England

Fréttamynd

Útgöngubann í Leicester vegna fjölgunar smita

Bresk stjórnvöld hafa komið á ströngu útgöngubanni í Leicester eftir að nýjum kórónuveirusmitum fjölgaði verulega. Undanfarna viku hafa þrefalt fleiri smitast í borginni en í nokkurri annarri borg á Bretlandi og um 10% allra smita sem greinast á Bretlandi eru þar.

Erlent
Fréttamynd

Lögregla og mótmælendur tókust á í London

Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu í London í dag. Mótmælendurnir sem um ræðir söfnuðust saman í miðbæ borgarinnar, og sögðust vera að vernda styttur á svæðinu frá and-rasískum aðgerðasinnum.

Erlent
Fréttamynd

Styttan af þrælasalanum komin á þurrt land

Stytta af þrælasalanum Edward Colston, sem mótmælendur í Bristol í Bretlandi rifu niður og hentu í höfn borgarinnar síðastliðinn sunnudag, hefur verið hífð upp úr vatninu. Hún verður ekki sett upp aftur á sama stað og hún stóð áður.

Erlent
Fréttamynd

Tveir til viðbótar úr ensku úrvalsdeildinni með veiruna

Tvö sýni reyndust jákvæð fyrir kórónuveirunni úr seinni skimun sem gerð var meðal leikmanna og annarra starfsmanna enskra úrvalsdeildarliða í vikunni. Í fyrri skimuninni reyndust sex jákvæð sýni og eru því minnst átta aðilar innan deildarinnar með veiruna.

Fótbolti
Fréttamynd

Stungin til bana fyrir framan dóttur sína

Þrjátíu og tveggja ára gömul bresk kona, Melissa Belshaw, var stungin til bana í gær fyrir framan þrettán ára dóttur sína. Belshaw mæðgurnar höfðu verið á gangi um Upholland Road í nágrenni bæjarins Wigan þegar maður, sem fórnarlambið þekkti til, réðst á þær.

Erlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.