Fótbolti

Rúmenar þjálfaralausir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúmenía vann 13 af 24 leikjum undir stjórn Cosmins Contra.
Rúmenía vann 13 af 24 leikjum undir stjórn Cosmins Contra. vísir/getty
Rúmenía, andstæðingur Íslands í undanúrslitum umspils um sæti á EM 2020, eru þjálfaralausir.

Cosmin Contra, sem stýrði rúmenska landsliðinu á árunum 2017-19, var látinn taka pokann sinn í gær. Contra stýrði Rúmeníu í síðasta sinn þegar liðið tapaði 5-0 fyrir Spáni í lokaleik sínum í undankeppni EM 2020 á mánudaginn.

Contra stýrði Rúmeníu alls í 24 leikjum. Þrettán þeirra unnust, fimm töpuðust og sex enduðu með jafntefli.

Í yfirlýsingu frá rúmenska knattspyrnusambandinu eru Contra þökkuð góð störf. Honum er sérstaklega þakkað fyrir að gefa ungum leikmönnum tækifæri. Tuttugu leikmenn léku sinn fyrsta landsleik undir stjórn Contras.

Hann lék 73 leiki fyrir rúmenska landsliðið á sínum tíma og skoraði sjö mörk.

Meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við þjálfarastöðuna hjá Rúmeníu eru Dan Petrescu og sjálfur Gheorghe Hagi. Sá síðarnefndi stýrði rúmenska landsliðinu í fjórum leikjum 2001.

Leikur Íslands og Rúmeníu fer fram 26. mars 2020.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×