Stelpurnar töpuðu fyrir Noregi | Myndir Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. mars 2015 19:45 Dagný Brynjarsdóttir reynir að komast fyrir langa spyrnu Norðmanna. mynd/ksí Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir Noregi, 1-0, í öðrum leik liðsins í B-riðli Algarve-mótsins í fótbolta sem fram fer í Portúgal. Margrét Lára Viðarsdóttir byrjaði fyrsta leik sinn fyrir Ísland síðan í október 2013 og bar fyrirliðabandið, en Sara Björk Gunnarsdóttir hefur verið fyrirliði í fjarveru hennar. María Þórisdóttir, dóttir Þóris Hergeirssonar, landsliðsþjálfara norska kvennalandsliðsins í handbolta, var í byrjunarliði Noregs í dag. Eina mark leiksins skoraði Emilie Haavi fyrir Noreg strax á áttundu mínútu leiksins þegar hún komst inn í sendingu íslenska liðsins og renndi knettinum auðveldlega í netið eftir misskilning í varnarleik Ísland. Norsku stúlkurnar voru betri í fyrri hálfleik og áttu skot yfir úr teignum og þá skallaði Haavi boltann framhjá af markteig. Staðan 1-0 í hálfleik.Harpa Þorsteinsdóttir í rennitæklingu og Rakel Hönnudóttir fylgist með.mynd/ksíÍslenska liðið sótti í sig veðrið í seinni hálfleik og var betra framan af. Stelpurnar okkar náðu þó ekki að nýta yfirburðina til að skora mark. Sara Björk Gunnarsdóttir komst þó nálægt því að skora en skallaði boltann framhjá. Þær norsku komust aftur inn í leikinn þegar á leið seinni hálfleikinn og þurfti Guðbjörg Gunnarsdóttir að taka á honum stóra sínum þegar hún varði þrumuskot utarlega úr teignum. Þegar fjórar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma fengu íslensku stelpurnar dauðafæri til að jafna leikinn. Hólmfríður Magnúsdóttir skallaði aukaspyrnu Glódísar Perlu Viggósdóttur aftur fyrir sig en boltinn fór rét yfir markið. Meira var ekki skorað í leiknum og annað tap íslenska liðsins á mótinu staðreynd. Það tapaði fyrsta leiknum gegn Sviss, 2-0, á miðvikudaginn. Því miður fyrir stelpurnar okkar stefnir í að þær fari í gegnum riðilinn stigalausar, en þær mæta stórliði Bandaríkjanna í lokaleiknum á mánudaginn. Bandaríkin eru tvöfaldur heimsmeistari og silfurverðlaunahafi frá síðasta heimsmeistaramóti. Auk þess hefur liðið fjórum sinnum orðið Ólympíumeistari. Ísland og Bandaríkin hafa mæst fjórum sinnum á Algarve-mótinu (2009, 2010, 2011 og 2013) og hafa þær bandarísku haft sigur í öll skiptin. Markatalan er 10-2 Bandaríkjunum í vil, en einu tvö mörkin skoraði Ísland í úrslitaleik mótsins árið 2011. Tapi Ísland þeim leik og klári riðlakeppnina án stiga spilar liðið um 11.-12. sæti mótsins. Stelpurnar höfnuðu í þriðja sæti á Algarve-mótinu í fyrra.Ísland (4-3-3): Guðbjörg Gunnarsdóttir - Elísa Viðarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Hallbera G. Gísladóttir - Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir (Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir 46.) - Fanndís Friðriksdóttir (Hólmfríður Magnúsdóttir 61.), Rakel Hönnudóttir (Guðný Björk Óðinsdóttir 61.), Harpa Þorsteinsdóttir (Guðmunda Brynja Óladóttir 81.). Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á Facebook-síðu KSÍ.mynd/ksíSara Björk Gunnarsdóttir reynir að komast í boltann.mynd/ksíByrjunarliðið í dag.mynd/ksímynd/ksí Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir Noregi, 1-0, í öðrum leik liðsins í B-riðli Algarve-mótsins í fótbolta sem fram fer í Portúgal. Margrét Lára Viðarsdóttir byrjaði fyrsta leik sinn fyrir Ísland síðan í október 2013 og bar fyrirliðabandið, en Sara Björk Gunnarsdóttir hefur verið fyrirliði í fjarveru hennar. María Þórisdóttir, dóttir Þóris Hergeirssonar, landsliðsþjálfara norska kvennalandsliðsins í handbolta, var í byrjunarliði Noregs í dag. Eina mark leiksins skoraði Emilie Haavi fyrir Noreg strax á áttundu mínútu leiksins þegar hún komst inn í sendingu íslenska liðsins og renndi knettinum auðveldlega í netið eftir misskilning í varnarleik Ísland. Norsku stúlkurnar voru betri í fyrri hálfleik og áttu skot yfir úr teignum og þá skallaði Haavi boltann framhjá af markteig. Staðan 1-0 í hálfleik.Harpa Þorsteinsdóttir í rennitæklingu og Rakel Hönnudóttir fylgist með.mynd/ksíÍslenska liðið sótti í sig veðrið í seinni hálfleik og var betra framan af. Stelpurnar okkar náðu þó ekki að nýta yfirburðina til að skora mark. Sara Björk Gunnarsdóttir komst þó nálægt því að skora en skallaði boltann framhjá. Þær norsku komust aftur inn í leikinn þegar á leið seinni hálfleikinn og þurfti Guðbjörg Gunnarsdóttir að taka á honum stóra sínum þegar hún varði þrumuskot utarlega úr teignum. Þegar fjórar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma fengu íslensku stelpurnar dauðafæri til að jafna leikinn. Hólmfríður Magnúsdóttir skallaði aukaspyrnu Glódísar Perlu Viggósdóttur aftur fyrir sig en boltinn fór rét yfir markið. Meira var ekki skorað í leiknum og annað tap íslenska liðsins á mótinu staðreynd. Það tapaði fyrsta leiknum gegn Sviss, 2-0, á miðvikudaginn. Því miður fyrir stelpurnar okkar stefnir í að þær fari í gegnum riðilinn stigalausar, en þær mæta stórliði Bandaríkjanna í lokaleiknum á mánudaginn. Bandaríkin eru tvöfaldur heimsmeistari og silfurverðlaunahafi frá síðasta heimsmeistaramóti. Auk þess hefur liðið fjórum sinnum orðið Ólympíumeistari. Ísland og Bandaríkin hafa mæst fjórum sinnum á Algarve-mótinu (2009, 2010, 2011 og 2013) og hafa þær bandarísku haft sigur í öll skiptin. Markatalan er 10-2 Bandaríkjunum í vil, en einu tvö mörkin skoraði Ísland í úrslitaleik mótsins árið 2011. Tapi Ísland þeim leik og klári riðlakeppnina án stiga spilar liðið um 11.-12. sæti mótsins. Stelpurnar höfnuðu í þriðja sæti á Algarve-mótinu í fyrra.Ísland (4-3-3): Guðbjörg Gunnarsdóttir - Elísa Viðarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Hallbera G. Gísladóttir - Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir (Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir 46.) - Fanndís Friðriksdóttir (Hólmfríður Magnúsdóttir 61.), Rakel Hönnudóttir (Guðný Björk Óðinsdóttir 61.), Harpa Þorsteinsdóttir (Guðmunda Brynja Óladóttir 81.). Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á Facebook-síðu KSÍ.mynd/ksíSara Björk Gunnarsdóttir reynir að komast í boltann.mynd/ksíByrjunarliðið í dag.mynd/ksímynd/ksí
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Sjá meira