Tvær skoruðu sitt fyrsta mark í öruggum sigri Þórs/KA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2019 17:23 Hulda Ósk skoraði tvö mörk. vísir/bára Eftir þrjá tapleiki í röð án þess að skora mark vann Þór/KA öruggan sigur á ÍBV, 5-1, fyrir norðan í Pepsi Max-deild kvenna í dag. Líkt og í síðasta leik lék Þór/KA án mexíkósku landsliðskvennanna Söndru Mayor og Biöncu Sierra en það kom ekki að sök. Arna Sif Ásgrímsdóttir var einnig fjarri góðu gamni vegna meiðsla. ÍBV fékk gullið tækifæri til að komast yfir á 18. mínútu en fyrirliðinn Sigríður Lára Garðarsdóttir skaut yfir úr vítaspyrnu. Staðan var markalaus í hálfleik en í seinni hálfleik litu sex mörk dagsins ljós. Hulda Ósk Jónsdóttir kom heimakonum yfir á 46. mínútu eftir laglegan einleik. Sjö mínútum síðar skoraði Hulda annað og ekki síðra mark. Á 57. mínútu minnkaði Caroline Van Slambrouck muninn í 2-1 með skoti í slá og inn. Aðeins þremur mínútum síðar skoraði Agnes Birta Stefánsdóttir með skoti af löngu færi yfir Guðnýju Geirsdóttur sem átti erfitt uppdráttar í marki ÍBV í dag. Þetta var fyrsta mark Agnesar í efstu deild. Á 83. mínútu kom María Catharina Ólafsdóttir Gros Þór/KA í 4-1. Þetta var einnig hennar fyrsta mark í efstu deild en María er fædd árið 2003. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir skoraði svo fimmta og síðasta mark Þór/KA á 88. mínútu. Þór/KA er í 3. sæti deildarinnar með 20 stig. ÍBV er í 6. sætinu með tólf stig. Liðið hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 5-2 Keflavík | Breiðablik á toppinn Breiðablik skaust á topp Pepsi Max deildar kvenna í dag með góðum 5-2 sigri á Keflavík í dag. 27. júlí 2019 16:45 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Eftir þrjá tapleiki í röð án þess að skora mark vann Þór/KA öruggan sigur á ÍBV, 5-1, fyrir norðan í Pepsi Max-deild kvenna í dag. Líkt og í síðasta leik lék Þór/KA án mexíkósku landsliðskvennanna Söndru Mayor og Biöncu Sierra en það kom ekki að sök. Arna Sif Ásgrímsdóttir var einnig fjarri góðu gamni vegna meiðsla. ÍBV fékk gullið tækifæri til að komast yfir á 18. mínútu en fyrirliðinn Sigríður Lára Garðarsdóttir skaut yfir úr vítaspyrnu. Staðan var markalaus í hálfleik en í seinni hálfleik litu sex mörk dagsins ljós. Hulda Ósk Jónsdóttir kom heimakonum yfir á 46. mínútu eftir laglegan einleik. Sjö mínútum síðar skoraði Hulda annað og ekki síðra mark. Á 57. mínútu minnkaði Caroline Van Slambrouck muninn í 2-1 með skoti í slá og inn. Aðeins þremur mínútum síðar skoraði Agnes Birta Stefánsdóttir með skoti af löngu færi yfir Guðnýju Geirsdóttur sem átti erfitt uppdráttar í marki ÍBV í dag. Þetta var fyrsta mark Agnesar í efstu deild. Á 83. mínútu kom María Catharina Ólafsdóttir Gros Þór/KA í 4-1. Þetta var einnig hennar fyrsta mark í efstu deild en María er fædd árið 2003. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir skoraði svo fimmta og síðasta mark Þór/KA á 88. mínútu. Þór/KA er í 3. sæti deildarinnar með 20 stig. ÍBV er í 6. sætinu með tólf stig. Liðið hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 5-2 Keflavík | Breiðablik á toppinn Breiðablik skaust á topp Pepsi Max deildar kvenna í dag með góðum 5-2 sigri á Keflavík í dag. 27. júlí 2019 16:45 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 5-2 Keflavík | Breiðablik á toppinn Breiðablik skaust á topp Pepsi Max deildar kvenna í dag með góðum 5-2 sigri á Keflavík í dag. 27. júlí 2019 16:45