Tap gegn Sviss í fyrsta leik á Algarve-mótinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. mars 2015 16:53 Barátta í vítateignum í dag. mynd/ksí Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tapaði fyrir Sviss, 2-0, í fyrsta leik liðsins á Algarve-mótinu en spilað var í Lagos í Portúgal. Lagt var upp með sterkan varnarleik hjá okkar stúlkum en Svisslendingar fengu fín færi. Eftir hálftíma leik varði Sandra Sigurðardóttir frá leikmanni Sviss úr dauðafæri í teignum. Skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks áttu svissnesku stúlkurnar svo skot í stöngina eftir varnarmistök Íslands. Markalaust var í hálfleik. Eftir ellefu mínútna leik í síðari hálfleik komst svissneska liðið yfir með marki úr vítaspyrnu, en skömmu áður hafði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skotið framhjá úr fínu færi. Á 64. mínútu var íslenska liðið nálægt því að jafna metin þegar hornspyrna Hallberu Gísladóttur fór í stöngina. Svisslendingar hreinsuðu boltann frá marki áður en Hólmfríður Magnúsdóttir komst að honum. Svisslendingar bættu við marki nánast í næstu sókn með skot í stöngina og inn og staðan 2-0 þegar 25 mínútur voru eftir. Margrét Lára Viðarsdóttir sneri aftur í landsliðið í dag, en hún hefur ekki spilað síðan í október 2013. Margrét vildi fá víti á 73. mínútu þegar hún var felld í teignum en ekkert var dæmt. Margrét komst aftur í færi undir lok leiksins en náði ekki til boltans þegar hún var að sleppa í gegn. Lokatölur, 2-0. Ísland mætir Noregi á föstudaginn og stórliði Bandaríkjanna á mánudaginn, en allir mótherjar Íslands eiga það sameiginlegt að vera að fara á HM í Kanada í júní. Fylgst var með leiknum á Facebook-síðu KSÍ.Ísland (4-5-1): Sandra Sigurðardóttir - Anna María Baldursdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir (Arna Sif Ásgeirsdóttir 46.), Anna Björk Kristjánsdóttir, Lára Kristín Pedersen (Lára Kristín Pedersen 46.) - Fanndís Friðriksdóttir (Guðný Björk Óðinsdóttir 73.), Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir (Margrét Lára Viðarsdóttir 65.), Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (Dagný Brynjarsdóttir 65.), Hólmfríður Magnúsdóttir - Elín Metta Jensen (Guðmunda Brynja Óladóttir 53.).mynd/ksímynd/ksí Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Fleiri fréttir Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tapaði fyrir Sviss, 2-0, í fyrsta leik liðsins á Algarve-mótinu en spilað var í Lagos í Portúgal. Lagt var upp með sterkan varnarleik hjá okkar stúlkum en Svisslendingar fengu fín færi. Eftir hálftíma leik varði Sandra Sigurðardóttir frá leikmanni Sviss úr dauðafæri í teignum. Skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks áttu svissnesku stúlkurnar svo skot í stöngina eftir varnarmistök Íslands. Markalaust var í hálfleik. Eftir ellefu mínútna leik í síðari hálfleik komst svissneska liðið yfir með marki úr vítaspyrnu, en skömmu áður hafði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skotið framhjá úr fínu færi. Á 64. mínútu var íslenska liðið nálægt því að jafna metin þegar hornspyrna Hallberu Gísladóttur fór í stöngina. Svisslendingar hreinsuðu boltann frá marki áður en Hólmfríður Magnúsdóttir komst að honum. Svisslendingar bættu við marki nánast í næstu sókn með skot í stöngina og inn og staðan 2-0 þegar 25 mínútur voru eftir. Margrét Lára Viðarsdóttir sneri aftur í landsliðið í dag, en hún hefur ekki spilað síðan í október 2013. Margrét vildi fá víti á 73. mínútu þegar hún var felld í teignum en ekkert var dæmt. Margrét komst aftur í færi undir lok leiksins en náði ekki til boltans þegar hún var að sleppa í gegn. Lokatölur, 2-0. Ísland mætir Noregi á föstudaginn og stórliði Bandaríkjanna á mánudaginn, en allir mótherjar Íslands eiga það sameiginlegt að vera að fara á HM í Kanada í júní. Fylgst var með leiknum á Facebook-síðu KSÍ.Ísland (4-5-1): Sandra Sigurðardóttir - Anna María Baldursdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir (Arna Sif Ásgeirsdóttir 46.), Anna Björk Kristjánsdóttir, Lára Kristín Pedersen (Lára Kristín Pedersen 46.) - Fanndís Friðriksdóttir (Guðný Björk Óðinsdóttir 73.), Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir (Margrét Lára Viðarsdóttir 65.), Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (Dagný Brynjarsdóttir 65.), Hólmfríður Magnúsdóttir - Elín Metta Jensen (Guðmunda Brynja Óladóttir 53.).mynd/ksímynd/ksí
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Fleiri fréttir Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Sjá meira