Dansaði í gegnum vörn Bayern og tryggði Atlético sigur | Sjáðu sigurmarkið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2016 20:30 Saúl fagnar marki sínu með liðsfélögum sínum hjá Atletico Madrid. Vísir/Getty Atlético Madrid steig stórt skref í átt að því að slá annað stórlið út úr Meistaradeildinni þegar liðið vann 1-0 sigur á Bayern München í kvöld í fyrri undanúrslitaleik liðanna. Atlético Madrid sló Barcelona út í átta liða úrslitunum og er nú í fínum málum fyrir seinni leikinn í Þýskalandi. Það lið sem hefur betur mætir annaðhvort Manchester City eða Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Jan Oblak, markvörður Atlético Madrid, hélt marki sínu hreinu í 23. sinn á tímabilinu og það verður allt annað en auðvelt fyrir leikmenn Bayern München að opna frábæra vörn Atlético-liðsins í seinni leiknum. Sigurmarkið skoraði ungur Spánverji og mark í svona gæðaflokki á svo sannarlega skilið að tryggja liði sigur í mikilvægum leik í Meistaradeildinni. Diego Simeone, þjálfari Atlético Madrid, setti leikinn frábærlega upp fyrir sitt lið eins og oft áður á tímabilinu og það lítur út fyrir að Barcelona-boltinn henti ekki vel á móti hans liðum. Bayern München spilaði betur í seinni hálfleiknum en tókst ekki að skora eins og mörgum öðrum sterkum liðum á móti Atlético á þessu tímabili. Saúl Níguez kom Atlético Madrid í 1-0 strax á 11. mínútu með frábæru marki þar sem hann dansaði í gegnum vörn Bayern München og lagði síðan boltann í fjærhornið. Þetta var svona mark sem flestir héldu að Lionel Messi gæti bara skorað en hinn 21 árs gamli Saúl Níguez sýndi með þessum tilþrifum að hann á framtíðina fyrir sér. Bayern München var mun meira með boltann en gekk illa að opna vörn Atlético. Arturo Vidal átti reyndar skalla sem var bjargað á línu stuttu eftir markið en aðeins algjör klaufaskapur varnarmannsins Jose Maria Gimenez hefði þurft til ef að sá bolti átti að enda í markinu. Stuðningsmenn Bæjarar héldu um tíma að Douglas Costa hefði jafnað metin með skoti úr aukaspyrnu á 25. mínútu en skot hans endaði í hliðarnetinu. David Alaba var mjög óheppinn að jafna ekki metin á 54. mínútu þegar frábært langskot hans fór í slána og niður. Atlético-menn höfðu þá heppnina með sér en skotið kom upp úr engu. Bayern byrjaði seinni hálfleikinn vel og Jan Oblak gerði vel í að verja skalla Javi Martinez skömmu síðar. Oblak varði líka vel frá Arturo Vidal á 74. mínútu en aðeins tveimur mínútur síðar slapp Fernando Torres óvænt í gegn eftir sendingu Koke en skot Torres fór í stöngina. Arturo Vidal fékk ágætt færi í uppbótartíma leiksins en Oblak varði lélegt skot hans og síðasti möguleiki Bayern-liðsins rann út í sandinn. Leikur Atlético Madrid og Bayern München var mun meiri skemmtun en fyrri leikur Manchester City og Real Madrid í gær sem endaði með markalausu jafntefli. Það er hinsvegar enn mikil spenna í báðum viðureignum.Þvílíkt mark hjá Saúl Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Atlético Madrid steig stórt skref í átt að því að slá annað stórlið út úr Meistaradeildinni þegar liðið vann 1-0 sigur á Bayern München í kvöld í fyrri undanúrslitaleik liðanna. Atlético Madrid sló Barcelona út í átta liða úrslitunum og er nú í fínum málum fyrir seinni leikinn í Þýskalandi. Það lið sem hefur betur mætir annaðhvort Manchester City eða Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Jan Oblak, markvörður Atlético Madrid, hélt marki sínu hreinu í 23. sinn á tímabilinu og það verður allt annað en auðvelt fyrir leikmenn Bayern München að opna frábæra vörn Atlético-liðsins í seinni leiknum. Sigurmarkið skoraði ungur Spánverji og mark í svona gæðaflokki á svo sannarlega skilið að tryggja liði sigur í mikilvægum leik í Meistaradeildinni. Diego Simeone, þjálfari Atlético Madrid, setti leikinn frábærlega upp fyrir sitt lið eins og oft áður á tímabilinu og það lítur út fyrir að Barcelona-boltinn henti ekki vel á móti hans liðum. Bayern München spilaði betur í seinni hálfleiknum en tókst ekki að skora eins og mörgum öðrum sterkum liðum á móti Atlético á þessu tímabili. Saúl Níguez kom Atlético Madrid í 1-0 strax á 11. mínútu með frábæru marki þar sem hann dansaði í gegnum vörn Bayern München og lagði síðan boltann í fjærhornið. Þetta var svona mark sem flestir héldu að Lionel Messi gæti bara skorað en hinn 21 árs gamli Saúl Níguez sýndi með þessum tilþrifum að hann á framtíðina fyrir sér. Bayern München var mun meira með boltann en gekk illa að opna vörn Atlético. Arturo Vidal átti reyndar skalla sem var bjargað á línu stuttu eftir markið en aðeins algjör klaufaskapur varnarmannsins Jose Maria Gimenez hefði þurft til ef að sá bolti átti að enda í markinu. Stuðningsmenn Bæjarar héldu um tíma að Douglas Costa hefði jafnað metin með skoti úr aukaspyrnu á 25. mínútu en skot hans endaði í hliðarnetinu. David Alaba var mjög óheppinn að jafna ekki metin á 54. mínútu þegar frábært langskot hans fór í slána og niður. Atlético-menn höfðu þá heppnina með sér en skotið kom upp úr engu. Bayern byrjaði seinni hálfleikinn vel og Jan Oblak gerði vel í að verja skalla Javi Martinez skömmu síðar. Oblak varði líka vel frá Arturo Vidal á 74. mínútu en aðeins tveimur mínútur síðar slapp Fernando Torres óvænt í gegn eftir sendingu Koke en skot Torres fór í stöngina. Arturo Vidal fékk ágætt færi í uppbótartíma leiksins en Oblak varði lélegt skot hans og síðasti möguleiki Bayern-liðsins rann út í sandinn. Leikur Atlético Madrid og Bayern München var mun meiri skemmtun en fyrri leikur Manchester City og Real Madrid í gær sem endaði með markalausu jafntefli. Það er hinsvegar enn mikil spenna í báðum viðureignum.Þvílíkt mark hjá Saúl
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira