Innlent

Ráðherrar höfðu enga hugmynd um síðasta embættisverk Kristjáns

Það verður nóg af herþotum gangi málið endanlega í gegn.
Það verður nóg af herþotum gangi málið endanlega í gegn.

Síðasta embættisverk Kristján L. Möllers, sem var að veita flugmálastjóra heimild til að hefja undirbúning á skráningu loftfara fyrir hollenska fyrirtækið ECA Program Limited hér á land, hefur valdið gríðarlegum titringi innan Vinstri grænna.

Samkvæmt heimildum fréttastofunnar var ákvörðunin ekki tekin í samráði við ráðherra Vinstri grænna en frá því var greint í hádegisfréttum RÚV. Yfirlýsingar er að vænta frá flokknum í dag vegna málsins.

Kristján lætur af störfum sem samgöngu- og sveitastjórnarráðherra í dag. Rétt eftir hádegi birtist yfirlýsing á vef ráðuneytisins þar sem ákvörðun hans var tilkynnt. Málið þykir gríðarlega umdeilt, ekki síst í ljósi þess að fyrirtækið aðstoðar við þjálfun flugmanna á herþotum.

Heimildir fréttastofu herma að ákvörðun Kristjáns hafi komið ráðherrum Vinstri grænna mjög á óvart. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, tekur við af Kristjáni í dag. Ekki hefur náðst í hann til þess að fá viðbrögð hjá honum vegna málsins.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×