Spánverjinn var með alla anga úti á Emirates Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. desember 2017 08:30 David de Gea ver með fætinum frá Alexis Sánchez, aðeins nokkrum sekúndum eftir að hann varði frá Alexandre Lacazette. vísir/getty Eftir 12 sigra á heimavelli í röð beið Arsenal lægri hlut fyrir Manchester United á laugardaginn, 1-3. Lokatölurnar gefa ekki rétta mynd af leiknum. Arsenal var 75% með boltann, átti 33 skot gegn átta og fékk 12 hornspyrnur gegn einni. United-menn voru miskunnarlausir í leiknum og nýttu sér mistök Arsenal til hins ítrasta. Stærsta ástæðan fyrir sigri gestanna var samt frammistaða Davids de Gea í markinu. Spánverjinn varði hvorki fleiri né færri en 14 skot í leiknum. Ótrúlegar tölur sem eiga frekar heima í handbolta. Raunar hefur það bara tvisvar gerst síðan tölfræðiþjónustan Opta byrjaði að halda utan um varin skot tímabilið 2003-04 að markvörður í ensku úrvalsdeildinni verji 14 skot í leik. Tim Krul varði 14 skot í marki Newcastle United gegn Tottenham í nóvember 2013 og Vito Mannone lék sama leik þegar Sunderland vann Chelsea í apríl 2014.Heimatilbúinn vandi Staðan eftir 11 mínútna leik á Emirates var 0-2 United í vil. Bæði mörkin komu eftir að Arsenal tapaði boltanum klaufalega á hættulegum stöðum. Antonio Valencia skoraði fyrra markið eftir sendingu Pauls Pogba og Jesse Lingard það síðara eftir undirbúning Romelus Lukaku og Anthonys Martial. Eftir þessa martraðarbyrjun blés Arsenal til sóknar og herjaði á vörn United. Skytturnar sigruðust nokkrum sinnum á henni en þá kom De Gea til bjargar. Hann varði skot Alexandres Lacazette í slána og sýndi svo frábær viðbrögð þegar boltinn fór af Lukaku eftir aukaspyrnu Alexis Sánchez.Mögnuð tvöföld varsla Lacazette minnkaði muninn í 1-2 í upphafi seinni hálfleiks og jöfnunarmarkið lá í loftinu. Skömmu síðar átti De Gea tvær stórkostlegar vörslur með nokkurra sekúndna millibili. Lacazette átti fast skot en De Gea var eldsnöggur niður og varði. Spánverjinn var enn fljótari upp og varði skot Sánchez með fætinum. Ótrúleg tilþrif og það er ekki nema von að Arsenal-menn hafi fórnað höndum. Stuttu eftir vörslurnar tvær frá De Gea kom Lingard United í 1-3 með sínu öðru marki. Pogba var arkitektinn að markinu en 11 mínútum eftir það fékk hann að líta rauða spjaldið fyrir brot á Héctor Bellerín. Frakkinn verður því ekki með í Manchester-slagnum um næstu helgi. Í viðtölum eftir leikinn hrósaði José Mourinho, knattspyrnustjóri United, De Gea í hástert og sagði hann besta markvörð í heimi. „Eftir leikinn sagði ég De Gea að ég hefði verið að horfa á besta markvörð í heimi,“ sagði Mourinho. Erfitt er að andmæla þessari fullyrðingu Portúgalans. Eins og De Gea hefur spilað í vetur er einfaldlega enginn betri. Spánverjinn gerir sárafá mistök, sýnir mikinn stöðugleika, heldur einbeitingu, skilar boltanum vel frá og á inni á milli stórleiki eins og á laugardaginn. De Gea hefur aðeins fengið á sig níu mörk í 15 deildarleikjum í vetur og haldið níu sinnum hreinu, oftast allra markvarða ensku úrvalsdeildarinnar.De Gea ver frá Lacazette.vísir/gettyByrjunarörðugleikar De Gea var aðeins tvítugur þegar hann kom til United frá Atlético Madrid fyrir tæpar 19 milljónir punda sumarið 2011. Og hann þurfti sinn aðlögunartíma og gerði of mörg mistök til að byrja með. Hann missti líka sæti sitt í byrjunarliði United til ekki betri markvarðar en Anders Lindegaard bæði á fyrsta og öðru tímabilinu hjá Manchester United. En frá og með seinni hluta tímabilsins 2012-13 hefur De Gea verið frábær og jafnbesti leikmaður United. Hann hefur fjórum sinnum verið valinn í lið ársins í ensku úrvalsdeildinni og stuðningsmenn United hafa þrívegis kosið hann leikmann ársins.Faxtækið fræga Real Madrid hefur lengi haft áhuga á De Gea og reynt að lokka hann til heimaborgarinnar, Madrid. Haustið 2015 munaði minnstu að hann endaði á Santiago Bernabéu. Sem betur fer fyrir United bilaði faxtækið á ögurstundu. Eða svo segir þjóðsagan allavega. Skömmu síðar skrifaði De Gea undir nýjan samning við United. Stuðningsmenn félagsins fengu því áfram að njóta tilþrifa Spánverjans sem er þyngdar sinnar virði í gulli eins og hann sýndi á laugardaginn. Enski boltinn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Sjá meira
