Innlent

Ekkert samkomulag um skráningu herþotna á Íslandi

Forsætisráðherra og fjármálaráðherra vilja kom á framfæri leiðréttingu vegna frétta í dag um að samkomulag hafi náðst um að samgöngu- og sveitastjórnaráðherra myndi veita Flugmálastjórn heimild til að undirbúa skráningu herþotna hollenska fyrirtækisins ECA program.

Ekkert slíkt samkomulag er til staðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu en Vísir greindi frá því fyrr í dag að Kristján Möller hafi veitt Flugmálastjórn heimildina. Þá greindi Vísir einnig frá því að ákvörðunin hafi komið ráðherrum VG á óvart.

Í tillkynningu frá ráðuneytinu segir að samkomulag gildi á milli flokkanna um framhald málsins sem unnið var af astoðarmönnum fjármálaráðherra og fv. samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra sem gerir ráð fyrir að Flugmálastjórn upplýsi um tiltekin atriði sem verði lögð til grundvallar við framhald málsins.

Nýr samgöngu- og sveitastjórnaráðherra, Ögmundur Jónasson, mun kynna sér stöðu málsins og vinna það áfram að í samræmi við samkomulag stjórnarflokkanna.




Tengdar fréttir

Ráðherrar höfðu enga hugmynd um síðasta embættisverk Kristjáns

Síðasta embættisverk Kristján L. Möllers, sem var að veita flugmálastjóra heimild til að hefja undirbúning á skráningu loftfara fyrir hollenska fyrirtækið ECA Program Limited hér á land, hefur valdið gríðarlegum titringi innan Vinstri grænna.

Stefán Pálsson: Ótrúlega ósmekklegur kveðjuhrekkur

„Þetta er gjörsamlega fráleitt. Þetta er ótrúlega ósmekklegur kveðjuhrekkur af hálfu Kristjáns,“ segir Stefán Pálsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga um ákvörðun Kristjáns l. Möllers, fráfarandi samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, að veita flugmálastjóra heimild til að hefja undirbúning á skráningu loftfara fyrir hollenska fyrirtækið ECA Program Limited hér á landi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×