins karlmanns er nú leitað í smábænum Weitefeld í kjölfar þess að tveir karlmenn og ein kona fundust látin. Lögregla hefur ráðlagt íbúum í Westerfald-héraði að halda sig heima og að taka ekki neinn ókunnugan upp í bíl sinn. Um 2.200 íbúar búa í Weitefeld.

Erlent

Lang­varandi á­hrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf

Vísbendingar eru um að rafrettureykingar hafi langvarandi heilsufarsleg áhrif á lungu, hjarta og heila. Læknir og doktor í lýðheilsufræðum segir rafretturnar heldur ekki hjálpa fólki að hætta að reykja. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Innlent

Þúsundir mót­mæltu Trump á 1.200 mót­mælum

Þúsundir mótmælenda sem eru óánægðir með það hvernig Trump stýrir Bandaríkjunum söfnuðust saman á um 1.200 skipulögðum mótmælum í 50 ríkjum Bandaríkjanna í gær. Auk þess voru skipulögð mótmæli í bæði Kanada og Mexíkó og í London, París og Berlín í Evrópu.

Erlent

Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvenna­at­hvarfið

Alls söfnuðust tæplega 140 milljónir fyrir Kvennaathvarfið í söfnunarþættinum Á allra vörum sem var sýndur á RÚV í gær. Markmið átaksins var að styðja við uppbyggingu nýs Kvennaathvarfs en Kvennaathvarfið er nú með í byggingu nýtt húsnæði.  

Innlent

Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og létt­skýjað í dag

Í dag má búast við sunnan og suðaustan fimm til 13 metrum á sekúndu. Léttskýjað verður á Norðaustur- og Austurlandi, en súld eða dálítil rigning öðru hverju sunnan- og vestanlands. Hiti verður á bilinu fjögur til 14 stig, en að 18 stigum á morgun, hlýjast verður fyrir norðan.

Veður

Beitti bar­efli í líkams­á­rás

Tilkynnt var um tvær líkamsárásir í Breiðholti og Kópavogi í nótt. Einn var handtekinn. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í nótt kölluð út á forgangi vegna líkamsárásar þar sem beitt var barefli. Ekki er tilgreind staðsetning í dagbók lögreglunnar en Stöð 3 svaraði útkallinu en þau sjá um Breiðholt og Kópavog.

Innlent

Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor

Tveir skiptu með sér sjöföldum fyrsta lottóvinningi vikunnar og fá þeir hvor um sig rúmlega 79,2 milljónir króna. Rúmlega 20 þúsund hlutu vinning í Lottóútdrætti vikunnar.

Innlent

Vísa kjara­deilunni til ríkissátta­semjara

Kjaradeilu AFLs Starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands við Alcoa Fjarðaál hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Ákvörðun um þetta var tekin í vikunni en viðræður hafa staðið yfir síðan í desember án árangurs.

Innlent

32 Úkraínubúar á ís­lensku­nám­skeið á Sel­fossi

Það var mikil ánægja og gleði hjá þrjátíu og tveimur íbúum frá Úkraínu, sem búa á Selfossi og í næsta nágrenni þegar hópurinn útskrifaðist af íslenskunámskeiði hjá Fræðsluneti Suðurlands. Kennarinn segir fólkið dásamlegt og mjög duglegt að læra íslensku.

Innlent

„Þetta verður ekki auð­velt“

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að tollahækkanir sem tóku gildi í dag séu efnahagsleg bylting, og Bandaríkjamenn muni sigra. „Þetta verður ekki auðvelt, en lokaniðurstaðan verður söguleg,“ segir hann.

Erlent

Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja

Nýmyndaður ópíóíði sem óttast er að kominn sé í dreifingu hér á landi er þúsund sinnum sterkari en morfín að sögn réttarefnafræðings. Skimað hefur verið eftir efninu undanfarin ár en efnið er mjög svipað í útliti og aðrir ópíóðar og er talið stórhættulegt. 

Innlent

Hand­tekinn fyrir að fara á for­boðna eyju

Mykhailo Viktorovych Polyakov, bandarískur ferðamaður, var í vikunni handtekinn fyrir að fara upp á strönd eyjunnar North Sentinel í Indlandshafi. Það gerði hann til að hitta Sentinelese-ættbálkinn sem hefur búið þar um þúsundir ára án samskipta við annað fólk. Talið er að ættbálkurinn telji um 150 manns.

Erlent

Ekki mikill sparnaður í að segja upp fag­fólki

Formaður MATVÍS félags iðnaðarmanna í matvæla- og veitingageiranum furðar sig á því að því að faglærðum þjóni hafi verið sagt upp einum þjóna á hóteli í Reykjavík. Það sé ekki sparnaður að segja upp menntuðu fólki.

Innlent