Lok, lok og læs hjá De Gea | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. desember 2014 00:01 Leikmenn Manchester United fagna marki Waynes Rooney. Vísir/Getty Manchester United vann sinn sjötta sigur í röð þegar liðið lagði Liverpool að velli með þremur mörkum gegn engu á Old Trafford. Wayne Rooney, Juan Mata og Robin van Persie skoruðu mörk United, en það var David De Gea sem var hetja liðsins í dag. Hann varði oftsinnis frá leikmönnum Liverpool í góðum færum og átti enn einn stórleikinn á tímabilinu. Liverpool var sterkari aðilinn til að byrja með og Raheem Sterling fékk dauðafæri á 12. mínútu, en De Gea varði vel. United geystist í kjölfarið í sókn, Antonio Valencia lék á Joe Allen úti á hægri kantinum og sendi boltann út í vítateiginn á Rooney. Fyrirliðanum urðu ekki á nein mistök og hann skoraði framhjá Brad Jones sem stóð í marki Liverpool í dag. De Gea sá aftur við Sterling á 23. mínútu, en Englendingnum voru mislagðir fætur fyrir framan mark United í dag. Mata tvöfaldaði svo forystu United á 40. mínútu þegar hann skoraði með skalla af stuttu færi eftir fyrirgjöf Ashleys Young frá vinstri. Markið hefði hins vegar aldrei átt að standa því Mata var í rangstöðu þegar hann fékk boltann.De Gea ver frá Raheem Sterling.vísir/gettyStaðan var 2-0 í leikhléi, en leikmenn Liverpool komu ákveðnir inn í seinni hálfleikinn. Sterling komst í gott færi eftir lélega sendingu til baka hjá United, en De Gea varði enn og aftur. Leikurinn róaðist nokkuð eftir þetta, en van Persie var nálægt að skora þriðja mark United eftir rúmlega klukkutíma leik, en skot hans í dauðafæri fór framhjá. Á 67. mínútu kom De Gea heimamönnum enn einu sinni til bjargar þegar hann varði skot varamannsins Mario Balotelli í slána. Fjórum mínútum síðar gulltryggði van Persie sigur United þegar hann skoraði af stuttu færi eftir sendingu frá Mata. Fleiri urðu mörkin ekki, en De Gea varði tvisvar vel frá Balotelli áður en yfir lauk. Magnaður leikur hjá Spánverjanum sem hefur verið besti leikmaður United á tímabilinu. United er í þriðja sæti með 31 stig, átta stigum á eftir toppliði Chelsea. Liverpool er hins vegar í 9. sæti með 21 stig.Wayne Rooney kemur United yfir: Juan Mata skorar annað mark Manchester United: Robin van Persie kemur Manchester United í 3-0 forystu: Enski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira
Manchester United vann sinn sjötta sigur í röð þegar liðið lagði Liverpool að velli með þremur mörkum gegn engu á Old Trafford. Wayne Rooney, Juan Mata og Robin van Persie skoruðu mörk United, en það var David De Gea sem var hetja liðsins í dag. Hann varði oftsinnis frá leikmönnum Liverpool í góðum færum og átti enn einn stórleikinn á tímabilinu. Liverpool var sterkari aðilinn til að byrja með og Raheem Sterling fékk dauðafæri á 12. mínútu, en De Gea varði vel. United geystist í kjölfarið í sókn, Antonio Valencia lék á Joe Allen úti á hægri kantinum og sendi boltann út í vítateiginn á Rooney. Fyrirliðanum urðu ekki á nein mistök og hann skoraði framhjá Brad Jones sem stóð í marki Liverpool í dag. De Gea sá aftur við Sterling á 23. mínútu, en Englendingnum voru mislagðir fætur fyrir framan mark United í dag. Mata tvöfaldaði svo forystu United á 40. mínútu þegar hann skoraði með skalla af stuttu færi eftir fyrirgjöf Ashleys Young frá vinstri. Markið hefði hins vegar aldrei átt að standa því Mata var í rangstöðu þegar hann fékk boltann.De Gea ver frá Raheem Sterling.vísir/gettyStaðan var 2-0 í leikhléi, en leikmenn Liverpool komu ákveðnir inn í seinni hálfleikinn. Sterling komst í gott færi eftir lélega sendingu til baka hjá United, en De Gea varði enn og aftur. Leikurinn róaðist nokkuð eftir þetta, en van Persie var nálægt að skora þriðja mark United eftir rúmlega klukkutíma leik, en skot hans í dauðafæri fór framhjá. Á 67. mínútu kom De Gea heimamönnum enn einu sinni til bjargar þegar hann varði skot varamannsins Mario Balotelli í slána. Fjórum mínútum síðar gulltryggði van Persie sigur United þegar hann skoraði af stuttu færi eftir sendingu frá Mata. Fleiri urðu mörkin ekki, en De Gea varði tvisvar vel frá Balotelli áður en yfir lauk. Magnaður leikur hjá Spánverjanum sem hefur verið besti leikmaður United á tímabilinu. United er í þriðja sæti með 31 stig, átta stigum á eftir toppliði Chelsea. Liverpool er hins vegar í 9. sæti með 21 stig.Wayne Rooney kemur United yfir: Juan Mata skorar annað mark Manchester United: Robin van Persie kemur Manchester United í 3-0 forystu:
Enski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira