Erlent

ISIS stjórnar helmingi Sýrlands

Samúel Karl Ólason skrifar
Sýrlenski herinn hefur þurft að hörfa undan Íslamska ríkinu á síðustu dögum.
Sýrlenski herinn hefur þurft að hörfa undan Íslamska ríkinu á síðustu dögum. Vísir/EPA
Vígamenn Íslamska ríkisins ráða nú yfir helmingi Sýrlands og öllum landamærastöðvum á milli Sýrlands og Írak. Samtökin hafa sótt hart fram síðustu daga og hertekið borgir og bæi í báðum löndum.

Yfirvöld í Bandaríkjunum segja að erfitt verði að ráða niðurlögum ISIS. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir þó að þeir séu ekki að tapa stríðinu gegn ISIS. Á vef BBC er haft eftir talsmanni Hvíta hússins að þangað til þjálfun uppreisnarhópa í Sýrlandi og vopnvæðingu þeirra er lokið, verði baráttan erfið. Uppreisnarhópar hliðhollir Bandaríkjunum gætu þó barist við ISIS á þeirra heimavelli.

Í morgun birtust fréttir af því að hermenn hafi yfirgefið sjúkrahús í Norðvestur-Sýrlandi, þar sem þeir hafa verið umkringdir í nærri því mánuð. Samkvæmt AP fréttaveitunni segja bæði þarlendir fjölmiðlar og hjálparstarfsmenn að hermennirnir hafi haldið á líkum félaga sinna og þeim sem voru særðir.

Fyrr í mánuðinum hét forseti Sýrlands, Bashar Assad, því að bjarga „hetjunum í Jisr al-Shughour spítalanum“. Tugir hermanna komust undan í skjóli loftárása og stórskotaliðs en uppreisnarhópur tengdur al-Qaeda stjórnar nú spítalanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×