Eftir 12 sigra á heimavelli í röð beið Arsenal lægri hlut fyrir Manchester United á laugardaginn, 1-3. Lokatölurnar gefa ekki rétta mynd af leiknum. Arsenal var 75% með boltann, átti 33 skot gegn átta og fékk 12 hornspyrnur gegn einni. United-menn voru miskunnarlausir í leiknum og nýttu sér mistök Arsenal til hins ítrasta. Stærsta ástæðan fyrir sigri gestanna var samt frammistaða Davids de Gea í markinu. Spánverjinn varði hvorki fleiri né færri en 14 skot í leiknum. Ótrúlegar tölur sem eiga frekar heima í handbolta. Raunar hefur það bara tvisvar gerst síðan tölfræðiþjónustan Opta byrjaði að halda utan um varin skot tímabilið 2003-04 að markvörður í ensku úrvalsdeildinni verji 14 skot í leik. Tim Krul varði 14 skot í marki Newcastle United gegn Tottenham í nóvember 2013 og Vito Mannone lék sama leik þegar Sunderland vann Chelsea í apríl 2014.Heimatilbúinn vandi Staðan eftir 11 mínútna leik á Emirates var 0-2 United í vil. Bæði mörkin komu eftir að Arsenal tapaði boltanum klaufalega á hættulegum stöðum. Antonio Valencia skoraði fyrra markið eftir sendingu Pauls Pogba og Jesse Lingard það síðara eftir undirbúning Romelus Lukaku og Anthonys Martial. Eftir þessa martraðarbyrjun blés Arsenal til sóknar og herjaði á vörn United. Skytturnar sigruðust nokkrum sinnum á henni en þá kom De Gea til bjargar. Hann varði skot Alexandres Lacazette í slána og sýndi svo frábær viðbrögð þegar boltinn fór af Lukaku eftir aukaspyrnu Alexis Sánchez.Mögnuð tvöföld varsla Lacazette minnkaði muninn í 1-2 í upphafi seinni hálfleiks og jöfnunarmarkið lá í loftinu. Skömmu síðar átti De Gea tvær stórkostlegar vörslur með nokkurra sekúndna millibili. Lacazette átti fast skot en De Gea var eldsnöggur niður og varði. Spánverjinn var enn fljótari upp og varði skot Sánchez með fætinum. Ótrúleg tilþrif og það er ekki nema von að Arsenal-menn hafi fórnað höndum. Stuttu eftir vörslurnar tvær frá De Gea kom Lingard United í 1-3 með sínu öðru marki. Pogba var arkitektinn að markinu en 11 mínútum eftir það fékk hann að líta rauða spjaldið fyrir brot á Héctor Bellerín. Frakkinn verður því ekki með í Manchester-slagnum um næstu helgi. Í viðtölum eftir leikinn hrósaði José Mourinho, knattspyrnustjóri United, De Gea í hástert og sagði hann besta markvörð í heimi. „Eftir leikinn sagði ég De Gea að ég hefði verið að horfa á besta markvörð í heimi,“ sagði Mourinho. Erfitt er að andmæla þessari fullyrðingu Portúgalans. Eins og De Gea hefur spilað í vetur er einfaldlega enginn betri. Spánverjinn gerir sárafá mistök, sýnir mikinn stöðugleika, heldur einbeitingu, skilar boltanum vel frá og á inni á milli stórleiki eins og á laugardaginn. De Gea hefur aðeins fengið á sig níu mörk í 15 deildarleikjum í vetur og haldið níu sinnum hreinu, oftast allra markvarða ensku úrvalsdeildarinnar.De Gea ver frá Lacazette.vísir/gettyByrjunarörðugleikar De Gea var aðeins tvítugur þegar hann kom til United frá Atlético Madrid fyrir tæpar 19 milljónir punda sumarið 2011. Og hann þurfti sinn aðlögunartíma og gerði of mörg mistök til að byrja með. Hann missti líka sæti sitt í byrjunarliði United til ekki betri markvarðar en Anders Lindegaard bæði á fyrsta og öðru tímabilinu hjá Manchester United. En frá og með seinni hluta tímabilsins 2012-13 hefur De Gea verið frábær og jafnbesti leikmaður United. Hann hefur fjórum sinnum verið valinn í lið ársins í ensku úrvalsdeildinni og stuðningsmenn United hafa þrívegis kosið hann leikmann ársins.Faxtækið fræga Real Madrid hefur lengi haft áhuga á De Gea og reynt að lokka hann til heimaborgarinnar, Madrid. Haustið 2015 munaði minnstu að hann endaði á Santiago Bernabéu. Sem betur fer fyrir United bilaði faxtækið á ögurstundu. Eða svo segir þjóðsagan allavega. Skömmu síðar skrifaði De Gea undir nýjan samning við United. Stuðningsmenn félagsins fengu því áfram að njóta tilþrifa Spánverjans sem er þyngdar sinnar virði í gulli eins og hann sýndi á laugardaginn.
Enski boltinn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Sjá meira