Innlent

Síðasta verk Kristjáns Möller: Veitti herfyrirtækinu ECA leyfi

Erla Hlynsdóttir skrifar
Kristján Möller tók skref í átt að  leyfisveitingu til ICA áður en hann hætti sem ráðherra. Vinstri græn hafa verið mjög andstæð því að leyfið verði veitt
Kristján Möller tók skref í átt að leyfisveitingu til ICA áður en hann hætti sem ráðherra. Vinstri græn hafa verið mjög andstæð því að leyfið verði veitt

Kristján L. Möller, sem samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, veitti flugmálastjóra heimild til að hefja undirbúning á skráningu loftfara fyrir hollenska fyrirtækið ECA Program Limited hér á landi. Kristjáni var skipt út úr ríkisstjórninni fyrr í dag.

Tilkynnt var um veitingu heimildarinnar á vef samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins fyrir stundu. Þar er ákvörðunin rökstudd með eftirfarandi hætti:

„Undanfarið hefur átt sér stað mikil vinna og gagnaöflun í samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu varðandi starfsemi ECA. Eftir mikla yfirlegu og rannsóknarvinnu var ákveðið að veita Flugmálastjórn Íslands heimild til að hefja undirbúning að skráningu loftfaranna hér á landi.

Á Suðurnesjum er eitt mesta atvinnuleysi á landinu og afar brýnt að ný verkefni sem skapað geta atvinnu á svæðinu verði að veruleika sem fyrst. Þessi starfsemi á að geta skapað allt að 150 störf til lengri tíma en um 200 störf á uppbyggingartímanum sem gæti hafist strax á þessu ári þó að ekki verði búið að ljúka við reglugerðarbreytingu áður."















Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×